Fara í efni

Bæjarstjórn

565. fundur 07. júní 2023 kl. 17:00 - 19:13 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Andri Helgason varamaður
  • Alda Pálsdóttir
  • Sigmar Karlsson varamaður
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Varaforseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 22. maí 2023

2305001F

Liðir afgreiddir sérstaklega 7, 8, 9 og 11.
Enginn tók til máls.
Liður 7 "Bréf frá Varmá frá 17. maí 2023" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 8 "Bréf frá Tónræktinni frá 19. maí 2022" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 9 "Samkomulag um breytingar á samningi um greiðslu gistináttagjalds" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar.

Liður 11 "Álit frá KPMG samkvæmt 66. gr. vegna framkvæmda við grunnskólann" afgreiddur sérstaklega.
Sigmar Karlsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Stéttarfélagið ehf vegna tilboðs þeirra í viðbyggingu við grunnskólann. Fulltrúi D-listans sátu hjá.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 1. júní 2023

2305008F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1 og 4.
Enginn tók til máls.
Liður 1 "Niðurfelling leikskólagjalda vegna verkfalls BSRB starfsmanna" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að leikskólagjöld verði felld niður þær stundir sem börnin geta ekki mætt í skólann. Það er að segja, þegar vistunartími er skertur eða ekki er unnt að bjóða upp á hádegismat. Kostnaðurinn verður endurgreiddur til foreldra í lok tímabilsins, þegar samningar hafa náðst.

Liður 4 "Greiðsluþátttaka lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 30. maí 2023

2305007F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Alda Pálsdóttir.
Liður 1 "Tívolíreitur - deiliskipulagsbreyting" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir óverulega deiliskipulagsbreytingu Tívolíreitar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er óveruleg og varðar ekki hagsmuni annarra en Hveragerðisbæjar og lóðarhafa.

Liður 2 "Borgarheiði 20 - lóðarblað" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fella stíginn út, stækka lóð að Borgarheiði 20 til suðurs að lóðamörkum Borgarheiðar 18 og uppfæra lóðablað til samræmis við ákvörðun.

Liður 3 "Hólmabrún 18 og 20 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi"
Bæjarstjórn heimilar lóðarhafa að breyta gildandi deiliskipulagi til þess heimila tveggja hæða hús vegna landhalla og til samræmis við önnur hús í götunni. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna með lóðarhöfum í að skilgreina nýtingarhlutfall lóðar og byggingarfulltrúa í að endurreikna byggingaréttargjöld á lóðir í samræmi við aukna nýtingu. Vakin er athygli á að lóðarhafi þarf að setja upp dælubrunna, á eigin kostnað frá báðum húsum, vegna þess að hæðarkóti heimaæðar er hærri en botnplata neðri hæðar miðað við innsend gögn.

Liður 7 "Breyting á deiliskipulagi Edenreits vegna Þelamerkur 52-54 og 56" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir óverulega deiliskipulagsbreytingu Edenreits vegna Þelamerkur 52-54 og 56 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er óveruleg og varðar ekki hagsmuni annarra en Hveragerðisbæjar og lóðarhafa.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð fræðslunefndar frá 24. maí 2023

2305004F

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Alda Pálsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð menningar-íþrótta og frístundanefndar frá 16. maí 2023

2305002F

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Fulltrúar D-listans fagna því að nú sé kominn aðili á vegum bæjarins sem sér um skipulagningu hinna ýmsu hátíða og viðburða í Hveragerði en furða jafnframt á því að meirihluti bæjarstjórnar hafi hafnað tillögu fulltrúa D-listans á bæjarstjórnarfundi þann 12 janúar síðastliðinn varðandi málefnið. Þá lögðu fulltrúar D-listans til að verkefnisstjóri yrði ráðinn á vegum bæjarins til þess að halda utan um skipulagningu og stýringu á hátíðarhaldi í Hveragerði en þeirri tillögu var hafnað af meirihluta bæjarstjórnar. Nokkrum vikum síðar virðist vera að meirihlutinn hafi farið þvert gegn því sem var ákveðið á bæjarstjórnarfundi þann 12. janúar og ráðið verkefnisstjóra líkt og fulltrúar D-listans lögðu til. Þessi vinnubrögð hugnast fulltrúum D-listans ekki og teljum við að betra hefði verið að samþykkja tillöguna þann 12. janúar og vinna málið í pólitískri sátt frá upphafi.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson


Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð umhverfisnefndar frá 31. maí 2023

2305006F

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Alda Pálsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Samkomulag um barnaverndarþjónustu Ölfus og Hveragerði

2306019

Lagt fram samkomulag milli Hveragerðis og Ölfus um barnaverndarþjónustu.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir og Geir Sveinsson.
Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið.

8.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar, síðari umræða

2305097

Lögð fram til síðari umræðu samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir, Dagný Sigurbjörnsdóttir, Sigmar Karlsson og Sandra Sigurðardóttir.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Við upphaf breytinga á samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar sögðu bæjarfulltrúar meirihlutans að breytingarnar væru meðal annars gerðar í hagræðingarskyni. Í ljósi þess að svo virðist sem að um sama fjölda nefnda og nefndarmanna sé að ræða eftir breytingar, þá óskum við fulltrúar D-listans eftir útreikningum á þeirri hagræðingu sem ætlunin var að ná fram með breytingunum.
Þá teljum við ný hlutverk sumra nefnda verulega óljós þar sem engin erindisbréf liggja fyrir á þessum fundi. Einnig bendum við á að hlutverk Velferðar- og fræðslunefndar og skólanefndar skarist.
Í ljósi framangreinds sitjum við hjá við afgreiðslu málsins.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Kl 17:40 var gert fundarhlé.
Kl 17:54 hélt fundur áfram.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Í fyrirliggjandi drögum að samþykktum kemur skýrt fram hver verkefni nýrra nefnda eru. Það á því ekki að vera bundið vandkvæðum fyrir alla flokka að átta sig á verksviði nefndanna og hverjir séu hæfir til nefndarsetu fyrir þeirra hönd.

Drög að erindisbréfum nýrra nefnda verða lögð fyrir á fyrsta fundi hverrar nefndar fyrir sig á haustmánuðum. Með þeim hætti geta nýskipaðar nefndir haft áhrif á efni erindisbréfanna þar sem nánari útfærsla verkefna nefndanna og því hvernig nefndirnar starfa er útlistuð.

Bent er á að þó nefndirnar séu jafn margar og áður er mikil vinnuhagræðing fólgin í nýju skipuriti og með því fæst betri og skilvirkari þjónusta fyrir bæjarbúa, en farið verður nánar yfir þessar skipuritsbreytingar undir næsta fundarlið. Auk þess er með þessum breytingum bætt úr umgjörð notendaráða hjá bæjarfélaginu sem er afar mikilvægt, en til að mynda hefur hingað til ekki verið starfandi notendaráð félagsþjónustu á vegum bæjarins líkt og lögbundin skylda stendur til. Sömuleiðis er samhliða nýju skipuriti lagt upp í vinnu við að virkja ungmennaráðið betur undir nýrri umgjörð í samvinnu við forstöðumann frístundar. Varðandi kostnað er bent á að sumar nefndanna munu ekki funda jafn oft og hefbundið hefur verið og má þar nefna skólanefndina sem ekki er gert ráð fyrir að fundi oftar en 3 sinnum á ári að jafnaði.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Sandra Sigurðardóttir
Njörður Sigurðsson
Halldór Benjamín Hreinsson
Andri Helgason

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar og vísar þeim til auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. Fulltrúar D-listans sátu hjá.

