Fara í efni

Bæjarstjórn

496. fundur 12. apríl 2018 kl. 17:00 - 20:12 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Berglind Sigurðardóttir varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram dagskrábreytingartillögu um að við dagskrá bætist tveir liðir nr. 13 Opnun tilboða - Sundlaugin í Laugaskarði - 1.áfangi og nr. 14 Opnun tilboða í verkið "Vorsabær 2018"

Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 22.mars 2018.

1803002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 12,13,14,15,18,19,20 og 22.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Liður 12 "Bréf frá Nordjobb frá 2. mars 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 13 "Bréf frá Trausta Steinssyni frá 5. mars 2018 " afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 14 "Bréf frá Ásgeiri Einarssyni frá 25. febrúar 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 15 "Bréf frá Sögnu samtökum um barnamenningu" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 18 "Gagntilboð Þórsmörk 1A" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboðinu.

Liður 19 "Opnun tilboða í verkið Fráveitulögn Sunnumörk - Austurmörk" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda D.ING verk ehf.

Liður 20 "Opnun tilboða í verkið Sláttur og hirðing í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Sláttu- og Garðaþjónustu Suðurlands ehf.

Liður 22 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Vegna liðar 2 " Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 6. mars 2018" umsögn vegna frumvarps til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnun) lagði Unnur Þormóðsdóttir fram eftirfarandi bókun.

Hjúkrunarheimili í dag fá daggjöld í eina viku eftir andlát heimilismanns til þess að endur úthluta rými. Í ljósi langra biðlista eftir rými á hjúkrunarheimili er ekki hægt að skilja hvernig rýmið getur verið ónýtt í 8 vikur eftir fráfall heimilismanns. Maki á samkvæmt 3 gr að eiga lögheimili utan stofnunar og ætti því að geta flutt út þegar heimilismaður fellur frá.
Unnur Þormóðdóttir

Kl. 17:16 var gert fundarhlé.
Kl. 17:19 hélt fundur áfram.

Bæjarstjórn tekur undir bókunina.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 5.apríl 2018.

1803003F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 3.apríl 2018.

1804007

Liðir afgreiddir sérstaklega 1,2,3,4,5,6 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Garðar R. Árnason og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Liður 1 " Kambaland tillaga að breytingu á deiliskipulagi " afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar að ljúka við gerð tillögunnar.

Liður 2 " Hlíðarhagi, lýsing á deiliskipulagsáætlun" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að tillagan verði kynnt fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 3 " Varmahlíð 12, umsókn um stækkun lóðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að ákvörðun um breytt lóðarmörk veri tekin samhliða gerð mæli- og hæðarblaðs fyrir lóðina Frumskógar 18.

Liður 4 " Skipulag við Hveragerðiskirkju" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að þegar að því kemur að svæðið verði deiliskipulagt, verði horft til þeirra sjónarmiða sem fram koma í bréfi sóknarnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að skoða svæðið með umhverfisfulltrúa og skipulagsfulltrúa og gera tillögu um úrbætur sem verði lagðar fyrir bæjarráð.

Liður 5 " Heiðarbrún 13, snyrtistofa, umsókn um breytta notkun húsnæðis" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 6 "Heiðmörk 53, umsókn um rekstur gististaðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að málið verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 7 "Aðveitulögn Vatnsveitu á Sólborgarsvæði (Reykir land 176136).
Bæjarstjórn samþykkir leyfi fyrir framkvæmdinni.

4.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 12.mars 2018

1804008

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Garðar Árnason.
Bæjarstjórn fagnar þeim niðurstöðum sem fram koma í fundargerðinni um að Hvergerðingar sendi minnst rusl til urðunar af öllum sveitarfélögum á Suðurlandi og að hér sé einnig mesta söfnun lífræns úrgangs og plasts á sama svæði. Bæjarstjórn styður þær hugmyndir sem fram koma um frekari fræðslu og upplýsingar til íbúa. Bæjarstjórn samþykkir að þeir sem telja nauðsyn á því fái auka græna tunnu endurgjaldslaust. Um tilraun er að ræða til loka árs 2018.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að kynna þá viðburði sem hér hafa verið samþykktir í samráði við Umhverfisfulltrúa.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 6.mars 2018.

1804006

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn fagnar áformum um sameiginlegan fund skóla/fræðslunefnda á starfssvæði þjónustunnar að afloknum sveitarstjórnarkosningum og mun styðja við það að nefndarmenn geti farið á fundinn og fengið laun fyrir.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Minnisblað frá Minjastofnun Íslands frá 5.apríl 2018.

