Fara í efni

Bæjarstjórn

498. fundur 15. júní 2018 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Friðrik Örn Emilsson varamaður
  • Sigrún Árnadóttir varamaður
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Aldís Hafsteinsdóttir, en hún á að baki lengsta setu í bæjarstjórn, setti fund. Þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar að afloknum kosningum sem fram fóru 26. maí 2018.

Leitaði hún eftir athugasemdum um fundarboð en engar komu fram. Í upphafi fundar voru nýir bæjarfulltrúar boðnir velkomnir.

1.Fundargerð kjörstjórnar frá 25.maí 2018.

1806002

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð kjörstjórnar frá 26.maí 2018.

1806003

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar Rúnar Árnason.

Á kjörskrá voru 1953. Greidd atkvæði voru 1527 eða 78,2%.
Kosning féll þannig:
B listi Frjáls með Framsókn 215 atkvæði og 1 mann kjörinn.
1. Garðar Rúnar Árnason.




Til vara:
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.


D listi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis 775 atkvæði og 4 menn kjörna.
1. Eyþór H. Ólafsson
2. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir




3. Friðrik Sigurbjörnsson
4. Aldís Hafsteinsdóttir





Til vara:
Alda Pálsdóttir
Sigurður Einar Guðjónsson
Jakob Fannar Hansen
Ingibjörg Zoëga

O listi Okkar Hveragerði 489 atkvæði og 2 menn kjörna.
1.
Njörður Sigurðsson
2.
Þórunn Pétursdóttir.

Til vara:
Friðrik Örn Emilsson
Sigrún Árnadóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð kjörstjórnar frá 26.maí 2018 - Kjördeild 2.

1806004

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð kjörstjórnar frá 28.maí 2018.

1806005

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Kosning forseta- og varaforseta í bæjarstjórn skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar.

1806008

Kosning forseta bæjarstjórnar.
Eyþór H. Ólafsson fékk 5 atkvæði, 2 seðlar auðir. Eyþór H. Ólafsson er því kjörinn forseti bæjarstjórnar og tók við fundarstjórn.
Kosning varaforseta bæjarstjórnar.
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir fékk 5 atkvæði, 2 seðlar auðir. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir er því kjörin varaforseti.

6.Kosning skrifara og varaskrifara skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar.

1806009

Kosning skrifara.
Stungið var upp á Friðriki Sigurbjörnssyni sem skrifara. Samþykkt með 7 atkvæðum.
Kosning varaskrifara.
Stungið var upp á Garðari Rúnari Árnasyni sem varaskrifara. Samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Kosning í bæjarráð skv. 26.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar.

1806010

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð og þriggja til vara.

Tillaga kom um aðalmenn:

Friðrik Sigurbjörnsson, formaður,

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður,

Njörður Sigurðsson.

Tillaga kom um varamenn:

Eyþór H. Ólafsson,

Aldís Hafsteinsdóttir,

Þórunn Pétursdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.

8.Kosning í nefndir, ráð og stjórnir skv. 33.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar.

1806011

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Sigrún Árnadóttir.


Fulltrúar O-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Að loknum kosningum þurfa flokkar sem eru í minnihluta á hverjum tíma að semja um skipan í nefndir. Í fastanefndum Hveragerðisbæjar sitja 20 fulltrúar. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins á þar 12 fulltrúa og minnihluti 8 fulltrúa, eða tvo fulltrúa af fimm í hverri nefnd, ef samkomulag næst um skiptingu nefndarsæta milli flokka minnihlutans.

