Fara í efni

Bæjarstjórn

569. fundur 09. nóvember 2023 kl. 17:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson forseti bæjarstjórnar
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Snorri Þorvaldsson
  • Alda Pálsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 16. október 2023

2310006F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 25. október 2023

2310007F

Liðir afgreiddir sérstaklega 11 og 12.Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Sandra Sigurðardóttir.
Liður 11 "Bréf frá stjórn íþróttafélagsins Hamars frá 29. september 2023" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að tækjakaupin verði styrkt að hluta til samræmis við fyrri afgreiðslur bæjaryfirvalda á slíkum beiðnum félagsins og að íþróttafélagið Hamar hljóti þannig 3.000.000 kr. í styrk frá Hveragerðisbæ vegna kaupanna. Þar sem vinna við fjárhagsáætlunargerð fyrir komandi ár er nú í farvegi og ekki er heimild fyrir þessum fjárútlátum í fjárhagsáætlun ársins 2023 leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að endanlegri afgreiðslu styrkbeiðninnar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024.

Liður 12 "Bréf frá Styrktarfélagi Klúbbsins Stróks ódagsett" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að styrkja klúbbinn um kr. 150.000.-

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð bæjarráðs frá 2. nóvember 2023

2310010F

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð velferðar- og fræðslunefndar frá 11. október 2023

2310002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1.Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Sandra Sigurðardóttir, Alda Pálsdóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Liður 1 "Erindisbréf Velferðar og fræðslunefndar" afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir erindisbréfið en vill þó breyta lið 8 um að fundargerðin verði lögð fram til samþykktar en ekki til kynningar. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

Alda Pálsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun.
Undirritaður bæjarfulltrúi gerir athugasemdi við að forföll mín og varamanns míns, sem ég tilkynnti vegna fundar velferðar og fræðslunefndar 11. október, sé ekki bókuð í fundargerðinni.

Alda Pálsdóttir

5.Fundargerð Skólanefndar frá 11. október 2023

2310004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 2.Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Sandra Sigurðardóttir.

Liður 2 "Erindisbréf skólanefndar" afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir erindisbréfið en vill þó breyta lið 10 um að fundargerðin verði lögð fram til samþykktar en ekki til kynningar. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

Alda Pálsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun.
Undirritaður bæjarfulltrúi gerir athugasemdi við að forföll mín og varamanns míns, sem ég tilkynnti vegna fundar skólanefndar 11. október, sé ekki bókuð í fundargerðinni.

Alda Pálsdóttir

6.Fundagerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 31. október 2023.

2310009F

Liðir afgreiddir sérstaklega 2,3,4 og 5.Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Sandra Sigurðardóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.Liður 2 "Styrkumsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að styðja umsókn Reykjadalsfélagsins til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til nýframkvæmda stígagerðar og endurnýjunar þegar gerðra stíga.

Liður 3 "Þórsmörk 3 - fyrirspurn um breytt byggingaráform" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna að nýju umsókn um byggingarleyfi og leggur nú til að grenndarkynna í samræmi við 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir allri Þórsmörk á milli Breiðamerkur og Reykjamerkur. Grenndarkynning nær nú til: Þórsmerkur 1, 1a, 2, 4 - 9, 9a, 10, 12 og 14, Breiðamörk 14 og 16, Reykjamörk 13 og 15 auk Fljótsmerkur 2, 4 og 6-12.

Liður 4 "Gróðurmörk 3 - flutningur á gróðurhúsi, grenndarkynning" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingu gróðurhúss á lóð Gróðurmerkur 3 í samræmi við 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til: Birkimerkur 2-8 og 10-16, auk Smyrlaheiði 1-9, 14-18 og 24-27.