9.Stjórnskipulag Hveragerðisbæjar

2306018

Lagt fram nýtt stjórnskipulag fyrir Hveragerðisbæ.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir, Halldór B. Hreinsson og Sandra Sigurðardóttir.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Starfsumhverfi sveitarfélaga hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áherslur löggjafans taka stöðugum breytingum ásamt kröfu um vandaða og skilvirka stjórnsýslu. Lagaumhverfið hefur tekið hvað mestum breytingum í fræðslu- og velferðarmálum og aukin áhersla er á samþættingu þjónustu. Breyting stjórnskipulags bæjarins tekur mið af þessum breytingum og við þá stefnumörkun löggjafans. Íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað mikið undanfarin ár eða um rúmlega eitt þúsund íbúa á síðustu 10 árum. Aukin íbúafjöldi kallar á aukna þjónustu á öllum sviðum, þar er stjórnsýsla bæjarins ekki undanskilin. Þá hefur Hveragerðisbær tekið við verkefnum sem áður voru hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem felur í sér meira umfang í rekstri og stjórnsýslu. Í nýju stjórnskipuriti er sviðunum skipt upp í þrennt, Fjármála- og stjórnsýslusvið, Fjölskyldusvið og Skipulags- og umhverfissvið. Frá því að úttektin og vinnan við nýtt skipurit hófst hafa orðið breytingar í starfsmannahópnum og við það sköpuðust ný tækifæri sem nauðsynlegt var að bregðast við. Menningar- íþrótta- og frístundafulltrúi hætti störfum og staða atvinnu- menningar- og markaðsfulltrúa kemur í hans stað. Með tilkomu bæjarritara er verið að styrkja stjórnsýslu og verklag Hveragerðisbæjar með aukinni þekkingu og hæfni á lagaumhverfi og stjórnsýslu sveitarfélaga. En samhliða þessari breytingu verður gerð breyting á verkefnum skrifstofustjóra sem geti einbeitt sér enn betur að fjárhagslegum verkefnum sveitarfélagsins.

Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Andri Helgason.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir stjórnskipulagið. Fulltrúar D-lista sátu hjá.

10.Stefna Hveragerðisbæjar 2023-2028

2306020

Lögð fram stefna Hveragerðisbæjar fyrir árin 2023-2028.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Halldór B. Hreinsson, Alda Pálsdóttir, Dagný S. Sigurbjörnsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Við upphaf kjörtímabilsins var ákveðið af nýjum meirihluta að setja af stað stefnumótunarvinnu fyrir Hveragerðisbæ með það að markmiði að skapa skýrari sýn fyrir bæinn inn í framtíðina og setja í forgrunn sameiginlegar áherslur bæjarbúa, atvinnulífsins, starfsfólks bæjarins og kjörinna fulltrúa um uppbyggingu og þróun samfélagsins í Hveragerði. Leitað var eftir áherslum frá öllum framangreindum aðilum með íbúakönnun á vef bæjarins og fundum með atvinnulífinu, íbúum og starfsfólki bæjarins og er þeim öllum þakkað fyrir góða vinnu. Við stefnumótunarvinnu er mikilvægt að fá sem flest sjónarmið að borðinu til þess að stefnumótunin hafi sem breiðastan hljómgrunn, svo hún geti haft þau áhrif sem henni er ætlað og endurspegli sem best það sem við sem samfélag stöndum fyrir og þann árangur sem við viljum ná í Hveragerði. Til að hafa möguleika á samkeppnisforskoti í ört breytilegu umhverfi er eftirsóknarvert að hafa skýra stefnu og áætlun um hvernig skal takast á við hið ókomna og óþekkta.