Í nýafstöðnum kosningum fengu Frjálsir með Framsókn 14,5% eða 215 atkvæði. Okkar Hveragerði fékk hins vegar 33,1% eða 489 atkvæði. Í samningaviðræðum við Framsókn að loknum kosningum um skiptingu nefndarsæta innan minnihluta bæjarstjórnar hélt Okkar Hveragerði því fram þeirri sanngjörnu og lýðræðislegu kröfu að fylgi framboðanna myndi ráða fjölda fulltrúa hvors flokks í nefndum bæjarins. Okkar Hveragerði lagði til að skiptingin yrði á þann veg að Framsókn fengi þrjá fulltrúa í nefndir en Okkar Hveragerði fimm, í takt við útkomu kosninganna. Því vildi Framsókn ekki una og ákvað þess í stað að semja við Sjálfstæðisflokkinn (sem hefur hreinan meirihluta í bæjarstjórn). Þessir tveir stjórnmálaflokkar leggja svo fram sameiginlegan lista varðandi skipan í nefndir og tryggðu þannig Framsókn fjögur af nefndarsætum minnihlutans í stað þriggja sæta eins og Okkar Hveragerði hafði áður lagt til. Með þessum gjörningi er Sjálfstæðisflokkurinn að tryggja Framsókn fulltrúa í nefndir bæjarins ótengt kjörfylgi flokksins. Á sama tíma er Sjálfstæðisflokkurinn að koma í veg fyrir að fjöldi nefndarfulltrúa Okkar Hveragerðis endurspegli fylgi framboðsins. Við teljum það ólýðræðislegt og úr takti við vilja kjósenda.

Þessi gjörningur leiðir til þess að 65 atkvæði eru á bak við hvern nefndarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og aðeins 54 atkvæði á bak við hvern nefndarfulltrúa Framsóknar. Hins vegar verða alls 122 atkvæði á bak við hvern nefndarfulltrúa Okkar Hveragerðis.

Rök Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum furðulega gjörningi eru að það sé lýðræðislegt að allar raddir heyrist í nefndum bæjarins. Á sama tíma horfa fulltrúar þessara flokka markvisst fram hjá því hversu ólýðræðislegt það er að láta ekki kjörfylgi framboðanna endurspeglast í nefndum bæjarins. Í 43. gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar er kveðið á um að framboð sem ekki nær kjöri í fastanefndir er heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa sem hefur málfrelsi og tillögurétt. Þannig er tryggt að öll framboð hafi raddir í fastanefndum bæjarins. Því eru rök flokkanna haldlaus.

Við teljum það afar sérstakt og umhugsunarvert að meirihluti Sjálfstæðisflokksins skuli stíga með þessum hætti inn í viðræður Framsóknar og Okkar Hveragerðis um skiptingu nefndarfulltrúa. Að öllu jöfnu er það samkomulagsatriði innan minnihlutans hverju sinni hvernig nefndarfulltrúum hans er skipt á milli hlutaðeigandi flokka og meirihlutinn hefur hingað til virt þessa reglu.

Þar sem Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að ganga í meirihlutasamstarf við hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hveragerðis teljum við rétt að þessir tveir flokkar komi sér saman um skipan fulltrúa meirihlutans í bæjarráð og aðrar nefndir sem Hveragerðisbær á aðkomu að og Okkar Hveragerði skipi alla fulltrúa minnihlutans fyrir næstu fjögur árin.

Sigrún Árnadóttir
Friðrik Örn Emilsson

Kl 17:15 var gert fundarhlé.
Kl 17:33 hélt fundur áfram.

Fulltrúar D og B lista lögðu fram eftirfarandi bókun.

Fulltrúar D og B lista telja rétt að það komi fram að í viðræðum flokkanna í minnihluta náðist ekki niðurstaða um nefndaskipan þar sem O-listinn neitaði B-listanum um fullan aðgang að nefndastarfi. Sú staðreynd olli því að fulltrúar D og B lista ákváðu að leggja fram sameiginlegan nefndalista og tryggja þar með B listanum fulla þátttöku í nefndastarfi bæjarins.
Það er mikilvægt að muna að út frá D´Hondt reiknireglunni ættu allir flokkar jafnt tilkall til fimmta manns í nefndum ef ekkert samkomulag næðist á milli þeirra. Því hefði O-listinn aldrei getað fengið 5. manninn í nefndum nema með því að bera sigur úr bítum í útdrætti sem B eða D listinn hefði allt eins getað unnið.
Öllu tali um ólýðræðisleg vinnubrögð er því mótmælt en með samkomulagi B og D lista er einmitt verið að tryggja lýðræði og jafnræði milli flokka í bæjarstjórn. Einnig veitir valddreifing sem þessi aðhald og eykur ábyrgð kjörinna fulltrúa.

Eyþór H. Ólafsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Aldís Hafsteinsdóttir
Garðar Rúnar Árnason

D-listi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis og B-listi Frjálsra með Framsókn hafa gert með sér samkomulag um nefndaskipan kjörtimabilið 2018 - 2022.

