Fara í efni

Bæjarstjórn

561. fundur 13. apríl 2023 kl. 17:00 - 18:22 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Andri Helgason
  • Alda Pálsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Varaforseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 16. mars 2023

2303002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 7, 8 og 9.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Eyþór H. Ólafsson.
Liður 7 "Minnisblað frá leikskólastjórum vegna niðurfellingar leikskólagjalda í dymbilviku" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 8 "Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 9 " Berlínarferð starfsmenna íþróttamannvirkja". afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fulltrúar D-lista vilja árétta bókun Öldu Pálsdóttur við lið 5 í fundargerðinni.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 13. apríl 2023

2303005F

Liðir 8, 9 og 11 afgreiddir sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir, Alda Pálsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Geir Sveinsson.
Liður 8 "Lóðaumsóknir Hólmabrún 8" afgreiddur sérstaklega. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðar 8 stóð.
Bæjarstjórn samþykkir úthlutun bæjarráðs.

Liður 9 "Minnisblað bæjarstjóra vegna mannaráðninga fræðslu - og velferðasviðs Hveragerðis" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Elfu Birkisdóttir í starf deildarstjóra skólaþjónustu, Ernu Harðar Sólveigardóttir í starf deildarstjóra velferðaþjónustu og Rósu Huld Sigurðardóttir í starf félagsráðgjafa í barnavernd.

Liður 11 " Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna kvöld- og helgarþjónustu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Vegna bókunar meirihlutans í lið 12 "Drög af ársreikning 2022" bókuðu fulltrúar D-listans eftirfarandi.

Í bókun meirihluta bæjarráðs frá því í morgun rekst hvað á annars horn. Reynt er enn einu sinni að kenna fyrri meirihluta um það sem aflaga fer stjórnun bæjarins í núinu. Talað er um skort á innviðauppbyggingu en hún var einmitt fullkomlega í takti við íbúaþróun á þeim árum. Því er líka beinlínis ranglega haldið fram að tekin hafi verið lán til rekstursins. Slík fullyrðing á ekki við rök að styðjast og í besta falli sérkennilegt að ætla að halda slíkum rangfærslum að bæjarbúum.

Í meðfylgjandi skjali má finna töflu um fjárfestingar og langtímalán árin 2014 til 2021.

Tekið skal fram að allar tölurnar í töflunni hér að ofan eru á verðlagi hvers árs.

Eins og glögglega sést þarna þá hefur rekstur Hveragerðisbæjar ekki verið fjármagnaður með langtímalánum heldur hefur reksturinn ávallt skilað afgangi sem nýst hefur til fjárfestinga og afborgunar langtímalána, samtals vel yfir 1,6 milljarði á umræddu tímabili 2014-2021.

Öllu tali um lausatök í rekstri bæjarins á síðustu kjörtímabilum er því harðlega mótmælt, enda sýna tölur úr ársreikningum allt annað.

Fjármálastjórn bæjarfélagsins síðustu 16 árin fyrir síðustu kosningar var mjög traust og lengst af skilaði bæjarsjóður rekstrarafgangi. Þau tímabil sem hafa voru í tapi hafa tengst utanaðkomandi aðstæðum eins og Covid tímanum, efnahagshruninu og því að sveitarfélög urðu að undirgangast uppgjör við Brú lífeyrissjóð upp á tæpar 350 milljónir 2018. Annars var reksturinn á umræddu tímabili undantekningalaust jákvæður. Bestu meðmælin eru að bærinn fékk alltaf lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga án þess að þurfa að biðjast afsökunar á rekstrinum á sama tíma eins og margur hefur þurft að gera.

Aftur á móti er rekstur Hveragerðisbæjar mjög viðkvæmur og hann þolir ekki umtalsverðar fjárfestingar eða gríðarlegar lántökur sem eru úr takti við getu bæjarfélagsins og þá ekki síst þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum eins og nú er.

Því er svo mikilvægt að forgangsraða og gera hlutina með skynsamlegum hætti. Fyrst og síðast þarf að halda rekstrinum innan ramma og muna t.d. að eitt stöðugildi háskólamenntaðs einstaklings kostar auðveldlega 12-14 m.kr. með öllu. Þegar hagnaður af rekstri er ekki nema örfáar milljónir á ári þá þarf í sífellu að vakta þetta því þarna fara peningarnir hraðast út.

Alda Pálsdóttir
Eyþór H. Ólafsson


Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 28. mars 2023

2303004F

Liðir 1, 2, 3 og 6 afgreiddir sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir, Geir Sveinsson, Eyþór H. Ólafsson og Sandra Sigurðardóttir.
Liður 1 "Leikskólinn Óskalandi - skipulagslýsing" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna í auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýstur athugasemdafrestur verði tvær vikur.

Liður 2 "Mánamörk 7 - fyrirspurn um breytingu á skilareglum deiliskipulags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að synja lóðarhöfum um að breyta aðal- og deiliskipulagi.