Liður 5 "Fagrihvammur - nýbygging, grenndarkynning" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi á lóð Fagrahvamms 1 í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Reykjamerkur 22 og Fagrahvamms 3. Bæjarstjórn bendir á að tryggja þarf aðkomu að lóðum Fagrahvamms og Gulrótarhvamms með þinglýstri kvöð á lóð nýbyggingar Fagrahvamms.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2023 vegna fjárfestinga

2311098

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra frá 3. nóvember 2023 vegna viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna fjárfestinga. Fjárfestingar lækki um 520 m.kr. og á móti komi lækkun á teknum nýjum langtíamalánum.Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir, Alda Pálsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Geir Sveinsson og Dagný Sigurbjörnsdóttir.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Við fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2023 var samþykkt að fjárfesta fyrir 1273 m.kr. þar sem aðkallandi var uppbygging nauðsynlegra innviða. Í upphafi árs varð það ljóst að skolphreinsistöðin þoldi enga bið sem og vaxtarumhverfi og óða verðbólga breyttu miklu fyrir rekstur skuldsetts bæjarfélags. Ákveðið var að forgangsraða enn betur og fresta framkvæmdum sem hægt var til að aðlaga okkur að þeim ytri aðstæðum í fjármálaumhverfinu. Það má sem sanni segja að allt önnur mynd blasir við nú en fyrir ári síðan og allar áætlanir um fjárfestingar og lántökur þurfti að endurskoða vegna þessa.

Hörfað var frá uppbyggingu Hamarshallarinnar í þeirri mynd sem áætlað var í upphafi og nýrra leiða leitað. Leikskólabyggingin sem til stóð að reisa í Kambalandi var frestað og hagkvæmari lausnir hafa nú verið fundnar. Við þessa forgangsröðun lækkar því fjárfesting ársins 2023 um 520 m.kr. sem breytir miklu hvað reksturinn og skuldahlutfall varðar.

Sandra Sigurðardóttir
Njörður Sigurðsson
Dagný Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Snorri Þorvaldsson.

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Það eru veruleg vonbrigði að ekki hafi gengið betur en raun ber vitni að byggja upp innviði fyrir íþróttastarf og leikskólaþjónustu síðan nýr meirihluti tók við. Farið hefur verið af stað með algerlega óraunhæfar hugmyndir um hönnun og uppbyggingu sem síðan hefur komið í ljós að eru alltof dýrar fyrir bæjarfélagið. Auk þess hefur þessi vegferð kostað verulega bæði fjármuni og tíma til skaða fyrir samfélagið. Því miður kemur þetta ekki á óvart því allt frá upphafi þessa kjörtímabils hefur nýr meirihluti ekki gert sér grein fyrir fjárhagslegri getu bæjarfélagsins og þar af leiðandi ekki sniðið sér stakk eftir vexti í þeim verkefnum sem þau hafa farið af stað með. Þá væri gott að fá skýringar á því að ekki skuli hafi tekist að endurnýja klæðninguna á heimili fyrir fatlaða sem ætti að vera tiltölulega einföld framkvæmd?

Alda Pálsdóttir
Eyþór H. Ólafsson

Viðaukinn samþykktur samhljóða.

8.Viðauki við fjárhagsáætlun 2023 vegna byggðasamlaga og samstarfsverkefna

2311097

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra frá 3. nóvember 2023 vegna viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna byggðasamlaga og samstarfsverkefna.Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri.
Viðaukinn samþykktur samhljóða.

9.Endurskoðun aðalskipulags Hveragerðisbæjar

2310124

Lagðir fram samningar við sérfræðinga vegna gerðar nýs aðalskipulags og eins staðfesting á greiðslu kostnaðarframlags úr Skipulagssjóði.Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samningana samhljóða.

10.Samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands fyrri umræða

2311100

Lagðar fram til fyrri umræðu samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands.Enginn tók til máls.
Samþykkt að vísa samþykktunum til síðari umræðu.

11.Fyrirspurn frá D-listans

2311099

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-listans:1. Heimilar núverandi aðal- og deiliskipulag þá notkun á húsi sem ætluð er á Vorsabæjarreitnum með leigu á iðnaðarhúsnæði fyrir íþróttastarf?