Með samkomulaginu er tryggt að raddir þeirra þriggja framboða sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum og náðu manni í bæjarstjórn heyrist í nefndastarfi bæjarins. Slíkt er mikilvægt út frá lýðræðislegu sjónarmiði en ekki síður út frá skynsemissjónarmiði þar sem öll rök mæla gegn því að eitt framboð sé að hluta útilokað frá nefndastarfi Hveragerðisbæjar. Með samkomulaginu er tryggt að B-listinn eigi fulltrúa í öllum fimm manna nefndum bæjarins

Gerð er tillaga um eftirtalda nefndaskipan kjörtímabilið 2018-2022:

Fræðslunefnd.
Aðalmenn:
Alda Pálsdóttir, formaður
Smári Björn Stefánsson, varaformaður
Ninna Sif Svavarsdóttir
Friðrik Örn Emilsson
Sæbjörg Lára Másdóttir

Varamenn:
Sighvatur Fannar Nathanaelsson
Elín Káradóttir
Lárus Kristinn Guðmundsson
Árdís Rut Hlífarsdóttir
Nína Kjartansdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd.
Aðalmenn:
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður
Ingibjörg Zoëga, varaformaður
Jakob Fannar Hansen
Sandra Sigurðardóttir
Nína Kjartansdóttir

Varamenn:
Sigurður Páll Ásgeirsson
Hafsteinn Þór Auðunsson
María Rún Þorsteinsdóttir
Unnur Birna Björnsdóttir
Snorri Þorvaldsson

Tillagan samþykkt samhljóða.

Skipulags- og mannvirkjanefnd.
Aðalmenn:
Gísli Páll Pálsson, formaður
Sigurður Einar Guðjónsson, varaformaður
Laufey Sif Lárusdóttir
Hlynur Kárason
Snorri Þorvaldsson

Varamenn:
Eyþór H. Ólafsson
Geir Guðjónsson
Ingibjörg Zoëga
Kristján Björnsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Umhverfisnefnd.
Aðalmenn:
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, formaður
Pétur Reynisson, varaformaður
Thelma Rós Kristinsdóttir
Sigrún Árnadóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Varamenn:
Hrund Guðmundsdóttir
Hjörtur Benediktsson
Aðalheiður Högnadóttir
Gunnar Biering Agnarsson
Sæbjörg Lára Másdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Kjörstjórn.
Aðalmenn:
Eyjólfur Kolbeinsson, formaður
Guðríður Aadnegard, varaformaður
Margrét Haraldardóttir

Varamenn:
Reynir Þór Garðarsson
Elín Káradóttir
Fríða Margrét E. Þorsteinsdóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings.
Aðalmaður
Sigurður Einar Guðjónsson

Varamaður
Alda Pálsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fasteignafélag Hveragerðis.
Aðalmenn:
Aldís Hafsteinsdóttir
Eyþór H. Ólafsson
Njörður Sigurðsson

Varamenn:
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Þórunn Pétursdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Öldungaráð Hveragerðisbæjar.
Aðalmenn:
Sæunn Freydís Grímsdóttir
Anna Jórunn Stefánsdóttir

Varamenn:
Helgi Þorsteinsson
Auður Guðbrandsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Hveragerðisbæjar á Ársfund SASS.
Aðalmenn:
Eyþór H. Ólafsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Garðar Rúnar Árnason
Þórunn Pétursdóttir

Varamenn
Alda Pálsdóttir
Sigurður Einar Guðjónsson
Jakob Fannar Hansen
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund HES
Eyþór H. Ólafsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Garðar Rúnar Árnason
Þórunn Pétursdóttir

Varamenn
Alda Pálsdóttir
Sigurður Einar Guðjónsson
Jakob Fannar Hansen
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands.
Aðalmaður:
Aldís Hafsteinsdóttir

Varamaður:
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund Bergrisans.
Aðalmenn:
Eyþór H. Ólafsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Garðar Rúnar Árnason
Þórunn Pétursdóttir

Varamenn:
Alda Pálsdóttir
Sigurður Einar Guðjónsson
Jakob Fannar Hansen
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson

Tillagan samþykkt samhljóða.

