Fara í efni

Bæjarstjórn

590. fundur 13. febrúar 2025 kl. 17:00 - 18:20 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson aðalmaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir aðalmaður
  • Thelma Rún Runólfsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Þorsteinsson varamaður
  • Snorri Þorvaldsson varamaður
  • Alda Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigmar Karlsson varamaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Alda Pálsdóttir, aldursforseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, setti fund í forföllum Halldórs B. Hreinssonar, forseta bæjarstjórnar, og Söndru Sigurðardóttur, varaforseta bæjarstjórnar, í samræmi við 5. mgr. 7. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.

Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Kosning sérstaks fundarstjóra í samræmi við 5. mgr. 7. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.
Njörður Sigurðsson fékk 7 atkvæði. Njörður Sigurðsson er því kjörinn fundarstjóri og tók við fundarstjórn.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 16. janúar 2025

2501005F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 2.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir, Pétur G. Markan, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Liður 1 "Viðbótarkostnaður vegna skólavistunar utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 2 "Viðbótarkostnaður vegna skólavistunar utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 30. janúar 2025

2501010F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 7.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir, Pétur G. Markan, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Liður 7 "Uppkaup lóða í Tröllatungu, Kambalandi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

3.Fundargerð bæjarráðs frá 6. febrúar 2025

2502001F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.

4.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 14. janúar 2025

2501125

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sigmar Karlsson.
Fundargerðin er staðfest.

5.Fundargerð Öldungaráðs frá 20. janúar 2025

2411009F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.

6.Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 29. janúar 2025

2501009F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 2.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir og Thelma Rún Runólfsdóttir.
Liður 2 "Erindisbréf Samráðshóps um málefni fatlaðs fólks" afgreiddur sérstaklega.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir erindisbréf Samráðshóps um málefni fatlaðs fólks með þeim breytingum á 5. gr. erindisbréfsins að fundir samráðshópsins skuli boðaðir með a.m.k. tveggja (2) sólarhringa fyrirvara. Minnihlutinn situr hjá.

Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Í málefnasamningi meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir yfirstandandi kjörtímabil er lögð áhersla á að tryggja að málefnum fatlaðs fólks sterkari rödd í bæjarstjórn. Stofnun samráðshópsins er liður í þeirri vegferð. Það er því pólitísk ákvörðun núverandi meirihluta að tryggja að rödd fatlaðs fólks fái meira vægi. Það er mikilvægt að fatlað fólk, bæði börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, taki virkan þátt í mótun og veitingu þeirrar þjónustu sem því stendur til boða. Auk einstaklingsmiðaðs samráðs við þjónustuþega er nauðsynlegt að skapa vettvang þar sem fatlað fólk getur látið rödd sína heyrast og haft áhrif á stefnumótun og framkvæmd þjónustunnar. Til að tryggja fullnægjandi þjónustu á þessu sviði er samráð við þennan hóp ómissandi. Í því samhengi er brýnt að samráðshópur um málefni fatlaðs fólks sé starfræktur af fullum krafti í bænum okkar, í samræmi við lögbundna skyldu, til að tryggja að rödd fatlaðs fólks heyrist og hafi vægi í okkar sívaxandi samfélagi.

Njörður Sigurðsson
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Atli Viðar Þorsteinsson
Thelma Rún Runólfsdóttir
Snorri Þorvaldsson

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

7.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. febrúar 2025

2501013F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 7, 9, 10, 11, 12.



Enginn tók til máls.
Liður 7 "Deiliskipulag við Varmá - ósk um breytingu á deiliskipulagi vegna Breiðumerkur 50 og 52" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn hafnar umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Varmá í Hveragerði fyrir lóðirnar Breiðamörk 50 og 52 þar sem tillaga að breyttu deiliskipulagi er ekki í samræmi við upprunaleg kynnt áform lóðarhafa sem voru forsenda fyrir úthlutun lóðanna sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 14. október 2021.

Liður 9 "Deiliskipulag miðbæjar - deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar íþróttahúss" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis vegna íþróttahúss skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum á uppdrætti frá samþykki skipulags- og umhverfisnefndar á fundi hennar. Í lagfæringunum felst að byggingarreitur forrýmis á vesturhlið er lengdur um 1,5 metra, úr 43,5 metrum í 45 metra ,og litakóðar hámarkshæðar í skýringum er víxlað í samræmi við kröfur um hámarkshæð sem fram koma í greinargerð.

Liður 10 "Grænamörk ÍB4" afgreiddur sérstaklega.
Við vinnslu málsins voru gerð þau mistök að nefna svæðið Grænamörk í staðinn fyrir Gróðurmörk.
Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Gróðurmörk - ÍB4 í samræmi við upplegg í tillögu a.

Liður 11 "Breiðamörk 1 - Umfangsflokkur 1" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfisumsókn fyrir 16,4 m2 spennistöð með tilheyrandi 12 hleðslustöðvum á bílastæði lóðar N1 að Breiðumörk 1 án grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem leyfisskyld framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og er ekki talin varða hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Liður 12 "Lóðarblað - Öxl 4, 15, 16 og 17" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir lóðarblað fyrir lóðirnar Öxl 4, 15, 16 og 17.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

8.Lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga

2502011

Lagður fram lánssamningur nr. 2502_07 milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Hveragerðisbæjar.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Pétur G. Markan.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 750.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til nýrrar viðbyggingar leikskóla, þriðja áfanga grunnskóla, gervigrasvallar fyrir knattspyrnu og stækkun á íþróttahúsi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Pétri G. Markan, bæjarstjóra, kt. 160281-5459 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

9.Leigusamningur um atvinnuhúsnæði Vorsabæjarvöllum - gervigrasvöllur

2502056

Lagður fram leigusamningur milli Fasteignafélags Hveragerðis ehf. og Hveragerðisbæjar um atvinnuhúsnæði Vorsabæjarvöllum, Hveragerði, F2217730.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Alda Pálsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir leigusamninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

10.Skipan í nefndir og ráð

2501082

Kosning í nefndir og ráð skv. 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 með síðari breytingum.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir og Alda Pálsdóttir.
Sigríður Anna Hjartardóttir hefur beðist lausnar frá setu í samráðshópi um málefni fatlaðs fólks í Hveragerði. Í stað hennar hefur ÖBÍ tilnefnt Margréti Svanborgu Árnadóttur sem nýjan fulltrúa í samráðshópinn.

Tillaga kom um eftirfarandi fulltrúa í Ungmennaráð:
Aðalmenn:
Hildur Sif Jónsdóttir
Hrafnkell Örn Blöndal Barkarson
Eyvindur Sveinn Lárusson

Varamenn:
Úlfur Þórhallsson
Hrafnhildur Sif Gunnarsdóttir
Theodór Kristinn Matthíasson

Tillögurnar samþykktar samhljóða.

11.Breyting á samþykktum Bergrisans bs.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni síðunnar?