Liður 3 "Beiðni um sleðabraut (Coaster) í Hveragerði - Kambagil" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að heimila fyrirspyrjanda að hefja skipulagsvinnu vegna Sleðabrautar í samvinnu við skipulagsyfirvöld bæjarins. Breyta þarf bæði aðal- og deiliskipulagi með tilheyrandi kynningum og athugasemdarfresti umsagnaraðila og almennings.

Liður 6 "Breiðamörk 10 - fyrirspurn um gistiþjónustu á efri hæð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið í samræmi við 3. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem aðilar grenndarkynningar gera með undirritun sinni ekki athugasemdir við erindið.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð fræðslunefndar frá 29. mars 2023

2303003F

Liður 2 afgreiddur sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Geir Sveinsson og Sandra Sigurðardóttir.
Liður 2 "Uppfærsla á reglum um frístundaheimili sveitarfélagsins" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir uppfærðar reglur frístundaheimila.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð umhverfisnefndar frá 29. mars 2023

2304014

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Geir Sveinsson, Sandra Sigurðardóttir og Alda Pálsdóttir.
Varðandi lið 2 "Alþjóðlegi plokkdagurinn" samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun.

Bæjarstjórn tekur undir hvatningu umhverfisnefndar að Hveragerðisbær taki þátt í plokkdeginum og felur umhverfisfulltrúa að finna hentugar dagsetningar til að halda garðhreinsunarviku þar sem frítt yrði að henda rusli á gámasvæðið og skipuleggja aðkomu bæjarins að öðru leyti að þessu þarfa átaki.

Varðandi lið 3 "Varmá" bókaði bæjarstjórn eftirfarandi.

Við blasir að stækka þurfi hreinsistöð bæjarins til að anna fjölgun íbúa og ferðamanna. Hveragerðisbær hefur í forgangi að bæta fráveitu bæjarins. Í fjárhagsáætlun þessa árs eru 30 m.kr. settar í undirbúning aðgerða á þessu ári og til að kanna hvaða leiðir skynsamlegt er að fara til að bæta úr stöðunni.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fulltrúar Félags eldriborgara í Hveragerði í Öldungaráði

2304020

Félagi eldri borgara í Hveragerði hefur samþykkt að fulltrúar félagsins í Öldungaráði verði: Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Daði Ingimundarson og Steinunn A. Helgadóttir.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tilnefningu Félags eldri borgara í Öldungaráð.

7.Fyrirspurn frá fulltrúum D-listans - Fulltrúar O- og B-lista í Skipulagsnefnd

2304024

Fulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hverjir eru aðal- og varamenn O- og B-lista í Skipulagsnefnd Hveragerðisbæjar?

Alda Pálsdóttir og Eyþór H. Ólafsson

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Halldór Benjamín Hreinsson og Eyþór H. Ólafsson.
Eins og fram kemur á vef Hveragerðisbæjar eru aðalmenn Okkar Hveragerðis og Framsóknar í skipulags- og mannvirkjanefnd eftirfarandi aðilar:
Arnar Ingi Ingólfsson, formaður (B)
Marta Rut Ólafsdóttir (B)
Hlynur Kárason (O)
Kristján Björnsson (O)

Varamenn í skipulags- og byggingarnefnd eru:
Halldór Karl Þórsson (B)
Snorri Þorvaldsson (B)
Bryndís Valdimarsdóttir (O)
Viktoría Sif Kristinsdóttir (O)

8.Fyrirspurn frá D-lista - undirbúningskostnaður vegna væntanlega byggingu íþróttamannvirkja upp í dal

2304023

Fulltrúar D- lista leggja fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hver er undirbúningskostnaður Hveragerðisbæjar er varðar væntanlega byggingu íþróttamannvirkja upp í dal?
Óskað er eftir sundurliðuðum kostnaði varðandi hönnun, ráðgjöf, vinnu starfsmanna Hveragerðisbæjar og allan annan þann kostnað sem fallið hefur til vegna verkefnisins.
Alda Pálsdóttir og Eyþór H. Ólafsson

Eftirtaldir tóku til máls: Alda Pálsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Sérfræðikostnaður vegna nýrrar Hamarshallar árin 2022 og til 12. apríl 2023 er samtals kr. 14.418.860. Þar af er sérfræðiþjónusta kr. 14.357.225 og auglýsing vegna alútboðs kr. 61.635. Ekki hefur verið seld út vinna starfsmanna vegna Hamarshallarinnar. Til samanburðar má geta þess að sérfræðikostnaður vegna gömlu Hamarshallarinnar (loftborna hússins) var árið 2012 kr. 31.846.238.

9.Minnisblað frá skrifstofustjóra - yfirdráttarheimild í Arion banka

2304025

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn samþykki yfirdráttarheimild í Arion banka að upphæð 130 mkr. Er þetta í samræmi við reglur sem í gildi eru en þar óskar Arion banki eftir árlegri staðfestingu bæjarstjórnar á yfirdráttarheimild í bankanum.

Eftirtaldir tóku til máls: Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir endurnýjun á yfirdráttarheimild upp á 130 mkr. hjá Arion banka.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:22.

Getum við bætt efni síðunnar?