Fara í efni

Bæjarstjórn

493. fundur 11. janúar 2018 kl. 17:00 - 17:57 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Berglind Sigurðardóttir varamaður
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Guðjón Óskar Kristjánsson varamaður
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 21.desember 2017.

1712003F

Liðir afgreiddir sértaklega 3,6,7 og 8.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 3 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 8. desember 2017" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Bréf frá Karlakór Hveragerðis frá 18. desember 2017" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Minnisblað frá bæjarstjóra: málefni ungra barna í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 8 "Samningur við HSSH um landvörslu og eftirlit í Reykjadal" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Kynning á áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland.

1801002

Lögð fram kynning á vinnu við áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland. Jafnframt er boðað til kynningarfundar um verkefnið fyrir sveitarstjórnarmenn á Flúðum þann 17. janúar n.k.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn fagnar þeirri metnaðarfullu vinnu sem í gangi er varðandi áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland. Fulltrúar Hveragerðisbæjar munu mæta til fundarins á Flúðum.

3.Langtímaviðbrögð við samfélagslegum áföllum.

1801004

Lögð fram viðbragðsáætlun Almannavarna um langtímaviðbrögð Hveragerðisbæjar vegna samfélagslegra áfalla.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Garðar R. Árnason.
Að gerð áætlunarinnar komu starfsmenn sveitarfélagsins og forystumenn heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu,slökkviliðs, lögreglu og Rauða krossins sem unnu að henni undir stjórn Víðis Reynissonar sérfræðings frá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi. Vill bæjarstjórn þakka þeim aðilum öllum fyrir þeirra framlag.

Áföll geta verið af ýmsum toga bæði fyrirvaralaus og eins áföll sem fyrirséð er að
íbúar ákveðinna svæða munu þurfa að takast á við. Að sjálfsögðu verða viðbrögð
við áföllum að taka mið af aðstæðum hverju sinni, en í raun er þó hægt að notast
við sömu leiðbeiningarnar til þess að takast á við mismunandi áföll.

Sveitarfélagið er ein af grunnstoðum samfélagsins og ber sem slíkt ábyrgð á
margvíslegum þáttum sem snerta allt mannlíf á hverjum stað. Samstillt og
skipulögð vinna við að vinna samfélagið út úr erfiðleikum í kjölfar áfalls mun án
efa ráða miklu um það hversu fljótt allt líf íbúanna kemst aftur í eðlilegt horf og
endurreisn samfélagsins er að fullu lokið.

Bæjarstjórn samþykkir áætlunina og samþykkir um leið að áætlunina skuli yfirfara árlega og endurskoða á fjögurra ára fresti.

Áætlunin verður nú sett á heimasíðu bæjarfélagsins og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að kynna sér hana.

4.Gjaldskrá byggingargjalda 2018, síðari umræða.

1801001

Gjaldskrá byggingargjalda fyrir árið 2018 lögð fram til síðari umræðu.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða og mun hún taka gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.

5.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

1801003

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna lántöku að fjárhæð 100 milljónir.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 100.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins 2018 í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

6.Samkomulag um uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs.

1801005

Lagt fram samkomulag við Brú, lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga vegna uppgjörs til A-deildar og hlutar Hveragerðisbæjar í því en sá hlutur er fundinn útfrá greiðslum iðgjalda vegna starfsmanna bæjarfélagsins. Byggir samkomulagið á samningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu um fjármögnum lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar dags. 19. september 2016. Samkvæmt samkomulaginu ber sveitarfélögum að greiða til Brúar framlög í jafnvægissjóð sem ráðstafað skal til að koma stöðu sjóðsins í jafnvægi miðað við 31. maí 2017. Til lífeyrisaukasjóðs til að mæta framtíðarskuldbindingum vegna lífeyrisauka þeirra sjóðfélaga sem eiga rétt á honum og í varúðarsjóð sem ætlað er að styðja við lífeyrisaukasjóð. Einnig lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem farið er yfir mögulega fjármögnun uppgjörsins.


Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Garðar Rúnar Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið eins og það liggur hér fyrir en í því felst að framlag Hveragerðisbæjar í jafnvægissjóð verður kr. 66.954.441,-. Mun það framlag gjaldfærast á árinu 2017 samkvæmt ákvörðun um reikningsskil. Framlag í lífeyrisaukasjóð verður kr. 252.834.706,- og gjaldfærist á næstu 30 árum. Framlag í varúðarsjóð verður kr. 27.200.715,- og gjaldfærist á næstu 20 árum.
Standa þarf skil á greiðslum vegna allra framlaganna fyrir 31. janúar 2018.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hagstæðustu mögulegu lánakjör vegna greiðslu allra þeirra framlaga sem samkomulagið felur í sér.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:57.

Getum við bætt efni síðunnar?