Fara í efni

Bæjarstjórn

566. fundur 14. september 2023 kl. 17:00 - 18:25 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson forseti bæjarstjórnar
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Andri Helgason varamaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Sigmar Karlsson varamaður
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði forseti fram tvær dagskrárbreytingartillögur að við fundarboð bættist liður 1 "Kosning varaforseta á þessum fundi".
Einnig lagði forseti til að liði 3 verði skipt upp í tvo liði sem verði liður 4 "Ráðning í starf bæjarritara" og liður 5 "Ráðning í starf menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa". Aðrir liðir í fundarboði breytist eftir þessu. Dagskrárbreytingartillögur samþykktar samhljóða.

1.Kosning varaforseta á þennan fund.

2309061

Þar sem enginn varaforseti er á fundinum var kosið um varaforseta fyrir þennan fund.
Tillaga kom um að Sandra Sigurðardóttir verði varaforseti á þessum fundi. Tillagan samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 7. september 2023

2309001F

Liðir afgreiddir sérstaklega 11, 14 og 15.Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir, Eyþór H. Ólafsson og Dagný Sigurbjörnsdóttir.
Liður 11 "Bréf frá Hrafni A. Harðarsyni, Elísabetu K. Jökulsdóttur, Normu E. Samúelsdóttur og Pjetri Hafstein Lárussyni frá 21. ágúst 2023" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 14 "Lóðaúthlutun við Varmá" afgreiddur sérstaklega. Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir véku af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð og Sandra Sigurðardóttir tók við fundarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir úthlutunina.

Liður 15 "Opnun tilboða Leikskólinn Óskaland, Jarðvinna" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægst bjóðenda, Aðalleiðar ehf.

Kl. 17:15 var gert fundarhlé.
Kl. 17:24 hélt fundur áfram.

Fundargerði að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundadagatal bæjarráðs og bæjarstjórnar 2023-2024

2309055

Lagt fram fundadagatal fyrir bæjarráð og bæjarstjórn sem gildir frá september 2023 fram til miðjan júní 2024.Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Dagatalið samþykkt samhljóða.
Samþykkt að bæjarráðsfundur sem ætti að vera 21. september færist yfir á 20. september vegna Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

4.Ráðning bæjarritara á bæjarskrifstofu Hveragerðis

2309056

Starf bæjarritara var auglýst 29. júní 2023. Alls bárust þrettán umsagnir um starfið en fjórir drógu sig til baka og voru níu umsóknir metnar í ráðningarferlinu.Fulltrúi frá O-lista, fulltrúi frá B-lista og bæjarstjóri/ skrifstofustjóri ásamt ráðgjafa frá Vinnvinn ráðningum mátu umsóknirnar og tóku viðtöl. Fulltrúm D-lista var boðið að vera með en þau sáu sér ekki fært að mæta.Eftirtaldir aðilar tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Írisi Bjargmundsdóttir í starf bæjarritara. Bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við hana.

5.Ráðning menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa

2309062

Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir véku af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð og Sandra Sigurðardóttir tók við fundarstjórn.Starf menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa var auglýst 29. júní 2023. Alls bárust tuttugu og sex umsóknir um starfið, þrír drógu sig til baka og voru tuttugu og þrjár umsóknir metnar.

Fulltrúi frá O-lista, fulltrúi frá B-lista og bæjarstjóri/ skrifstofustjóri ásamt ráðgjafa frá Vinnvinn ráðningum mátu umsóknirnar og tóku viðtöl. Fulltrúm D-lista var boðið að vera með en þau sáu sér ekki fært að mæta.Eftirtaldir aðilar tóku til máls: Sandra Sigurðardóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Sigríði Hjálmarsdóttur í starf menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa. Bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi.

6.Fyrirspurn frá D- lista

2309058

Fulltrúar D-listans leggja fram fyrirspurn um þann kostnað sem hefur fallið til sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili vegna þjónustu frá fyrirtækinu KPMG?Greinargerð

Allt frá því að nýr meirihluti tók við hefur verið áberandi í afgreiðslu ýmissa mála að ráðgjöf og þjónusta frá fyrirtækinu KPMG hefur verið gríðarleg. Vissulega þarf sveitarfélagið stundum að leita sér ráðgjafar og þjónustu en fulltrúum D-listans hefur þótt þetta vera helst til mikið. Hluti af þessari þjónustu er kostnaður vegna stefnumótunarvinnu Hveragerðisbæjar,kostnaður vegna ráðgjafar við fjárhagsáætlunargerð og ýmislegt fleira.Þess vegna spyrja fulltrúar D-listans hversu mikill kostnaður hefur fallið til sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili vegna þjónustu frá fyrirtækinu KPMG?Óskað er eftir sundurliðuðu yfirliti yfir þau verkefni sem KPMG hefur unnið fyrir Hveragerðisbæ ásamt kostnaði við hvert verkefni fyrir sig.Eyþór Ólafsson

Sigmar KarlssonEftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi svar við fyrirspurninni.