Okkur þykir afar vænt um bæjarfélagið okkar og okkur er annt um í hvaða átt það stefnir. Þessi atriði skipta miklu þegar við drögum línurnar um hvernig líf, umhverfi og umgjörð við viljum skapa íbúum Hveragerðisbæjar, hvers lags fyrirtæki við viljum laða hingað í bæ og hvernig atvinnurekstur við viljum ýta undir að blómstri hér í bæ. Stefnumótunin hefur veigamikil áhrif á hvernig við markaðssetjum bæinn okkar, ekki einungis gagnvart atvinnulífinu heldur líka fólki sem við viljum laða hingað í búsetu ásamt ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, og svona mætti lengi telja. Með stefnumótuninni eru dregnar fram þær meginforsendur sem við erum sammála um að eigi að hafa í forgrunni við ákvarðanatöku og stjórnsýslu Hveragerðisbæjar. Með henni er markað í hvaða átt við ætlum að stefna í sameiningu til þess að skapa hér til framtíðar samfélag sem við getum öll unað vel við ásamt því að greindir eru styrkleikar bæjarfélagsins og hvar tækifærin og áskoranirnar liggja.

Í Hveragerði er blómlegt samfélag umlukið fallegri náttúru, þar sem heilsa og vellíðan skipta máli. Bæjarfélagið hefur ríka sögu í menningu og listum og að sjálfsögðu í ylrækt og garðyrkju svo eitthvað sé nefnt, og hafa þessi atriði sett mikinn svip á bæjarmynd og bæjarbrag hér í Hveragerði í gegnum tíðina. Hér eru rík tækifæri til uppbyggingar á marga vegu og við, kjörnu fulltrúarnir, finnum fyrir því að mikil trú er á bænum okkar í því tilliti. Við byggjum á sterkum grunni inn í þá stefnu sem er mörkuð bæjarfélaginu hér í dag og ætlum okkur að efla bæjarfélagið enn frekar með þær áherslur sem koma fram í stefnunni að leiðarljósi. Stefnan nær til áranna 2023-2028 og mun bæjarfélagið á komandi árum vinna að eftirfarandi framtíðarsýn og megin stefnuáherslum sem tengjast samfélagslegum þáttum bæjarins, eflingu atvinnulífs og innviða:

-
Hveragerði er bær blómstrandi atvinnulífs þar sem heilsa og vellíðan skipta máli.

-
Megin stefnuáherslur Hveragerðisbæjar verða:
1.
Skapandi Hveragerði - Með náttúruna í fyrirrúmi
2.
Heilsueflandi Hveragerði - Samfélag heilsu og velferðar
3.
Blómstrandi Hveragerði - Blómlegt atvinnulíf
4.
Skilvirk stjórnsýsla - Gagnsæ og aðgengileg stjórnsýsla

-
Lýsing á bæjarfélaginu árið 2028:

Hveragerðisbær er eftirsóknarvert sveitarfélag fyrir íbúa til að starfa, búa og njóta sem og fyrir gesti til að heimsækja. Hlúð er að velferð og heilsu einstaklinga og mannlíf og lífsgæði blómstra í sátt við umhverfi og náttúru. Lifandi menning og kraumandi, fjölbreytt nýsköpun einkenna samfélagið.

Við hvetjum bæjarbúa til að kynna sér nánar stefnuna í kynningunni sem er meðfylgjandi fundargerð þessari og verður birt á vefsíðu bæjarins. Þar er farið nánar yfir forsendur stefnumótunarinnar ásamt greiningu og nánari útlistun á framangreindum áhersluþáttum og framtíðarsýn.

Við horfum björtum augum til framtíðar og hlökkum til að vinna að þessum markmiðum í samvinnu við bæjarbúa, atvinnurekendur hér í bæ og starfsmenn bæjarins á komandi árum.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Andri Helgason.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir stefnuna. Fulltrúar minnihlutans sitja hjá.

