Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fundargerð bæjarráðs frá 20. september 2023
2309005F
Liðir afgreiddir sérstaklega 6.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sigmar Karlsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sigmar Karlsson.
Liður 6 "Viðauki við fjárhagsáætlun - stuðningsúrræði Bungubrekka" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir viðaukann og að fjárhæð fari af lykli 21010-9980 Til síðari ráðstöfunar.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
2.Fundargerð bæjarráðs frá 5. október 2023
2310001F
Liðir afgreiddir sérstaklega 12, 13, 16 og 17.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson og Geir Sveinsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson og Geir Sveinsson.
Liður 12 "Sjóðurinn góði - styrktarbeiðni" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að styrkja Sjóðinn góða um kr. 100.000,-.
Liður 13 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir viðauka upp á kr. 79.100.000.- vegna kjarasamningsbundna hækkana á laun niður á deildir eins og fram kemur í beiðninni. Útgjöldunum verði mætt með auknum tekjum af útsvari.
Liður 16 "Umsókn um lóð" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.
Liður 17 "Lóðaskipti við Hólmabrún" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaskiptin.
Kl. 17:11 var gert fundarhlé.
Kl. 17:32 hélt fundur áfram.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Liður 13 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir viðauka upp á kr. 79.100.000.- vegna kjarasamningsbundna hækkana á laun niður á deildir eins og fram kemur í beiðninni. Útgjöldunum verði mætt með auknum tekjum af útsvari.
Liður 16 "Umsókn um lóð" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.
Liður 17 "Lóðaskipti við Hólmabrún" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaskiptin.
Kl. 17:11 var gert fundarhlé.
Kl. 17:32 hélt fundur áfram.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
3.Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 26. september 2023
2309002F
Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 12 og 13
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Sigmar Karlsson og Halldór B. Hreinsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Sigmar Karlsson og Halldór B. Hreinsson.
Liður 1 "Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar" er afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og að kanna frekar grein 8 hvort fundir skipulags- og umhverfisnefndar verði lagðir fram til kynningar eða samþykktar í bæjarstjórn. Fulltrúar minnihlutans á móti.
Liður 2 "Árhólmar - deiliskipulagsbreyting" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til búið er að gera endanlegt samkomulag við lóðarhafa.
Liður 3 "Dynskógar 22" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir grenndarkynnt byggingaráform með breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2023.
Liður 4 "Aðalskipulagsbreyting Öxl 6" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að hafna framlagðri skipulagslýsingu og tillögu að breyttu aðalskipulagi og vísa tillögum að skipulagsbreytingum inn í yfirstandandi vinnu við gerð aðalskipulags Hveragerðisbæjar.
Liður 5 "Deiliskipulagsbreyting á Öxl 6" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að hafna framlagðri tillögu að deiliskipulagi og vísa tillögum að skipulagsbreytingum inn í yfirstandandi vinnu við gerð aðalskipulags Hveragerðisbæjar.
Liður 6 "Athafnasvæði við Vorsabæ - deiliskipulagsbreyting vegna Vorsabæjar 8 og 10" er afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.
Kl. 17:58 var gert fundarhlé.
Kl. 18:02 hélt fundur áfram.
Liður 7 "Laufskógar 41 - umsókn um gerð bílastæða" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að hafna gerð bílastæða á bæjarlandi en leggja í hendur umhverfisfulltrúa að fjarlægja stíg nær lóðamörkum.
Liður 8 "Bláskógar 9 - breytingar á bílskúr grenndarkynning" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Grenndarkynning nær til Frumskóga 6 og 8 og Bláskóga 6,7 og 11.
Liður 9 "Þórsmörk 3 - fyrirspurn um breytt byggingaráform" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Grenndarkynning nær til Þórsmerkur 1a, 4 og 5 og Fljótsmerkur 2,4 og 6-12.
Liður 10 "Heiðmörk 21 - umsókn um að fella hverfisverndað tré" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að heimila niðurfellingu trésins.
