Fara í efni

Bæjarstjórn

495. fundur 08. mars 2018 kl. 17:00 - 18:44 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir varaforseti bæjarstjórnar
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Alda Pálsdóttir varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjásdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Varaforseti bæjarstjórnar, Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði.
Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 15.febrúar 2018.

1802002F

Liðir 13, 14 og 15 afgreiddir sérstaklega.

Enginn tók til máls.
Liður 13 "Opnun tilboða í verkið Útboð í jarðvinnu 2018" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboð lægstbjóðenda Arnon ehf.

Liður 14 "Opnun tilboða í verkið Viðgerðir og yfirlagning gatna og stíga í Hveragerði 2018" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboð lægstbjóðenda Hlaðbær Colas ehf.

Liður 15 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa: Frostsprungnar neysluvatnslagnir í Bungubrekku (Gamla Undralandi)" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir aukafjárveitingu.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 1.mars 2018.

1802003F

Liðir afgreiddir sérstaklega 6,9,10,11 og 12.

Eftirtaldir tóku til máls: Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 6 "Bréf frá MAST frá 14. febrúar 2018" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir innlausn á greiðslumarkinu.

Liður 9 "Bréf frá Réttindi lögmannsstofu frá 23. febrúar 2018" afgreiddur sérstaklega.
Garðar R. Árnason lagði fram eftirfarandi tillögu.
Alvarlegur ágreiningur er um hugsanlegt skuggavarp af fyrirhugaðri byggð á Edenreitnum yfir á lóð Garðplöntustöðvarinnar Borgar. Fyrir liggja tvær gjörólíkar álitsgerðir um skuggavarpið. Önnur segir skuggavarpið óverulegt á meðan hin telur skuggavarpið hafa mjög alvarleg áhrif á ræktunarskilyrði garðyrkjustövarinnar. Frjálsir með Framsókn telja mikilvægt að fá skorið úr umfangi og eðli hugsanlegs skuggavarps og leggja því til að bæjarstjórn fái hið snarasta, óháðan aðila með haldgóða þekkingu á skuggavarpi bygginga, til að leggja mat á skuggavarp fyrirhugaðra bygginga á mismunandi árstímum. Mikilvægt er að slíkt mat liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

Klukkan 17:15 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:24 hélt fundur áfram.

Tillagan felld með 6 atkvæðum, Garðar R. Árnason með.

Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum bókun bæjarráðs Garðar R. Árnason á móti.

Liður 10 "Minnisblað frá bæjarstjóra, ný persónuverndarlöggjöf" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að semja við Dattaca labs um þjónustu við greiningu á þeim upplýsingum sem fyrir hendi eru og aðstoð við næstu skref í innleiðingu verkferla sem tryggt geta að Hveragerðisbær fullnægi kröfum er snúa að nýrri löggjöf um persónuvernd.

Liður 11 "Minnisblað frá bæjarstjóra, öryggisvitund vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að Hveragerðisbær verði aðili að rammasamningi þessum.

Liður 12 "Akstursþjónusta fatlaðs fólks" afgreiddur sérstaklega.
Kl. 17:26 var gert fundarhlé.
Kl 17:30 hélt fundur áfram.
Rætt um málið og bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs sem færð var í trúnaraðarmálabók.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 1.mars 2018.

1803003

Liðir afgreiddir sérstaklega 2.

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Garðar R. Árnason, Friðrik Sigurbjörnsson og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Liður 2 "Kambaland, tillaga að breytingu á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.

Bæjarstjórn samþykkir að höfundum deiliskipulagsins verði falið að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kambalands í samræmi við tillögu í minnisblaði byggingarfulltrúa.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Fræðslunefndar frá 20.febrúar 2018.

1803002

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Viktoría Sif Kristinsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn óskar eldri sveit Grunnskólans í Hveragerði í skák til hamingju með Suðurlandsmeistaratitilinn.

5.Fundargerð aðalfundar Fasteignafélags Hveragerðis frá 1.mars 2018.

1803010

Liðir afgreiddir sérstaklega: 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Njörður Sigurðsson, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 7 "Bilun í rafmagnsbúnaði Hamarshallar 13. febrúar 2018" afgreiddur sérstaklega.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar sem þarna eru settar fram en þær geta allar betur tryggt öryggi blástursbúnaðar við höllina. Eins samþykkir bæjarstjórn að boða fulltrúa framleiðanda sem fyrst til Íslands.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Skipan í nefndir og ráð.

