Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Liður 2 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 26. september 2023
2302004
Á fundi bæjarstjórnar 1. nóvember 2023 var samþykkt að fresta afgreiðslu á lið 2 "Árhólmar - deiliskipulagsbreyting" í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 26. september 2023 þar til búið væri að gera endanlegt samkomulag við lóðarhafa. Drög að samningi milli Hveragerðisbæjar og Reykjadalsfélagsins ehf. um kaup á byggingarrétti, úthlutun lóða og uppbyggingu á Árhólmasvæði auk fylgigagna er afgreiddur sérstaklega undir lið 3.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Árhólma með áorðnum breytingum eftir auglýsingatíma í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. september 2023.
2.Fundargerð bæjarráðs frá 15. febrúar 2024
2402004F
Liður afgreiddur sérstaklega: 12.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Andri Helgason.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Andri Helgason.
Liður 12 "Minnisblað vegna ráðningar í barnavernd" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að ráðinn verði starfsmaður í fullt starf til að sinna barnaverndarmálum á velferðarsviði Hveragerðisbæjar. Viðauka við fjárhagsáætlun kr. 9.000.000,- verði mætt af handbæru fé.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir að ráðinn verði starfsmaður í fullt starf til að sinna barnaverndarmálum á velferðarsviði Hveragerðisbæjar. Viðauka við fjárhagsáætlun kr. 9.000.000,- verði mætt af handbæru fé.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
3.Fundargerð bæjarráðs frá 22. febrúar 2024
2402007F
Liður afgreiddur sérstaklega: 4.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Liður 4 " Samningur um uppbyggingu á Árhólmasvæðinu" afgreiddur sérstaklega.
Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Í stefnu Hveragerðisbæjar, sem núverandi meirihluti lét vinna og var samþykkt á síðasta ári, er lögð áhersla á að hafa náttúruna í fyrirrúmi, heilsueflingu og blómlegt atvinnulíf. Sá samningur sem hér liggur fyrir við Reykjadalsfélagið um uppbyggingu á Árhólmasvæðinu er í takt við þessi markmið bæjarins og styrkir Ölfusdal enn frekar í sessi sem aðdráttarafl fyrir þá sem vilja njóta útivistar- og heilsutengdrar ferðaþjónustu. Uppbyggingin á Árhólmasvæðinu og rekstur í kjölfarið mun enn fremur renna styrkari stoðum undir atvinnulífið í Hveragerði og skapa fleiri atvinnutækifæri innan bæjarmarkanna. Með samningum fær Reykjadalsfélagið úthlutað lóðum og greiðir Hveragerðisbæ fyrir byggingarrétt af þeim ásamt því að standa undir kostnaði við alla uppbyggingu á svæðinu á árunum 2024-2028 og er verðmæti þessa samnings á milli 800 og 900 m.kr.
Andri Helgason
Atli Viðar Þorsteinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Minnihluti bæjarstjórnar tók undir bókun meirihlutans.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Í stefnu Hveragerðisbæjar, sem núverandi meirihluti lét vinna og var samþykkt á síðasta ári, er lögð áhersla á að hafa náttúruna í fyrirrúmi, heilsueflingu og blómlegt atvinnulíf. Sá samningur sem hér liggur fyrir við Reykjadalsfélagið um uppbyggingu á Árhólmasvæðinu er í takt við þessi markmið bæjarins og styrkir Ölfusdal enn frekar í sessi sem aðdráttarafl fyrir þá sem vilja njóta útivistar- og heilsutengdrar ferðaþjónustu. Uppbyggingin á Árhólmasvæðinu og rekstur í kjölfarið mun enn fremur renna styrkari stoðum undir atvinnulífið í Hveragerði og skapa fleiri atvinnutækifæri innan bæjarmarkanna. Með samningum fær Reykjadalsfélagið úthlutað lóðum og greiðir Hveragerðisbæ fyrir byggingarrétt af þeim ásamt því að standa undir kostnaði við alla uppbyggingu á svæðinu á árunum 2024-2028 og er verðmæti þessa samnings á milli 800 og 900 m.kr.
Andri Helgason
Atli Viðar Þorsteinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Minnihluti bæjarstjórnar tók undir bókun meirihlutans.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
4.Fundargerð Öldungaráðs frá 14. febrúar 2024
2402090
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Eyþór H. Ólafsson.
Fundargerðin er staðfest.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:37.
Getum við bætt efni síðunnar?
Forseti bauð Atla Viðar Þorsteinsson velkominn á sinn fyrsta fund.
Bæjarstjórn óskar blakliði karla Íþróttafélagsins Hamars til hamingju með bikarmeistaratitilinn.