Liður 12 "Hólmabrún 10 og 12 - fyrirspurn um niðurfellingu á stíg" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að hafna beiðninni.
Liður 13 "Heiðmörk 53 - gisting í flokki II grenndarkynning" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsókn um gistileyfi í flokki II í samræmi við skilmála aðalskipulags. Grenndarkynning nær til Heiðmerkur 51, 55, 60, 62 og 64 a-d.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Liður 2 "Árhólmar - deiliskipulagsbreyting" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til búið er að gera endanlegt samkomulag við lóðarhafa.
Liður 3 "Dynskógar 22" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir grenndarkynnt byggingaráform með breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2023.
Liður 4 "Aðalskipulagsbreyting Öxl 6" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að hafna framlagðri skipulagslýsingu og tillögu að breyttu aðalskipulagi og vísa tillögum að skipulagsbreytingum inn í yfirstandandi vinnu við gerð aðalskipulags Hveragerðisbæjar.
Liður 5 "Deiliskipulagsbreyting á Öxl 6" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að hafna framlagðri tillögu að deiliskipulagi og vísa tillögum að skipulagsbreytingum inn í yfirstandandi vinnu við gerð aðalskipulags Hveragerðisbæjar.
Liður 6 "Athafnasvæði við Vorsabæ - deiliskipulagsbreyting vegna Vorsabæjar 8 og 10" er afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.
Kl. 17:58 var gert fundarhlé.
Kl. 18:02 hélt fundur áfram.
Liður 7 "Laufskógar 41 - umsókn um gerð bílastæða" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að hafna gerð bílastæða á bæjarlandi en leggja í hendur umhverfisfulltrúa að fjarlægja stíg nær lóðamörkum.
Liður 8 "Bláskógar 9 - breytingar á bílskúr grenndarkynning" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Grenndarkynning nær til Frumskóga 6 og 8 og Bláskóga 6,7 og 11.
Liður 9 "Þórsmörk 3 - fyrirspurn um breytt byggingaráform" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Grenndarkynning nær til Þórsmerkur 1a, 4 og 5 og Fljótsmerkur 2,4 og 6-12.
Liður 10 "Heiðmörk 21 - umsókn um að fella hverfisverndað tré" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að heimila niðurfellingu trésins.
Liður 12 "Hólmabrún 10 og 12 - fyrirspurn um niðurfellingu á stíg" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að hafna beiðninni.
Liður 13 "Heiðmörk 53 - gisting í flokki II grenndarkynning" er afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsókn um gistileyfi í flokki II í samræmi við skilmála aðalskipulags. Grenndarkynning nær til Heiðmerkur 51, 55, 60, 62 og 64 a-d.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
4.Skipan í nefndir og ráð
2310045
Kosning fulltrúa O-lista í Menningar- atvinnu og markaðsnefnd og sjötta fulltrúa í SASS og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ásamt varamönnum.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Sandra Sigurðardóttir.
Tillaga kom um nýja fulltrúa O-lista í Menningar-atvinnu og markaðsnefnd Sandra Sigurðardóttir verði formaður, Einar Alexander Haraldsson verði aðalmaður, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir verði varamaður og Sigurður Markússon verði varamaður. Aðalfulltrúi á Ársfund SASS verði Eyþór H. Ólafsson og varafulltrúar verði Sigmar Karlsson og Ingibjörg Zoega Björnsdóttir. Aðalfulltrúi á aðalfund HES verði Alda Pálsdóttir og varafulltrúar verði Sigmar Karlsson og Ingibjörg Zoega Björnsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Tillagan samþykkt samhljóða.