NOS nefnd oddvita og sveitarstjóra.
Aðalmaður:
Aldís Hafsteinsdóttir

Varamaður:
Eyþór H. Ólafsson.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar í Héraðsnefnd Árnesinga.
Aðalmenn:
Eyþór H. Ólafsson
Aldís Hafsteinsdóttir
Njörður Sigurðsson

Varamenn:
Friðrik Sigurbjörnsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Þórunn Pétursdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aðalmenn:
Aldís Hafsteinsdóttir
Þórunn Pétursdóttir

Varamenn:
Eyþór H. Ólafsson
Njörður Sigurðsson

Tillagan samþykkt samhljóða.


Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Aðalmaður:
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir

Varamaður:
Eyþór H. Ólafsson

Tillagan samþykkt samhljóða.


9.Fundargerð bæjarráðs frá 15.maí 2018.

1805002F

Liðir afgreiddir sérstaklega; 6,7 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Garðar Rúnar Árnason.
Liður 6 "Bréf frá Sr. Þóri Stephensen frá 27. apríl 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Lóðarumsókn Vorsabær 3" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarúthlutunina.

Liður 8 "Lóðarumsóknir Þórsmörk 8, 10, 12 og 14" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarúthlutanirnar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

10.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 5.júní 2018.

1806006

Liðir afgreiddir sérstaklega 1,2,3,4,5,6,7,8 og 9.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar Rúnar Árnason, Friðrik Sigurbjörnsson og Sigrún Árnadóttir.
Liður 1 "Kambaland tillaga að breytingu á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að breytingatillagan verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 2 "Hverahlíð 9, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að áformuð framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 3 "Varmahlíð 12, umsókn um stækkun lóðir og um stöðuleyfi fyrir gámi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að tillaga skipulagsfulltrúa um gerð mæli- og hæðarblaðs fyrir lóðina Frumskógar 18 verði samþykkt og að stöðuleyfi fyrir gámnum verði samþykkt til allt að 12. mánaða.

Liður 4 "Reglur um úthlutun lóða" afgreiddur sérstaklega.
Málið er afgreitt í lið 15 hjá bæjarstjórn.

Liður 5 " Mánamörk 1, hlutfall íbúða á lóð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið að teknu tilliti til þess að lóðinni var úthlutað á árinu 2016 þegar heimilt var að nýta efri hæðir athafnahúsa á miðsvæði til íbúðarnota skv. þágildandi aðalskipulagi og lóðarhafi hafði þá áform um að gera það þá. Samþykktin hefur ekki fordæmisgildi og gæta verður að því að hlutfall íbúðarhúsnæðis á reit M3 fari að jafnaði ekki yfir 30% eins og aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029 kveður á um.

Liður 6 "Breiðamörk 12 og 14, beiðni um breytingu á deiliskipulagsmálum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn hafnar erindinu.

Liður 7 "Heiðmörk 43a, stofnun lóðar fyrir spennistöð Rarik" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með þeirri kvöð að lóðin verði ekki afmörkuð sérstaklega heldur verði hún hluti af opnu svæði í samræmi við deiliskipulag. Hveragerðisbær ráði gerð yfirborðsfrágangs en lóðarhafi sjái um verkið á sinn kostnað.

Liður 8 "Heiðmörk 53, umsókn um rekstur gististaðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn heimilar fyrir sitt leyti rekstur gististaðar að Heiðmörk 53.

Liður 9 "Gufulögn frá borholu HS-09 að HV-02, umsókn um framkvæmdaleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir leyfi fyrir 1. áfanga framkvæmdarinnar en áskilur sér rétt til að hnika til endanlegri legu lagnarinnar á einstaka stað ef aðstæður kalla á það að mati hennar.

11.Fundargerð Fræðslunefndar frá 6.júní 2018.

1806014

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Eyþór H. Ólafsson, Garðar Rúnar Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigrún Árnadóttir.
Bæjarstjóra falið að ræða við skólastjórnendur um samræmingu á frídögum nemenda bæði í grunnskóla og leikskólum.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

12.Fundargerð Skólaþjónustu - og velferðarnefndar Árnesþings frá 7.maí 2018.

1806007

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að fela nýjum fulltrúa Hveragerðisbæjar í Skólaþjónustu- og velferðarnefnd að óska eftir nánari skýringum á niðurstöðum skýrslu um hljóð og málvitund leikskólabarna í Árnesþingi 2013-2017.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

13.Ráðning bæjarstjóra og ákvörðun um staðgengil bæjarstjóra, skv.48. og 49. gr. samþ. um stjórn Hveragerðisbæjar.

1806012

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi tillögu.

Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs er hér með falið að ganga til samninga við Aldísi Hafsteinsdóttur um starf bæjarstjóra í Hveragerði. Ennfremur er lagt til að Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri, verði staðgengill bæjarstjóra.

Eyþór H. Ólafsson

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Aldís Hafsteinsdóttir.

Enginn tók til máls.
Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum, 2 fulltrúar O-listans á móti.

14.Opnun tilboða í verkið: Niðurrif bygginga og hreinsun lóðar: Friðarstaðir.

1806015

Opnun tilboða í verkið "Niðurrif bygginga og hreinsun lóðar Friðarstaðir" fór fram 29. maí sl.
Alls bárust tvö tilboð í verkið.

Arnon ehf 18.530.000.-
Aðalleið ehf 46.800.000.-

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Arnon ehf.

15.Reglur Hveragerðisbæjar um úthlutun lóða, síðari umræða.

1806016

Lagðar fram til síðari umræðu reglur Hveragerðisbæjar um úthlutun lóða. Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur fjallað um reglurnar eftir fyrri umræðu og gerði nefndin tillögu að nokkrum breytingum sem gerðar hafa verið í því skjali sem hér er lagt fram.

Enginn tók til máls.
Reglurnar samþykktar samhljóða.

16.B-listi - Tillaga um eflingu ungmennaráðs.

1806017

Fulltrúi B-listans lagði fram eftirfarandi tillögu.

Tillaga um eflingu ungmennaráðs

Frjáls með Framsókn leggja til að Bæjarstjórn Hveragerðis samþykki að taka ungmennaráð bæjarins til endurskoðunar, með það að markmiði að gefa ungmennum tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélagi sínu og fái tækifæri til að koma að ákvörðunum sem snerta líf þeirra. Í þeim tilgangi mun bærinn m.a. standa árlega fyrir ungmennaþingi að hausti, þar sem ungmenni geta komið saman og rætt og ályktað um þau mál sem helst brenna á þeim hverju sinni.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að opna stjórnsýslu bæjarins á þann hátt að ungmennaráðið eigi áheyrnafulltrúa í flestum nefndum bæjarins með málfrelsi og tillögurétti. Hver sá sem uppfyllir kröfur um setu í ungmennaráðinu getur boðið sig fram sem áheyrnafulltrúi og kosið er á milli áhugasamra á ungmennaþinginu.
Bæjarstjórn samþykkir að fela menningar- og frístundafulltrúa að hefja nú þegar undirbúning að ungmennaþingi haustið 2018 og breytingar á starfsemi ungmennaráðsins í anda framangreindrar tillögu.

Garðar R. Árnason
Frjáls með Framsókn


Greinargerð
Ungmennaráð hefur verið starfandi í Hveragerði frá því að hausti 2010, en hefur aldrei náð tilætluðu flugi. Í æskulýðslögum nr. 70/2007 er kveðið á um að sveitarfélög skuli hlutast til um að stofna ungmennaráð og eru þau hugsuð til að vera sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi og til að kynna lýðræðisleg vinnubrögð fyrir ungu fólki. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að ungt fólk hafi tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélagi sínu og sem byggist á lýðræði og tækifærum til að koma að ákvörðunum sem snerta líf þeirra. Með þessu er m.a. komið til móts við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Hvítbók framkvæmdastjórnar ESB um lýðræðislega þátttöku ungs fólks.
Öflugt starf ungmennaráðsins eykur bæði ungmennalýðræði og íbúalýðræði, en til að svo verði er nauðsynlegt að bæjarstjórnin styðji vel við bakið á ungmennaráðinu og taki mark á því. Ætla má að ef virkni og áhrif ungmennaráðsins aukist, þá aukist áhugi ungmenna á starfinu og um leið verða áhrif þeirra meiri.

Eftirtaldir tóku til máls: Garðar Rúnar Árnason, Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.

Tillagan samþykkt samhljóða með þeirri breytingu að bæjarstjórn felur Menningar-, íþróttta- og frístundanefnd ásamt núverandi ungmennaráði að vinna með menningar- og frístundafulltrúa við undirbúning að ungmennaþingi haustið 2018 og að breytingum á starfsemi ungmennaráðsins í anda framangreindrar tillögu.

17.Sumarleyfi bæjarstjórnar.

1806013

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis bæjarstjórnar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. greinar og 6. mgr. 31. greinar samþykkta um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?