Heildarkostnaður vegna þjónustukaupa Hveragerðisbæjar við KPMG á þessu kjörtímabili hefur verið kr. 15.283.105. Þar af eru kr. 476.505 vegna álitsgerðar vegna fjárfestinga tengda viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði sbr. 66. gr. sveitarstjórnarlaga, kr. 1.306.600 vegna aðstoðar og ráðgjafar við líkan í fjárhagsáætlun og kr. 13.500.000 vegna samnings um úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar, vinnu við gerð stefnumótunar, vinnu við undirbúning skipulagsbreytinga, þ.m.t. við skipurit, nýjar samþykktir og erindisbréf fyrir nefndir bæjarins.

Hveragerðisbær hefur alla tíð nýtt þjónustu aðila í ýmsum verkefnum bæjarins, þ.m.t. í skipulagsmálum, lögfræðilegum málefnum og ráðgjöf um stjórnsýslu og stjórnsýsluúttektir. Til samanburðar má geta þess að árin 2012-2013 vann Haraldur Líndal að úttekt á rekstri Hveragerðisbæjar og var kostnaður kr. 4.973.338 sem er á verðlagi dagsins í dag um kr. 7.400.000 en um nokkuð umfangsminna verkefni var ræða en hefur verið innt af hendi KPMG. Kostnaður á þjónustukaupum frá Haraldi Líndal vegna úttektar á rekstri Hveragerðisbæjar árin 2012-2013 voru 0,3% af heildartekjum A og B hluta Hveragerðisbæjar árið 2012. Kostnaður vegna þjónustukaupa af KPMG vegna ofangreindra verkefna 2022-2023 var 0,3% af heildartekjum A og B hluta Hveragerðisbæjar árið 2022. Þá má einnig benda á að þjónustukaup Hveragerðisbæjar vegna verkfræði- og arkitektaþjónustu á síðustu þremur árum hefur verið um 70 m.kr. á ári.

Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Dagný Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Andri Helgason.

7.Tillaga frá O lista og B lista um gjaldfrjálsa klukkustund í leikskóla

2309057

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að tvær klukkustundir á dag verði gjaldfrjálsar í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2023.Greinargerð:

Haustið 2022 var samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að gera eina klukkustund á dag gjaldfrjálsa í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar læra börnin á skapandi hátt og í gegnum leik allt milli himins og jarðar. Sveitarfélögin bera meginábyrgð á skólahaldi, byggingu og reksturs leikskóla. Sveitarfélögunum er einnig skylt að tryggja börnum dvöl á leikskóla og mikilvægt er að öll börn hafi tækifæri á því að sækja fyrsta skólastigið sem leikskólinn er. Samkvæmt gjaldskrá Hveragerðisbæjar er leikskólagjaldið fyrir 8 tíma 28.000.- krónur á mánuði.Í málefnasamningi meirihlutans er lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar

og kemur þar skýrt fram að vilji sé til að létta undir með barnafjölskyldum. Stefnir meirihlutinn þannig á sex tíma gjaldfrjálsa leikskóladvöl í skrefum á kjörtímabilinu. Var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 gert ráð fyrir því að haustið 2023 yrðu gjaldfrjálsar klukkustundir á leikskólum orðnar tvær og með því lækkuð enn frekar gjöld foreldra leikskólabarna. Meirihlutinn leggur því fram þá tillögu að tvær klukkustundir á dag verði gjaldfrjálsar í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2023.Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Njörður Sigurðsson

Sandra Sigurðardóttir

Andri HelgasonEftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Sigmar Karlsson og Sandra Sigurðardóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillöguna. Fulltrúar D-listans sátu hjá.

8.Samningur við Landferðir um akstur skólabarna frá Bungubrekku til æfinga á vegum íþróttafélagsins Hamars

2309059

Lagður fram samningur við Landferðir vegna akstur skólabarna frá Bungubrekku til æfinga á vegum íþróttafélagsins Hamars skólaárin 2023-2024 og 2024-2025.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Getum við bætt efni síðunnar?