5.Tilkynning til bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar um fyrirhugaða undirskriftarsöfnun vegna óska um borgarfund varðandi íþróttaaðstöðu í Hveragerði
2310044
Í bréfinu frá Írisi Brá Svarvarsdóttur frá 9. október 2023 segir frá fyrirhugaðri undirskriftasöfnun vegna óska um borgarafund vegna íþróttaaðstöðu í Hveragerði.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hefja undirbúning að undirskriftasöfnun í samræmi við 2. gr. reglugerðar um undirskriftasafnanir nr. 154/2013 og felur skrifstofustjóra allan nauðsynlegan undirbúning. Á kjörskrá eru 2498 og því þurfa 250 einstaklingar að skrifa undir til að undirskriftasöfnunin teljist gild skv. 108. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
6.Fyrirspurn frá fulltrúum D-listans - vegna breytinga á samþykktum Hveragerðisbæjar
2310041
Á bæjarstjórnarfundi í júní sl. óskuðu fulltrúar D-listans eftir útreikningum á þeirri hagræðingu sem ætlunin var að ná fram með breytingum á samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar. Við upphaf breytinga á samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar sögðu bæjarfulltrúar meirihlutans að breytingarnar væru meðal annars gerðar í hagræðingarskyni. Í ljósi þess að svo virðist sem að um sama fjölda nefnda og nefndarmanna sé að ræða eftir breytingar, þá óskum við fulltrúar D-listans eftir útreikningum á þeirri hagræðingu sem ætlunin var að ná fram með breytingunum.
Þá teljum við ný hlutverk sumra nefnda vera verulega óljós. Einnig bendum við á að hlutverk Velferðar- og fræðslunefndar og skólanefndar skarist.
Eyþór H. Ólafsson
Sigmar Karlsson
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Sandra Sigurðardóttir.
Þá teljum við ný hlutverk sumra nefnda vera verulega óljós. Einnig bendum við á að hlutverk Velferðar- og fræðslunefndar og skólanefndar skarist.
Eyþór H. Ólafsson
Sigmar Karlsson
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Sandra Sigurðardóttir.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun sem svar við fyrirspurn D-listans.
Breyting á samþykktum Hveragerðisbæjar voru orðnar nauðsynlegar vegna breytts lagaumhverfis sveitarfélaganna. Samþykktir Hveragerðisbæjar voru orðnar 10 ára gamlar og íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað mikið á sama tíma eða um rúmlega eitt þúsund. Það kallar á aukna þjónustu. Breytingar á samþykktum bæjarins í heild sinni voru því ekki gerðar einvörðungu í hagræðingarskyni.
Upphaflega var lagt af stað í úttektina með það að markmiði að ná skuldahlutfallinu niður, sýna ábyrga fjármálastjórn, ná fram ákveðinni hagræðingu m.a. með kostnaðarhagræðingu í nefndum og ráðum á vegum bæjarins, en samhliða leita leiða til aukinnar virkni og þátttöku í t.d. ungmenna og öldungaráði, koma á vettvangi fyrir notendur félagsþjónustunnar til að koma röddum sínum á framfæri og bæta þjónustu og stjórnsýslu bæjarins. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og því miður ekki mikið svigrúm þar sem tekjustofnar bæjarins eru litlir. Áherslan var því lögð á að auka tekjustofna bæjarins, meðal annars með því að leggja aukinn þunga í atvinnumálinn, auka framboð atvinnu og íbúðarhúsnæðis til að ná inn auknum tekjum. Þarft er að ná fram stærðarhagkvæmni og fjölbreyttum hópi íbúa. Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar sýnir glögga mynd af því hvernig íbúfjölgunin þróast og með auknum íbúum sjáum við hærri tekjur og meiri möguleika á hagræðingu sem skilar okkur betri rekstrartölum. Vinna að fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2024 er hafin og verða drögin kynnt á næsta fundi bæjarstjórnar þar sem sjá má hvernig hvernig áætlanir um skuldahlutfallið koma til með að þróast til lengri tíma.
