Fara í efni

Bæjarstjórn

490. fundur 12. október 2017 kl. 17:00 - 18:20 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Daði Steinn Arnarsson varamaður
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði forseti fram dagskrárbreytingar tillögu að við bætist 8. liður fundargerð kjörstjórnar og 9. liður kjörskárstofn vegna alþingiskosninga 28. október 2017.
Breytingartillagan samþykkt samhljóða.

1.Fundargerð bæjarráðs 21.september 2017.

1709002F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 6, 7, 8 og 9.

Kl. 17:03 var gert fundarhlé.
Kl. 17:05 hélt fundur áfram.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.

Liður 6 "Lóðarumsókn Vorsabær 5" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Grunnskólinn í Hveragerði - tillaga að viðauka í fjárhagsáætlun frá 19. september 2017" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 8 "Forkaupsréttur Austurmörk 20" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 9 "Minnisblað: Húsakostur á Friðarstöðum" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 4.október 2017.

1709003F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 5 og 6.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 1 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 20. september 2017" afgreiddur sérstaklega.
Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 5 "Minnisblað frá bæjarstjóra vegna húsnæðis frístundaskólans" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Minnisblað frá bæjarstjóra vegna Kambalands" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10.október 2017.

1710013

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3 og 4.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Daði Steinn Arnarson, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 1 "Tillaga að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 - svör við umsögnum og athugasemdum sem bárust" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn hefur kynnt sér ítarlega þær tillögur að svörum sem Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur samþykkt vegna innsendra umsagna og athugasemda við aðalskipulagstillöguna og samþykkir þær. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn þær breytingar sem nefndin leggur til að verði gerðar á aðalskipulagstillögunni sbr. meðfylgjandi minnisblað og breytta aðalskipulagstillögu dags. 10. október 2017. Með þeim breytingum telur bæjarstjórn að komið sé að mestu leyti til móts við þær umsagnir og athugasemdir sem gerðar voru við tillöguna.
Bæjarstjórn vill þakka þeim Guðmundi F. Baldurssyni skipulagsfulltrúa, Oddi Hermannssyni og Svanhildi Gunnlaugsdóttur hjá Landformi ehf fyrir afar faglega og góða vinnu við gerð aðalskipulagsins.
Kl. 17:23 var gert fundarhlé.
Kl. 17:28 hélt fundur áfram.
Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Undirrituð, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra, samþykkja nýtt aðalskipulag í Hveragerði með eftirfarandi bókun. Þann 10. september 2015 og 12. janúar 2017 lögðu undirrituð fram tillögu um að gert yrði varðveislumat á gróðurhúsum í Hveragerði og að varðveislumatið yrði lagt til grundvallar verndun einstakra gróðurhúsa í bænum sem myndi nýtast við gerð aðalskipulags sem nú er verið að samþykkja. Ástæða tillögunnar voru áhyggjur af því að gróðurhús væru að hverfa úr bæjarmynd Hveragerðis en þau er eitt af megineinkennum bæjarins. Fyrri tillöguna felldu sjálfstæðismenn og afgreiðslu seinni tillögunnar var frestað til næsta bæjarstjórnarfundar. Síðan þá hefur lítið verið unnið í málinu og enginn niðurstaða um afgreiðslu þess verið lögð fram. Undirrituð harma þessa afgreiðslu málsins og benda á að eðlileg og vönduð stjórnsýsla sé að afgreiða allar tillögur sem fara fyrir bæjarstjórn en ekki að láta þær daga uppi.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Liður 2 " Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk - Svar við athugasemd sem barst".
Bæjarstjórn samþykkir að leyfilegt hlutfall íbúða á lóðinni Sunnumörk 4 verði 30% í stað 0% og breytingu sem gerð hefur verið á framlögðum deiluskipulagsuppdrætti.

Liður 3 " Tillaga að nýju deiliskipulagi á Edenreit - Svör við athugasemdum sem bárust" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hús á lóð G verði einnar hæðar í stað 1-2 hæða.
Bæjarstjórn samþykkir að hús á lóð L verði tveggja hæða í stað 2-3 hæða og að hús á lóð J verði einnar hæðar í stað tveggja hæða.
Bæjarstjórn samþykkir að byggingarreitur á lóð auðkenndri með bókstafnum B verði minnkaður til suðurs um u.þ.b. 3 metra.
Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir göngustíg á milli Eden lóðarinnar og Þelamerkur 52-54.

Liður 4 " Hraunbær 1, ósk um stækkun lóðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að lóðin Hraunbær 1-3 verði ekki stækkuð að svo stöddu en málið tekið upp aftur við gerð deiliskipulags fyrir svæði sunnan við Hótel Örk.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð fræðslunefndar frá 13.september 2017.

1710010

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar frá 13.september 2017.

1710011

Liðir afgreiddir sérstaklega: 4.

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 4 " reglur Skóla- og Velferðaþjónustu Árnesþings um ferðaþjónustu fatlaðs fólks" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð Landsmótsnefndar 50 frá 3.október 2017.

1710016

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Fundargerð NOS frá 29.september 2017.

1710014

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð kjörstjórnar frá 11.október 2017.

1710017

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Unnur Þormóðsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að hafa tvær kjördeildir á kjördag frá kl. 13:00 til kl. 17:00.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.Kjörskrárstofn vegna alþingiskosninga 28.október 2017.

1710018

Á kjörskrá Hveragerðis eru 2.018 manns.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Kjörskrárstofninn samþykktur samhljóða. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga þann 28. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

10.Minnisblað bæjarstjóra: Flutningar leikskólans Undralands.

1710015

Lagt fram minnisbælað frá bæjarstjóra vegna flutnings leikskólans Undralands.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar sem fram koma í minnisblaðinu. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að formleg vígsla leikskólans fari fram þann 10. nóvember. Bæjarstjóra og leikskólastjóra er falið að undirbúa athöfn af því tilefni.

11.Þjónustusamningur Listasafn Árnesinga 2018-2020.

1710012

Lagður fram þjónustusamningur við Listasafn Árnesinga 2018-2020.

Eftirtaldir tóku til máls:Eyþór H. Ólafsson, Viktoría Sif Kristinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Unnur Þormóðsdóttir.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni síðunnar?