1803004

Lagt fram bréf frá Walteri Kristjánssyni þar sem hann segir sig úr Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd og frá Elínborgu Ólafsdóttur þar sem hún segir sig úr Fræðslunefnd.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að Soffía Valdimarsdóttir verði aðalmaður í Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd og Viktoría Sif Kristinsdóttir verði varamaður í þeirri nefnd. Einnig að Hjalti Helgason verði aðalmaður í Fræðslunefnd og Smári Björn Stefánsson verði varamaður í nefndinni.

Bæjarstjórn þakkar Walteri og Elínborgu fyrir góð störf í þágu bæjarins.

7.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

1803011

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 351.856.432, með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 347.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á uppgjöri við Lífeyrissjóðinn Brú sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

8.Bókun með lánum stofnana Héraðsnefndar v.Brúar lífeyrissjóðs.

1803005

Einföld ábyrgð vegna lántöku Héraðsnefndar Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Enginn tók til máls.
Hveragerðisbær samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku eftirfarandi stofnana Héraðsnefndar Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem skiptist á eftirfarandi stofnanir :

Brunavarnir Árnessýslu

að fjárhæð 15.900.000 kr
Byggðasafn Árnesinga

að fjárhæð 14.300.000 kr.
Héraðsskjalasafn Árnesinga
að fjárhæð 10.700.000 kr.
Listasafn Árnesinga

að fjárhæð 4.300.000 kr.
Tónlistarskóli Árnesinga
að fjárhæð 22.100.000 kr.

til allt að 40 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu, Byggðasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga. Hveragerðisbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á A-deild sjóðsins sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Hveragerðis skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu, Byggðasafns Árnesinga, Héraðsskjalasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnananna sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hveragerðisbær selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu, Byggðasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Árnesinga, Listasafni Árnesinga og Tónlistarskóla Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hveragerðisbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hveragerðisbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

9.Minnisblað: Göngustígur milli HNLFÍ og Lækjarbrúnar og gatan Lækjarbrún.

1803006

Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa frá 28. febrúar 2018 vegna göngustígs milli HNLFÍ og Lækjarbrúnar og vegna götunnar Lækjarbrúnar.

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að Hveragerðisbær yfirtaki viðhald göngustígsins norðaustan megin við raðhús á lóðunum Lækjarbrún 17-25 og 26-33. Í því felst viðgerð á göngustígnum jafnframt mun Hveragerðisbær setja upp göngulýsingu meðfram stígnum. Um er að ræða einn lágan ljósastaur á hvorri lóð. HNLFÍ mun eftir sem áður sjá um snjómokstur, sbr. ákvæði í þjónustusamningi. Áætlaður viðgerðarkostnaður og kostnaður við uppsetningu lýsingar er um 0,8 mkr.

Eins samþykkir bæjarstjórn að heimila skipulagsfulltrúa að semja um kostnaðarskiptingu við lagningu framhalds göngustígsins þannig að Hveragerðisbær og lóðarhafi lóðarinnar Lækjarbrún 34-43 skipti með sér til helminga stofnkostnaði við lagningu sambærilegs göngustígs og þegar er kominn. Hveragerðisbær sjái um viðhald stígsins og uppsetningu eins ljósastaurs við stíginn með sama hætti og á lóðum 17-25 og 26-33. Áætluð kostnaðarhlutdeild Hveragerðisbæjar í stofnkostnaði og uppsetningu lýsingar er um 1,1 mkr.

10.Minnisblað: Framkvæmdir á efri hæð sundlaugarhúss.

1803012

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra og byggingarfulltrúa frá 6. mars vegna framkvæmda á efri hæð sundlaugarhúss.

Enginn tók til máls:
Bæjarstjórn samþykkir að bjóða út framkvæmdir við sundlaugarhúsið miðað við þær forsendur í útboðsgögnum sem nú liggja fyrir. Lagt er til að verktíminn verði hafður rúmur og reynt verði að halda lauginni opinni eins og kostur er á meðan á framkvæmdum stendur. Kostnaður við framkvæmdina rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

11.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1.mars 2018.

1803008

Í bréfinu er rætt um Drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

12.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 5. mars 2018.

1803009

Í bréfinu er kynning á útgáfu efnis um íbúasamráð og eins er boðað til fundar um sama efni þann 22. mars n.k.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn þakkar ítarlega og góða skýrslu um íbúasamráð og telur að þarna séu settar fram margar góðar hugmyndir sem nýst geta til að auka samráð við íbúa í hinum ýmsu málum. Bæjarstjórn hvetur áhugasama bæjarfulltrúa og/eða starfsmenn til að sækja kynningarfundinn um íbúasamráð sem haldinn verður þann 22. mars n.k.

Fundi slitið - kl. 18:44.

Getum við bætt efni síðunnar?