Í endanlegri mynd skipulags nefnda og ráða sem koma fram í breyttum samþykktum má sjá að ekki er um fækkun nefnda- og ráða að ræða en með breyttri skipan eru lagaleg skilyrði betur uppfyllt, meðal annars með stofnun notendaráðs, sameiginlegri umgjörð fræðslu- og velferðarnefndar með samþættingu þjónustu að markmiði með hliðsjón af farsældarlögum. Því til viðbótar hefur meirihlutinn hug á því að gera fundarsetu þeirra sem starfa í ráðum á vegum bæjarins, þ.e. öldunga-, ungmenna- og notendaráð félagsþjónustu, launuð eins og í öðrum nefndum á vegum bæjarins til að tryggja betur virkni þeirra ráða og undirstrika að þau hafa verðmætt framlag fram að bjóða til málefna bæjarins. Það er því ekki svo að með breyttu skipulagi sé beinn kostnaður við fundarsetu í nefndum og ráðum lækkaður en við metum það sem svo að með bættu fyrirkomulagi sjáum við fram á lækkaðan kostnað með bættri stjórnsýslu og bættri þjónustu við íbúa sem stuðlar m.a. að fækkun erfiðra mála, að einstaklingar sem þurfi á stuðningi að halda séu gripnir fyrr í ferlinu, í því sé viðhaldið samfellu ásamt því að það fækki kærumálum og minnki kostnaður við lögfræðiráðgjöf á vegum bæjarins svo eitthvað sé nefnt.
Erindisbréfin teljum við vera skýr og skilgreina verksvið hverrar nefndar fyrir sig. Má þó nefna nýtt fyrirkomulag þar sem skólanefndinni er skipt upp í tvennt. Ástæða þess er að sveitarfélagið Ölfus á og rekur með Hveragerðisbæ menntastofnanir bæjarins og eiga því samkvæmt lögum fulltrúa í skólanefnd Hveragerðisbæjar en eiga ekki erindi inn á velferðarfundi. Innleiðing farsældarlaganna og breytt regluverk sem þeim fylgja gerði það að verkum að ákveðið var að hafa Velferðar og fræðslunefnd saman svo hægt væri að fara eftir og samtvinna þessi mál hvað íbúa Hveragerðisbæjar varðar í takt við það sem farsældin tekur á um. Þess má geta að sömu fulltrúar sitja í Skólanefnd og Velferðar og fræðslunefnd.
Sandra Sigurðardóttir
Njörður Sigurðsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson.
Breyting á samþykktum Hveragerðisbæjar voru orðnar nauðsynlegar vegna breytts lagaumhverfis sveitarfélaganna. Samþykktir Hveragerðisbæjar voru orðnar 10 ára gamlar og íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað mikið á sama tíma eða um rúmlega eitt þúsund. Það kallar á aukna þjónustu. Breytingar á samþykktum bæjarins í heild sinni voru því ekki gerðar einvörðungu í hagræðingarskyni.
Upphaflega var lagt af stað í úttektina með það að markmiði að ná skuldahlutfallinu niður, sýna ábyrga fjármálastjórn, ná fram ákveðinni hagræðingu m.a. með kostnaðarhagræðingu í nefndum og ráðum á vegum bæjarins, en samhliða leita leiða til aukinnar virkni og þátttöku í t.d. ungmenna og öldungaráði, koma á vettvangi fyrir notendur félagsþjónustunnar til að koma röddum sínum á framfæri og bæta þjónustu og stjórnsýslu bæjarins. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og því miður ekki mikið svigrúm þar sem tekjustofnar bæjarins eru litlir. Áherslan var því lögð á að auka tekjustofna bæjarins, meðal annars með því að leggja aukinn þunga í atvinnumálinn, auka framboð atvinnu og íbúðarhúsnæðis til að ná inn auknum tekjum. Þarft er að ná fram stærðarhagkvæmni og fjölbreyttum hópi íbúa. Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar sýnir glögga mynd af því hvernig íbúfjölgunin þróast og með auknum íbúum sjáum við hærri tekjur og meiri möguleika á hagræðingu sem skilar okkur betri rekstrartölum. Vinna að fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2024 er hafin og verða drögin kynnt á næsta fundi bæjarstjórnar þar sem sjá má hvernig hvernig áætlanir um skuldahlutfallið koma til með að þróast til lengri tíma.