11.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs, síðari umræða

2305100

Lögð fram til síðari umræðu samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir,
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Íbúar Hveragerðisbæjar hafa í áraraðir flokkað heimilissorp í þrjá flokka, þ.e. blandaður úrgangur, lífrænn úrgangur og pappír og plast sem hefur verið flokkað saman. Með tilkomu nýju sorphirðulaganna verða breytingar hjá öllum sveitarfélögum, en breytingar þessar verða óverulega fyrir íbúa Hveragerðisbæjar sem hafa langa reynslu af flokkun sorps. Nýju lögin kveða á um að heimilisúrgang skuli flokka í fjóra flokka, þ.e. blandaðan úrgang, pappír og pappa, plast og lífúrgang. Með því bætist í raun aðeins við einn nýr flokkur fyrir Hvergerðinga þar sem pappír og plast verður skipt í tvennt. Gler, textíll, málmur og skilagjaldsumbúðir verða áfram flokkuð og skilað í grenndargáma. Innleiðingaferlið hjá Hveragerðisbæ hófst í byrjun árs þar sem sveitarfélaginu gafst kostur að taka þátt í innleiðingaverkefni ásamt 14 öðrum sveitarfélögum. Í lok sumars verður fjórðu tunnunni dreift til íbúa bæjarins. Íbúar geta óskað eftir að tunnum fyrir blandaðan úrgang og lífrænan úrgang verði skipt út fyrir eina tvískipta tunnu og breytist því ekki fjöldi á tunnum við heimili frá því sem nú er. Þá verður jafnframt hægt að óska eftir minni tunnu fyrir blandaðan úrgang. Á næstu vikum verður fyrirkomulagið kynnt vel fyrir íbúum með kynningarefni ásamt íbúafundi og ætti því ekkert að koma íbúum á óvart hvað innleiðinguna varðar.

Sandra Sigurðardóttir
Njörður Sigurðsson
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Andri Helgason.

Bæjarstjórn samþykkir að breyta 1. mgr. 6. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs þannig að í stað „Húsráðandi getur óskað eftir stærri og/eða fleiri ílátum eftir þörfum og greiðir þá fyrir það eftir gjaldskrá sveitarfélagsins. Húsráðandi getur óskað eftir að skipta út tunnum fyrir pappír annars vegar og plast hins vegar í eina tvískipa tunnu fyrir söfnun pappírs og plasts og greiðir þá fyrir það samkvæmt gjaldskrá. Húsráðandi getur óskað eftir minni tunnu fyrir blandaðan heimilisúrgang og greiðir fyrir það samkvæmt gjaldskrá“ komi „Húsráðandi getur óskað eftir að skipta út tunnum fyrir blandaðan úrgang annars vegar og lífrænan úrgang hins vegar í eina tvískipa tunnu og greiðir þá fyrir það samkvæmt gjaldskrá“.

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs samþykkt samhljóða.

12.Kosning forseta- og varaforseta í bæjarstjórn skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2306013

Kosning forseta bæjarstjórnar. Njörður Sigurðsson fékk 7 atkvæði. Njörður Sigurðsson er því kjörinn forseti bæjarstjórnar.

Kosning varaforseta bæjarstjórnar. Halldór Benjamín Hreinsson fékk 7 atkvæði. Halldór Benjamín Hreinsson er því kjörinn varaforseti.

13.Kosning í bæjarráð skv. 27.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar

2306014

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð og þriggja til vara.
Tillaga kom um aðalmenn: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, Dagný Sigurbjörnsdóttir, varaformaður og Alda Pálsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Tillaga kom um varamenn: Sandra Sigurðardóttir, Halldór Benjamín Hreinsson og Eyþór H. Ólafsson.
Tillagan samþykkt samhljóða.

14.Kosning í nefndir og ráð skv. 48.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar

2306015

Kosning í nefndir og ráð skv. 48. gr. nýrrar samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Sigmar Karlsson.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu.

Við undirrituð fulltrúar D-listans leggjum til að skipan í nefndir verði frestað þar til erindisbréf nefndanna liggja fyrir og vitað er hvert verksvið viðkomandi nefnda er og þar með hvaða stofnanir heyra undir hvaða nefnd fyrir sig. Að öðrum kosti er líklegt að vanhæfi skapist hjá nefndarmönnum þegar ekki liggur fyrir hvert starfssvið viðkomandi nýrrar nefndar er.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Tillagan felld með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar minnihltans með.