1804011

Lagt fram minnisblað frá Minjastofnun Íslands eftir fund sem haldinn var á bæjaskrifstofum Hveragerðis þann 4. apríl 2018 þar sem rætt var hvernig standa megi að mati á verðveislugildi eldri gróðurhúsa í miðbæ Hvergerðis og hvort möguleiki sé á samvinnu við Minjastofnun um málið.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Meirihluti D-listans lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Um leið og meirihluti D-listans þakkar Pétri Ármannssyni góða samantekt er lagt til að eftirfarandi verði samþykkt:
-Tryggt verði með skipulagsskilmálum að á reitum með breyttri skilgreiningu landnotkunar í nýju aðalskipulagi geti áfram verið ylræktarstarfsemi eins lengi og rekstraraðilar kjósa.
-Teknar verði ljósmyndir með skipulegum hætti af þeim gróðrarstöðvum og gróðurhúsum sem enn standa innan þéttbýlismarka Hveragerðis.
-Í samráði við Minjastofnun verði arkitekt fenginn til að skrá helstu gerðir gróðurhúsa sem finna má í bæjarfélaginu og leggja mat á hvort einstök hús hafi það mikið sögulegt gildi að ástæða sé til að leggja til varðveislu þeirra á grundvelli fágætis og/eða staðsetningar í bæjarmynd.

Verði tillaga þessi samþykkt er litið svo á að komið sé til móts við sjónarmið sem fram komu í tillögu S-listans sem frestað var þann 12. janúar 2017.

Greinargerð:
Meirihluti D-listans hefur ávallt litið svo á að gróðurhúsin sem staðsett eru innan þéttbýlisins hér í Hveragerði séu mikilvægur hluti af atvinnusögu og menningu bæjarfélagins. Í nýsamþykktu aðalskipulagi er mörkuð sú stefna að heimila uppbyggingu íbúða þar sem ylræktar‐ og garðyrkjustarfsemi hefur verið hætt innan miðsvæðis og ekki er útlit fyrir enduruppbyggingu þeirra. Jafnframt er það skýrt tekið fram að heimilaður er áframhaldandi rekstur og endurnýjun gróðurhúsa, þar sem eigendur óska þess og þar sem þess er kostur.

Í aðalskipulaginu er ítarlega fjallað um starfsemi og framtíð ylræktar í Hveragerði. Þar er lögð áhersla á að bjóða upp á stórar lóðir þar sem unnt er að byggja upp gróðurhús skv. nútímakröfum, í góðum tengslum við helstu samgönguæðar. Með færslu Suðurlandsvegar verða til slíkar lóðir sunnan við Gróðurmörk en einnig í Vorsabæ, sem er nýtt athafnasvæði sunnan Suðurlandsvegar, en gott aðgengi að þeim lóðum verður m.a. tryggt með undirgöngum undir Suðurlandsveg.

Þrátt fyrir augljósan vilja bæjarstjórnar í þá veru að hér byggist upp blómleg starfsemi á sviði garðyrkju og ylræktar þá er það staðreynd að hún hefur dregist verulega saman og sérstaklega á ylrækt í vök að verjast. Þannig hefur heildarflatarmál gróðurhúsa dregist saman um meira en helming á síðustu áratugum og störfum í greininni hefur fækkað sem því nemur.

Garðyrkjustöðvar hér í bænum voru flestar staðsettar við hefðbundnar íbúðagötur, sem takmarkaði mjög möguleika þeirra til stækkunar því íbúðarbyggðin þrengdi að þeim. Aftur á móti gerði það þær sölulegar til uppbyggingar íbúðahúsnæðis, eins og dæmin sanna. Misgott aðgengi að þeim og þörf fyrir meira athafna- og bílsatæðasvæði hefur einnig haft áhrif á hag þeirra.

Rekstrarskilyrði ylræktar hafa lengst af verið afar óstöðug og ríkisvaldið hefur ekki stutt sem skildi við atvinnugreina t.d. með hóflegu raforkuverði. Því hafa rekstrarskilyrði og samkeppnisaðstaða greinarinnar farið versnandi bæði hér í Hveragerði sem og á landsvísu.

Það er ljóst að skráning sögu garðyrkju og ylræktar í Hveragerði er viðamikið verkefni sem fléttast saman við skráningu á sögu Hveragerðisbæjar. Í bókinni Sunnlenskar byggðir III sem gefin var út af Búnaðarsambandi Suðurlands er góð samantekt á þeim garðyrkjustöðvum sem þá voru í Hveragerði. Auk þess er í bókinni Hallir gróðurs háar rísa frið ýtarlega yfir sögu garðyrkjunnar á Íslandi á 20. öld. Komi til þess að saga bæjarins verði skráð er eðlilegt er að nýta þessar heimildir auk annarra heimilda sem til eru. Ákvörðun um slíka skráningu býður nýrrar bæjarstjórnar enda er hér um að ræða kostnaðarsamt verkefni, sem undirbúa þarf mjög vel eins og dæmin sanna.
Að lokum telur meirihluti D-listans að ákveðnar líkur séu á því að rekstrarskilyrði garðyrkjustöðva hér í Hveragerði muni fara batnandi á næstu árum þar sem atvinnugreininni hefur því sem næst verið úthýst á höfuðborgarsvæðinu. Til að ylræktarstarfsemi geti hér blómstrað þarf að bæta og endurnýja núverandi húsakost, hentugar lóðir fyrir starfsemina þurfa að vera til staðar og gnægð af jarðhita. Af öllu þessu eigum við nóg af.
Eyþór H. Ólafsson
Unnur Þormóðsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Berglind Sigurðardóttir.