2. Hvenær var byggingarleyfið gefið út á húsnæðið?

3. Er byggingarleyfið í samræmi við byggingarreglugerð HMS og deiliskipulag svæðisins?

4. Er búið að samþykkja breytingar á lóðamörkum á lóðum 8 og 10 við Vorsabæ?

5. Deiliskipulagsflöturinn sem um ræðir var samþykktur sem lóðir fyrir hreinlega atvinnustarfsemi 19.5.2019. Hefur því verið breytt? Ef já hvenær var það gert?

6. Skv. deiluskipulagsskilmálum frá 2019 er hámarks mænishæð frá gólfkóta 10,0 metrar. Dugir sú hæð til æfinga og keppni í þeim greinum sem hér eru iðkaðar?

7. Þá ítrekum við spurningar okkar frá síðasta bæjarstjórnarfundi sem ekki hefur enn verið svarað.

I. Er það venju samkvæmt að formaður skipulagsnefndarinnar eða starfsmaður bæjarfélagsins sæki um stækkun lóðar án þess að fram komi að lóðarhafi hafi óskað þess, og þá væntanlega fyrir hönd lóðarhafa?

II. Telur meirihluti O og B lista í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að formaður Skipulags- og umhverfisnefndar hafi verið hæfur við afgreiðslu á umsókn um breytingu á lóðamörkum milli lóðanna við Vorsabæ 8 og 10 á fundi Skipulags- og umhverfisnefndar 26.9.2023?

Benda má á að formaður Skipulags- og umhverfisnefndar er framkvæmdaaðili verksins m.a. byggingarstjóri og telja má líklegt að hann hafi fjárhagslegra hagsmuna að gæta við að erindið um stækkun lóðarinnar verði samþykkt. Ætla má því að hann sé vanhæfur skv. 2.mgr. 20.gr. sveitarstjórnarlaga.Alda Pálsdóttir

Eyþór H. ÓlafssonEftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Geir Sveinsson og Sandra Sigurðardóttir.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi svör.

1. Núgildandi aðalskipulag tilgreinir að svæði AT2 er óbyggt svæði, að hluta til deiliskipulagt og landnotkun er tilgreind sem svæði fyrir garðyrkju, verkstæði, iðngarða og aðra almenna atvinnustarfsemi. Núgildandi deiliskipulag gerir í skilmálum ráð fyrir sömu landnotkun.

2. Byggingaráform voru samþykkt 25. febrúar 2022, byggingarleyfi var gefið út 13. september 2023.

3. Byggingarleyfið er í samræmi við deiliskipulag og byggingareglugerð.

4. Það er ekki búið að samþykkja deiliskipulag með breyttum lóðamörkum á milli Vorsabæjar 8 og 10 og þar af leiðandi er ekki búið að samþykkja breytt lóðamörk.

5. Gildandi deiliskipulag var samþykkt þann 9. maí 2019 og tók gildi þann 19. júní 2019. Ekki er búið að samþykkja breytingu á því síðan.

6. Húsið er samþykkt sem iðnaðarhús, hámarks hæð húss er 10m, samþykkt hús er 7,402m að hæð og því innan skipulagsskilmála.

7.I Hvorki formaður skipulags- og umhverfisnefndar né starfsmaður bæjarfélagsins hafa sótt sérstaklega um stækkun lóðar enda liggja ekki slík gögn fyrir hjá bænum.

7.II Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar þakkar fyrir þessar ábendingar og benda á að meirihlutinn hafnaði erindinu á bæjarstjórnarfundi þann 1. nóvember sl. þar sem komið hafi í ljós formgallar voru bæði við umsókn og meðferð málsins. Lóðarhafi hefur fengið leiðbeiningar um hvernig hann eigi að sækja um ef hann hefur áhuga á því að stækka lóðina til að byggja stærra húsnæði. Jafnframt hefur verið farið yfir hæfisreglur sveitarstjórnarlaga og samþykktir sveitarfélagsins við formann nefndarinnar.

Sandra Sigurðardóttir
Njörður Sigurðsson
Dagný Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Snorri Þorvaldsson.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?