Í endanlegri mynd skipulags nefnda og ráða sem koma fram í breyttum samþykktum má sjá að ekki er um fækkun nefnda- og ráða að ræða en með breyttri skipan eru lagaleg skilyrði betur uppfyllt, meðal annars með stofnun notendaráðs, sameiginlegri umgjörð fræðslu- og velferðarnefndar með samþættingu þjónustu að markmiði með hliðsjón af farsældarlögum. Því til viðbótar hefur meirihlutinn hug á því að gera fundarsetu þeirra sem starfa í ráðum á vegum bæjarins, þ.e. öldunga-, ungmenna- og notendaráð félagsþjónustu, launuð eins og í öðrum nefndum á vegum bæjarins til að tryggja betur virkni þeirra ráða og undirstrika að þau hafa verðmætt framlag fram að bjóða til málefna bæjarins. Það er því ekki svo að með breyttu skipulagi sé beinn kostnaður við fundarsetu í nefndum og ráðum lækkaður en við metum það sem svo að með bættu fyrirkomulagi sjáum við fram á lækkaðan kostnað með bættri stjórnsýslu og bættri þjónustu við íbúa sem stuðlar m.a. að fækkun erfiðra mála, að einstaklingar sem þurfi á stuðningi að halda séu gripnir fyrr í ferlinu, í því sé viðhaldið samfellu ásamt því að það fækki kærumálum og minnki kostnaður við lögfræðiráðgjöf á vegum bæjarins svo eitthvað sé nefnt.
Erindisbréfin teljum við vera skýr og skilgreina verksvið hverrar nefndar fyrir sig. Má þó nefna nýtt fyrirkomulag þar sem skólanefndinni er skipt upp í tvennt. Ástæða þess er að sveitarfélagið Ölfus á og rekur með Hveragerðisbæ menntastofnanir bæjarins og eiga því samkvæmt lögum fulltrúa í skólanefnd Hveragerðisbæjar en eiga ekki erindi inn á velferðarfundi. Innleiðing farsældarlaganna og breytt regluverk sem þeim fylgja gerði það að verkum að ákveðið var að hafa Velferðar og fræðslunefnd saman svo hægt væri að fara eftir og samtvinna þessi mál hvað íbúa Hveragerðisbæjar varðar í takt við það sem farsældin tekur á um. Þess má geta að sömu fulltrúar sitja í Skólanefnd og Velferðar og fræðslunefnd.
Sandra Sigurðardóttir
Njörður Sigurðsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson.
7.Fyrirspurn frá fulltrúum D-listans - vegna framkvæmda við nýtt hjúkrunarheimili
2310042
Bæjarfulltrúar D-listans hafa lagt mikla áherslu á að tryggja áframhaldandi bættan aðbúnað heimilismanna sem búa á hjúkrunarheimilinu Ási og um leið að veita íbúum í Hveragerði þann kost að geta búið áfram í sínum heimabæ. Á síðasta kjörtímabili hófst samvinna Hveragerðisbæjar og ríkisins í að setja af stað útboðsferli við byggingu 22 hjúkrunarrýma. Með þeim framkvæmdum átti tvíbýlum á hjúkrunarheimilinu að verða útrýmt. Samkvæmt samningnum átti nýtt hjúkrunarheimili að opna árið 2024. Hver er staðan á framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili í Hveragerði? Hefur einhver vinna verið lögð í þetta málefni á þessu kjörtímabili? Ef já hver er sú vinna? Hvenær er áætlað að nýtt hjúkrunarheimili verði tekið í notkun?
Eyþór H. Ólafsson
Sigmar Karlsson
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Geir Sveinsson.
Eyþór H. Ólafsson
Sigmar Karlsson
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Geir Sveinsson.
Bæjarstjóri Geir Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun við fyrirspurn D-listans.