Kl. 18:02 var gert gert fundarhlé.
Kl. 18:13 hélt fundur áfram.

Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Undirrituð fagna því að Sjálfstæðismenn hafa nú tekið undir að huga beri að varðveislu gróðurhúsa í Hveragerði. Tillaga um gerð varðveislumats á gróðurhúsum í Hveragerði var fyrst lögð fram af undirrituðum á fundi bæjarstjórnar þann 10. september 2015 og var hún felld af meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Tillagan var aftur lögð fram á fundi bæjarstjórnar 12. janúar 2017 en var frestað af tillögu Sjálfstæðisflokksins. Það er því ánægjulegt að sjá að Sjálfstæðismenn hafa ákveðið að styðja tillögu okkar um varðveislumat þó það tekið tæp þrjú ár að skoða málið. Greinargerð Péturs Ármannssonar er góður grundvöllur að frekari vinnu í þessu máli.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Kl. 18:17 var gert fundarhlé.
Kl. 18:29 hélt fundur áfram.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Meirihluti D-listans vill benda á að við endurskoðun aðalskipulags sem nú er nýlokið var sérstaklega hugað að garðyrkjustöðvum og framtíð þeirra í þéttbýlinu og leitað leiða til að rekstur þeirra gæti haldið áfram. Því er það rangt að meirihlutinn sé núna fyrst að vinna í þessu máli sem svo sannarlega hefur verið í vinnslu í nokkur ár. Samstaða bæjarfulltrúa um lyktir þessa máls er ánægjuleg.

Eyþór H. Ólafsson
Unnur Þormóðsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Berglind Sigurðardóttir

Kl. 18:29 var gert fundarhlé.
Kl. 18:42 hélt fundur áfram.

Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Undirrituð benda á, eins og áður hefur komið fram, að Sjálfstæðisflokkurinn felldi tillögu um varðveislumat á gróðurhúsum og frestaði tillögunni þegar hún var lögð fram síðar. Í aðalskipulagi er vissulega fjallað um gróðurhús en við vinnslu þess var ekki gert varðveislumat. Undirrituð taka undir að samstaða bæjarfulltrúa um lyktir málsins er ánægjuleg. Sú vinna sem undirrituð hafa lagt í málið, m.a. með tillögum í bæjarstjórn á síðustu árum og greinaskrifum hafa leitt til þessarar niðurstöðu og er það mjög ánægjulegt.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Kl. 18:48 var gert fundarhlé.
Kl. 18:53 hélt fundur áfram.

Tillagan samþykkt samhljóða.

7.Bréf frá Fimleikadeild Hamars ódagsett.

1803030

Lagt fram bréf frá Fimleikadeild Hamars þar sem deildin óskar eftir samstarfi við Hveragerðisbæ um áhaldakaup.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að styrkja kaup fimleikadeildar á færanlegri stökkgryfju, trampólíni og trampólín braut enda eru þessi tæki afar mikilvæg eigi starf fimleikadeildar að geta verið samkeppnishæft við önnur fimleikafélög. Búnaðurinn verði staðsettur í Hamarshöllinni en þar er fimleikadeildin með æfingar sínar.
Kostnaður við kaupin eru 3 mkr. Kostnaði verður mætt með 1 mkr af liðnum viðhald áhalda á íþróttavöllum og með auknum tekjum vegna útsvars sem af er árinu.

8.Bréf frá Hengils Ultra Trail frá 4.apríl 2018.

1804009

Lagt fram bréf fra Hengill Ultra Trail frá 4. april þar sem óskað er eftir stuðningi Hveragerðisbæjar vegna hlaupsins sem haldið verður 8. september næst komandi.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn fagnar metnaðarfullum markmiðum bréfritara um uppbyggingu Hengils Ultra Trail sem haldið hefur verið hér í Hveragerði frá árinu 2010. Í hlaupið í ár eru þegar skráðir um 150 keppendur svo vænta má umtalsverðar aukningar frá fyrra ári. Koma keppendur frá mörgum þjóðlöndum. Í ljósi þess að fjárstuðningur bæjarins við keppnina mun renna til baka til félaga í bæjarfélaginu með greiðslu fyrir vinnuframlag samþykkir bæjarstjórn beiðnina. Kostnaði verði mætt með framlagi af liðnum 21-01-9990 til síðari ráðstöfunar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir einnig framlag með vinnuframlagi áhaldahúss og vinnuskóla og undirbúningsvinnu menningar og frístundarfulltrúa.