Kl. 18:37 var gert fundarhlé.
Kl. 18:49 hélt fundur áfram.

Tillaga kom um eftirfarandi fulltrúa í nefndir.

Velferðar- og fræðslunefnd
Eva Harðardóttir, formaður (O)
Sæbjörg Lára Másdóttir, varaformaður (B)
Kristján Sigurmundsson (O)
Snorri Þorvaldsson (B)
Alda Pálsdóttir (D)

Varamenn:
Valgerður Rut Jakobsdóttir (O)
Viðar Pétur Styrkársson (O)
Hanna Einarsdóttir (B)
Halldór Karl Þórsson (B)
Ninna Sif Svavarsdóttir (D)

Skólanefnd
Eva Harðardóttir, formaður (O)
Sæbjörg Lára Másdóttir, varaformaður (B)
Kristján Sigurmundsson (O)
Snorri Þorvaldsson (B)
Alda Pálsdóttir (D)

Varamenn:
Valgerður Rut Jakobsdóttir (O)
Viðar Pétur Styrkársson (O)
Hanna Einarsdóttir (B)
Halldór Karl Þórsson (B)
Ninna Sif Svavarsdóttir (D)

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd
Atli Viðar Þorsteinsson, formaður (O)
Marta Rut Ólafsdóttir, varaformaður (B)
Eydís Björk Guðmundsdóttir (O)
Ívar Sæland (B)
Ingibjörg Zoega (D)

Varamenn:
Edda Björk Konráðsdóttir (O)
Einar Alexander Haraldsson (O)
Lóreley Sigurjónsdóttir (B)
Andri Helgason (B)
Íris Brá Svavarsdóttir (D)

Skipulags- og umhverfisnefnd
Arnar Ingi Ingólfsson, formaður (B)
Hlynur Kárason, varaformaður (O)
Thelma Rún Runólfsdóttir (B)
Brynja Hrafnkelsdóttir (O)
Sigurður Einar Guðjónsson (D)

Varamenn
Snorri Þorvaldsson (B)
Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir (B)
Kristján Björnsson (O)
Eygló Huld Jóhannesdóttir (O)
Árni Þór Busk (D)

Nefnd Eignasjóðs
Halldór Benjamín Hreinsson, formaður (B)
Dagný Sigurbjörnsdóttir, varaformaður (O)
Eyþór H. Ólafsson (D)

Varamenn:
Njörður Sigurðsson (O)
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B)
Alda Pálsdóttir (D)

Notendaráð félagsþjónustu
Berglind Hauksdóttir (O)
Halldór Benjamín Hreinsson(B)
Sigurður B. Jónsson (D)

Varamenn:
Árni Hoffritz (O)
Brynja Sif Sigurjónsdóttir(B)
Áslaug Einarsdóttir(D)

Öldungaráð
Anna Jórunn Stefánsdóttir (O)
Garðar Rúnar Árnason (B)
Alda Pálsdóttir. (D)

Varamenn:
Sigríður Hauksdóttir (O)
Magnea Ásdís Árnadóttir (B)
Bjarni Kristinsson. (D)

Fulltrúar á aðalfund Bergrisans:
Aðalmaður
Alda Pálsdóttir (D)

Varamenn:
Sigmar Karlsson (D)
Ingibjörg Zoega (D).

Bæjarstjórn samþykkir að fresta skipun á fulltrúum í ungmennaráð fram á haust.

Ný nefndarskipan og kosning í þær nefndir taka gildi þegar nýjar samþykktir hafa öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.

Tillögurnar samþykktar samhljóða.

15.Sumarleyfi bæjarstjórnar

2306016

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis bæjarstjórnar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi
við 4. mgr. 8. greinar og 6. mgr. 33. greinar samþykkta um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:13.

Getum við bætt efni síðunnar?