Á fundi bæjarstjórnar í desember 2021 var lagður fram samningur við Framkvæmdasýslu Ríkiseigna og Heilbrigðisráðuneytis þar sem samið er um verkaskiptingu og vinnutilhögun við áætlanagerð og verklega framkvæmd vegna fyrirhugaðs nýs Hjúkrunarheimilis Áss í Hveragerði, Hverahlíð 19.
Í samningnum kemur fram að verkkaupar, þ.e. Hveragerðisbær með 15% greiðsluhlutfall og Heilbrigðisráðuneytið með 85% greiðsluhlutfall fela Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum umsjón með undirbúningi, áætlanagerð og verklegri framkvæmd vegna framangreinds verkefnis.
Frá því að samningurinn var lagður fyrir hefur fyrirhuguð framkvæmd farið tvisvar sinnum í útboð án árangurs, þ.e. engin tilboð bárust í verkið.
Í Heilbrigðisráðuneytinu hefur átt sér stað ákveðin vinna í samvinnu við Framkvæmdasýslu Ríkiseigna sem varðar fyrirhugað hjúkrunarheimili og möguleg næstu skref. Snýr sú vinna meðal annars að stækkunarmöguleikum á lóðinni og/eða fjölgun hæða þar sem rýmum væri fjölgað úr 22 í 40 og sömuleiðis breyttum eignarhaldsáherslum með það í huga að koma verkefninu áfram.
Niðurstaða úr þessari vinnu liggur ekki enn fyrir en gera má þó ráð fyrir að Heilbrigðisráðuneytið vilji funda með bæjarstjórn á næstu vikum til að ræða stöðuna og hugsanlegar leiðir til þess að koma verkefninu áfram.
Geir Sveinsson.
Á fundi bæjarstjórnar í desember 2021 var lagður fram samningur við Framkvæmdasýslu Ríkiseigna og Heilbrigðisráðuneytis þar sem samið er um verkaskiptingu og vinnutilhögun við áætlanagerð og verklega framkvæmd vegna fyrirhugaðs nýs Hjúkrunarheimilis Áss í Hveragerði, Hverahlíð 19.
Í samningnum kemur fram að verkkaupar, þ.e. Hveragerðisbær með 15% greiðsluhlutfall og Heilbrigðisráðuneytið með 85% greiðsluhlutfall fela Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum umsjón með undirbúningi, áætlanagerð og verklegri framkvæmd vegna framangreinds verkefnis.
Frá því að samningurinn var lagður fyrir hefur fyrirhuguð framkvæmd farið tvisvar sinnum í útboð án árangurs, þ.e. engin tilboð bárust í verkið.
Í Heilbrigðisráðuneytinu hefur átt sér stað ákveðin vinna í samvinnu við Framkvæmdasýslu Ríkiseigna sem varðar fyrirhugað hjúkrunarheimili og möguleg næstu skref. Snýr sú vinna meðal annars að stækkunarmöguleikum á lóðinni og/eða fjölgun hæða þar sem rýmum væri fjölgað úr 22 í 40 og sömuleiðis breyttum eignarhaldsáherslum með það í huga að koma verkefninu áfram.
Niðurstaða úr þessari vinnu liggur ekki enn fyrir en gera má þó ráð fyrir að Heilbrigðisráðuneytið vilji funda með bæjarstjórn á næstu vikum til að ræða stöðuna og hugsanlegar leiðir til þess að koma verkefninu áfram.
Geir Sveinsson.
8.Tillaga frá bæjarfulltrúum D-listans varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja
2310043
Fulltrúar D-listans leggja til að fallið verði frá áformum meirihlutans um leigu á atvinnuhúsnæði fyrir neðan þjóðveg sem notast á sem íþróttamannvirki. Í stað þess leggja fulltrúar D-listans til að þegar í stað verði ráðist í hönnun og byggingu viðbyggingar við núverandi íþróttahús við Skólamörk. Viðbyggingin verði hönnuð í samvinnu við íþróttafélagið Hamar en almennt miðað við að hún nýtist sem flestum íþróttagreinum.