9.Reglur um notkun byggðamerkis Hveragerðisbæjar.

1804010

Lögð fram drög af reglum um notkun byggðamerkis Hvergerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigursson.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar en bæjarstjóra er jafnframt falið að finna rétta liti samkvæmt pantone litakerfinu og bæta þeim í reglurnar þegar þeir liggja fyrir. Bæjarstjóra falið að lagfæra upplýsingar um tilurð merkisins í samræmi við upplýsingar sem komu fram á fundinum frá Nirði Sigurðssyni.

10.Öldrunarstefna Hveragerðisbæjar 2018-2022.

1804004

Lögð fram Öldrunarstefna Hveragerðisbæjar fyrir árin 2018-2022.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Samþykkt samhljóða að vísa Öldrunarstefnu Hveragerðisbæjar 2018-2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að láta útbúa bækling um þjónustu bæjarins og heilbrigðisstofnunar við aldraða í bæjarfélaginu. Jafnframt er bæjarstjóra falið að óska eftir samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um heilsueflandi heimsóknir til allra í bæjarfélaginu sem náð hafa 80 ára aldri.

11.Stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi.

1804012

Lögð fram stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Enginn tók til máls.
Stefnan og viðbragðsáætlunin samþykkt.

12.Reglur Hveragerðisbæjar um úthlutun lóða.

1804013

Lagðar fram reglur um úthlutun lóða í Hveragerði.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa reglunum til skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

13.Opnun tilboða - Sundlaugin í Laugaskarði - 1.áfangi

1804018

Opnun tilboða í verkið "Sundlaugin í Laugaskarði - 1. áfangi" fór fram 4. apríl sl.
Alls bárust 2 tilboð í verkið.

Vörðufell ehf 69.964.096.-
Frumskógar ehf 53.607.250.-

Kostnaðaráætlun Verkís ehf 46.417.529.-

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Frumskógar ehf.

Kl. 19:40 var gert fundarhlé.
Kl. 19:41 hélt fundur áfram.

14.Opnun tilboða í verkið "Vorsabær 2018"

1804019

Opnun tilboða í verkið "Vorsabær 2018" fór fram 11. apríl sl.
Alls bárust 2 tilboð í verkið.

Smávélar ehf 89.560.750.-
Aðalleið ehf 88.807.150.-

Kostnaðaráætlun Eflu verkfr. 84.614.300.-

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Aðalleiðar ehf.

15.Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2017 fyrri umræða.

1804005

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2017.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri kynnti ársreikninginn.

Ársreikningurinn er óendurskoðaður við fyrri umræðu en endurskoðendur óska eftir að sá háttur sé hafður á. Þrátt fyrir að endurskoðun sé að mestu lokið geta komið upp skekkjur sem kunna að krefjast leiðréttingar á ársreikningnum. Ýtarlegri bókun vegna ársreiknings verður því lögð fram við síðari umræðu sem fram fer í maí og þá munu endurskoðendur einnig skila skoðunarbréfi sínu.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 82,2 m.kr. en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð kr. 28,4 m.kr.. Heildartekjur A og B hluta eru 2.741 m.kr. og heildarútgjöld án fjármagnsliða 2.460 m.kr.. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A-hluta) er jákvæð um 31 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir hagnaði 2 m.kr.. Eigið fé samstæðu A og B hluta í árslok nam rúmum 1.277 m.kr. skv. efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam um 264 m.kr. eða 9,6 % af heildartekjum. Handbært fé frá rekstri var 144 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 224 m.kr.. Skýrist þessi mismunur með því að óinnheimtar tekjur vegna gatnagerðargjalda eru óvanalega miklar. En gatnagerðargjöld eru yfirleitt að stærstu leyti gerð upp með útgáfu skuldaviðurkenningar til tveggja ára þrátt fyrir að tekjufærast á því ári sem þær eru gefnar út.

Fjárfestingar á árinu 2017 námu 594 m.kr.. Afborganir langtímalána og afborganir leiguskuldar vegna Sunnumarkar nema 209.5 m kr. Tekin ný langtímalán voru 550 m.kr.. Í árslok er hlutfall skulda af tekjum 125,8%. Ef frá er dregin lífeyrisskuldbinding sem fellur til eftir 15 ár eða síðar er skuldahlutfallið 116,4%.

Á árinu 2017 var gjaldfært framlag sveitarfélagsins til lífeyrissjóðsins Brúar rúmlega 74 m.kr. Hefði það ekki komið til hefði rekstrarhagnaður samstæðu numið 156 m.kr.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 20:12.

Getum við bætt efni síðunnar?