Fara í efni

Bæjarstjórn

560. fundur 03. apríl 2023 kl. 17:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Hlynur Kárason varamaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Andri Helgason varamaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Sigmar Karlsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Varaforseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Opnun tilboða Hamarshöllin í Hveragerði - áfangi 1

2303087

Opnun tilboða í verkið "Hamarshöllin Hveragerði - áfangi 1 alútboð" fór fram fimmtudaginn 23. mars. Alls bárust 5 tilboð í verkið.

Atlas ehf 1.424.261.342.-
E. Sigurðsson ehf 2.446.772.063.-
E. Sigurðsson ehf, frávikstilboð 2.065.743.386.-
Húsheild ehf 1.400.128.827.-
Stálgrindarhús ehf 1.228.745.045.-

Kostnaðaráætlun 1.096.700.000.-

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson og Eyþór H. Ólafsson.
Kl. 17:37 var gert fundarhlé.
Kl. 17:52 hélt fundur áfram.

Lögð fram eftirfarandi tillaga.

Bæjarstjórn samþykir að hafna öllum gildum tilboðum.

Ástæða höfnunar allra tilboða er sú að framkomin tilboð voru of há, að teknu tilliti til fjárhagsáætlunar kaupanda, og teljast tilboðin því óaðgengileg í skilningi 2. mgr. 82. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Um heimild kaupanda til að hafna öllum tilboðum vísast til 2. mgr. 83. gr. laga nr. 120/2016.

Bæjarstjórn samþykkir að nýta heimild e-liðar 2. mgr. 33. gr. laga nr. 120/2016 til að efna til samkeppnisútboðs eða samkeppnisviðræðna við bjóðendur sem uppfylltu hæfiskröfu útboðsskilmála. Bæjarstjóra falið að hefja þær viðræður strax.

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar D-listans sátu hjá.

Fulltrúar D-listans sitja hjá við afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu í ljósi þess að heildar kostnaður byggingarinnar og framkvæmdatíminn eru áhyggjuefni. Þannig er lægsta tilboðið sem kom fram í útboðinu um 64% yfir upphaflegri fjárhagsáætlun. Tilboðin eru það langt umfram getu bæjarfélagsins að lítil sem engin von er til að viðræður við tilboðsgjafana leiði til farsællrar lausnar og muni tefja málið til skaða fyrir bæjarbúa.

Fulltrúar D-listans vilja fara í framkvæmd sem er fjárhagslega raunhæf fyrir sveitarfélagið, tekur stuttan tíma og mætir þörfum íþróttafélagsins og annarra notenda aðstöðunnar. Við erum tilbúin að skoða ýmsar leiðir í því sambandi en bendum t.d. á gervigrasvöll í fullri stærð, viðbyggingu við núverandi íþróttahús eða loftborið hús.

Eyþór H. Ólafsson
Sigmar Karlsson

2.Egilsstaðir við Skólamörk, bréf frá Minjastofnun

2303121

Lagt fram bréf frá Minjastofnun dagsett 30. mars þar sem rætt er um ósk Hveragerðisbæjar á niðurrifi Egilsstaða.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Sigmar Karlsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Húsið Egilsstaðir sem stendur við Skólamörk þarf að víkja vegna viðbyggingar við Grunnskólann í Hveragerði. Minjastofnun telur að húsið Egilsstaðir hafi varðveislugildi og styður stofnunin þá hugmynd að húsið verði varðveitt og endurgert í upprunalegri mynd á ytra borði. Í bréfi Minjastofnunar frá 15. febrúar 2023 kemur fram að stofnunin telji vel koma til greina að húsið verði endurbyggt í elsta hluta miðbæjar Hveragerðis, t.d. á milli Breiðumerkur 24 (gamla kaupfélagshúsið) og 26 (hús Mjólkurbús Ölfusinga) eins og kom fram í bókun bæjarráðs 15. desember sl. Með því að flytja húsið og endurbyggja á nýjum stað í miðbænum verður sögulegur kjarni bæjarins styrktur. Samkvæmt sérfræðingi Minjastofnunar er ekki unnt að flytja Egilsstaði í heilu lagi frá núverandi stað. Þykk steypukápa er utan á húsinu og því ómögulegt að flytja húsið. Komið hefur í ljós að fótstykki og veggstoðir eru fúnar í húsinu sem rekja má til steypukápunnar. Því þarf að endurbyggja burðargrind þess og klæðningar að mestu leyti úr nýju efni. Vegna ástands hússins er ljóst að ekki er hægt að varðveita það í heild og í bréfi Minjastofnunar frá 30. mars sl. gerir stofnunin ekki athugasemdir við að húsið verði rifið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hveragerðisbær hefur þegar gert nákvæmar uppmælingar á húsinu og það hefur verið ljósmyndað en þær upplýsingar nýtast við endurgerð þess. Varðveita skal og merkja sýnishorn af upprunalegum byggingarhlutum, svo sem af öllum gerðum gólfborða, vegg- og loftaklæðninga, heillegum gluggum efri og neðri hæðar og svalaglugga fyrir inngangi auk stigahandriðs og -stólpa og annarra upprunalegra hluta sem í ljós kunna að koma við niðurrifið og hafa má til hliðsjónar þegar húsið verður endurbyggt.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir því að húsið Egilsstaðir verði tekið niður með framangreindum skilyrðum um varðveislu sýnishorna og upprunalegra hluta hússins sem má hafa til hliðsjónar og nota þegar húsið verður endurbyggt.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæði og Breiðumörk þar sem fest verði í skipulag að Egilsstaðir verði endurbyggðir í miðbæ Hveragerðisbæjar.

3.Minnisblað frá fasteignafulltrúa - verðkönnun í gluggaskipti í Grunnskólanum

2303122

Lagt fram minnisblað frá fasteignafulltrúa vegna gluggaskipta í Grunnskólanum.

Byggingafulltrúi gerði verðkönnun og fékk tvö tilboð.

Selja ehf 11.844.298.-
Húsheild ehf 12.322.500.-

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Eyþór H. Ólafsson
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Selju ehf.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?