Greinargerð
Allt frá því að meirihluti bæjarráðs samþykkti tillögu síðasta sumar um leigu á atvinnuhúsnæði fyrir neðan þjóðveg til íþróttaiðkunnar hefur skapast mikil óánægja í samfélaginu með þá ákvörðun. Bent hefur verið á að mikil hætta geti skapast fyrir iðkendur þegar þeir ferðast til og frá íþróttamannvirkinu og auk þess er um að ræða athafnasvæði sem ekki er skipulagt fyrir íþróttamannvirki. Með tillögunni fylgdi engin kostnaðaráætlun en ætla má að leigukostnaður á fjórum árum verði um 70 milljónir króna auk kostnaðar við að gera húsið hæft til íþróttaiðkunnar. Varðandi rekstrarkostnað á húsinu má ætla að starfsmannakostnaður verði á bilinu 60-80 milljónir á fjórum árum auk annars rekstrarkostnaðar. Viðbyggingin sem hér er lögð til gæti verið um 700fm af stærð og eftir samtöl við fagaðili má ætla að byggingarkostnaður verði um 500 þúsund á fermetra eða samtals um 350 milljónir króna.
Eyþór H. Ólafsson
Sigmar Karlsson
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Greinargerð
Allt frá því að meirihluti bæjarráðs samþykkti tillögu síðasta sumar um leigu á atvinnuhúsnæði fyrir neðan þjóðveg til íþróttaiðkunnar hefur skapast mikil óánægja í samfélaginu með þá ákvörðun. Bent hefur verið á að mikil hætta geti skapast fyrir iðkendur þegar þeir ferðast til og frá íþróttamannvirkinu og auk þess er um að ræða athafnasvæði sem ekki er skipulagt fyrir íþróttamannvirki. Með tillögunni fylgdi engin kostnaðaráætlun en ætla má að leigukostnaður á fjórum árum verði um 70 milljónir króna auk kostnaðar við að gera húsið hæft til íþróttaiðkunnar. Varðandi rekstrarkostnað á húsinu má ætla að starfsmannakostnaður verði á bilinu 60-80 milljónir á fjórum árum auk annars rekstrarkostnaðar. Viðbyggingin sem hér er lögð til gæti verið um 700fm af stærð og eftir samtöl við fagaðili má ætla að byggingarkostnaður verði um 500 þúsund á fermetra eða samtals um 350 milljónir króna.
Eyþór H. Ólafsson
Sigmar Karlsson
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar fagnar framkominni tillögu minnihlutans, enda rímar hún að vissu leyti vel við það sem var samþykkt var á fundi bæjarráðs þann 10. ágúst síðastliðinn. Það er gott að sjá að nú er bæjarstjórnin öll sammála um að ráðast í framtíðarlausnir í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Það er einnig gott að geta skapað sátt í samfélaginu og lítum við á tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem tilraun til þess. Hér er rifjuð upp bókun í bæjarráði:
,,Á sama tíma verði haldið áfram áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar eins og fjárhagur sveitarfélagsins leyfir. Nýtt verði sú fjárfesting sem bærinn á í grunni Hamarshallarinnar og byggt ofan á hann. Einnig verði sú vinna, sem nú þegar hefur verið lagt í, með uppbyggingu Hamarshallarinnar í áföngum. Þá kemur til greina að kanna samstarf við fasteingafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar sé það hagkvæmt fyrir sveitarfélagið. Einnig verður skoðaður sá kostur að stækka íþróttahús við Skólamörk.“
Það er því þegar í gangi vinna við skoðun þess kosts að stækka íþróttahúsið við Skólamörk samhliða því að komið verði upp skammtímaaðstöðu í leiguhúsnæði og unnið nánar að uppbyggingarleiðum varðandi Hamarshöllina. Því miður hefur sú vinna ekki leitt í ljós þær lágu kostnaðartölur við viðbyggingu við íþróttahúsið við Skólamörk sem minnihlutinn leggur upp með í tillögu sinni. Leggjum við til að halda öllu opnu sem komið er af stað við uppbyggingu íþróttamannvirkja til að tryggja bætta aðstöðu sem fyrst. Við viljum einnig kanna hug bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna á því að halda þessu samtali áfram og ræða sama um þessi mál í vikunni. Leggur meirihluti bæjarstjórnar því fram svohljóðandi breytingartillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hvort möguleiki er á stækkun á íþróttahúsi við Skólamörk fyrir verðið 350 milljónir, eins og fulltrúar minnihluta leggja fram. Bæjarstjórn samþykkir einnig að halda samtalinu gangandi milli meiri- og minnihluta vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja.
Kl. 18:42 var gert fundarhlé.
Kl. 18:54 hélt fundur áfram.
Breytingartillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar fagnar framkominni tillögu minnihlutans, enda rímar hún að vissu leyti vel við það sem var samþykkt var á fundi bæjarráðs þann 10. ágúst síðastliðinn. Það er gott að sjá að nú er bæjarstjórnin öll sammála um að ráðast í framtíðarlausnir í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Það er einnig gott að geta skapað sátt í samfélaginu og lítum við á tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem tilraun til þess. Hér er rifjuð upp bókun í bæjarráði:
,,Á sama tíma verði haldið áfram áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar eins og fjárhagur sveitarfélagsins leyfir. Nýtt verði sú fjárfesting sem bærinn á í grunni Hamarshallarinnar og byggt ofan á hann. Einnig verði sú vinna, sem nú þegar hefur verið lagt í, með uppbyggingu Hamarshallarinnar í áföngum. Þá kemur til greina að kanna samstarf við fasteingafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar sé það hagkvæmt fyrir sveitarfélagið. Einnig verður skoðaður sá kostur að stækka íþróttahús við Skólamörk.“
Það er því þegar í gangi vinna við skoðun þess kosts að stækka íþróttahúsið við Skólamörk samhliða því að komið verði upp skammtímaaðstöðu í leiguhúsnæði og unnið nánar að uppbyggingarleiðum varðandi Hamarshöllina. Því miður hefur sú vinna ekki leitt í ljós þær lágu kostnaðartölur við viðbyggingu við íþróttahúsið við Skólamörk sem minnihlutinn leggur upp með í tillögu sinni. Leggjum við til að halda öllu opnu sem komið er af stað við uppbyggingu íþróttamannvirkja til að tryggja bætta aðstöðu sem fyrst. Við viljum einnig kanna hug bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna á því að halda þessu samtali áfram og ræða sama um þessi mál í vikunni. Leggur meirihluti bæjarstjórnar því fram svohljóðandi breytingartillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hvort möguleiki er á stækkun á íþróttahúsi við Skólamörk fyrir verðið 350 milljónir, eins og fulltrúar minnihluta leggja fram. Bæjarstjórn samþykkir einnig að halda samtalinu gangandi milli meiri- og minnihluta vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja.
Kl. 18:42 var gert fundarhlé.
Kl. 18:54 hélt fundur áfram.
Breytingartillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:20.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í upphafi fundar var samþykkt eftirfarandi bókun.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar óskar Frístundamiðstöðinni Bungubrekku og starfsfólki hennar innilega til hamingju með tilnefningu hennar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023 fyrir fagmennsku í frístundastarfi, metnaðarfulla innleiðingu á gæðaviðmiðum og miðlun á starfi sínu innan sem utan Hveragerðis. Bungubrekka er tilnefnd í flokk A: Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur. Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki, til skóla eða annarrar menntastofnunar, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Íbúar Hveragerðisbæjar mega vera stoltir af því frábæra starfi sem fram fer á vegum Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku og fagnar bæjarstjórn þeim árangri sem hefur náðst í þróun starfsins á síðustu árum.