Fara í efni

Bæjarstjórn

488. fundur 08. júní 2017 kl. 17:00 - 18:34 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Berglind Sigurðardóttir varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 18. maí 2017.

1705004F

Liðir afgreiddir sérstaklega; 9, 12, 13, 15, 16 og 17.

Enginn tók til máls.
Liður 9 "Umsókn um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Berglind Sigurðardóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 12 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 16. maí 2017" afgreiddur sérstaklega.
Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 13 "Minnisblað: Lóðir Breiðás ehf við Heiðmörk og Þórsmörk" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 15 "Minnisblað: Yfirdráttur í Arion banka" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 16 "Minnisblað: Viðhaldsvinna, Heiðmörk 24" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 17 "Leigusamningur Þelamörk 29" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 1. júní 2017.

1705005F

Liðir afgreiddir sérstaklega; 2, 3, 5, 6, 7, 8 og 9.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 2 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 23. maí 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 3 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 23. maí 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 5 "Bréf frá íbúum við Heiðmörk 18-28 frá 21. maí 2017" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Bréf frá Hótel Örk frá 17. maí 2017" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Minnisblað: Fráveita að Þinghúsinu Breiðumörk 25" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 8 "Minnisblað: Tillaga um að leiksvæði í Heiðarbrún verði breytt í einbýlishúsalóð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 9 "Lóðaumsókn Heiðmörk 46" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 6. júní 2017.

1706009

Liðir afgreiddir sérstaklega; 2, 3, 4, 5, 6, 10 og 11.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Liður 2 "Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk, deiliskipulagstillaga" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhlíða tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis.

Liður 3 "Edenreitur, drög að deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að Ask arkitektum verði falið að vinna áfram með tillöguna og leggja hana fullmótaða á næsta fund nefndarinnar.

Liður 4 "Breiðamörk 1C, nýtt deiliskipulag" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir því ekki stækkun bílastæða til vesturs rétt sunnan lóða við Bjarkarheiði.

Liður 5 "Brattahlíð 1-3 breyting á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að breytingartillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 6 "Tillaga um að leiksvæði í Heiðarbrún verði breytt í einbýlishúsalóð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við samþykkt bæjarráðs.

Liður 10 "Mánamörk 1, breyting á deiliskipulagsskilmálum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytinguna.

Liður 11 "Austurmörk 22, umsókn um stöðuleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir stöðuleyfi fyrir gámnum til allt að eins árs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings frá 17. maí 2017.

1706003

Liðir afgreiddir sérstaklega; 4.

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir,
Liður 4 " Endurskoðun á reglugerð um sérstakan húsnæðisstuðning - hækkun frítekjumarka" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að viðmið tekna í reglugerð um sérstakan húsnæðisstuðning verði hækkuð í samræmi við tillögu nefndarinnar.

Fundargerðin að öður leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð umhverfisnefndar frá 29. maí 2017.

1705056

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Garðar Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð umhverfisnefndar frá 6. júní 2017.

1706004

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn vill taka undir þakkir nefndarinnar til hjónanna Péturs Reynissonar og Áslaugar Einarsdóttur en þau gáfu Hveragerðisbæ nýlega úrval trjáplantna sem verða notuð til fegrunar í bæjarlandinu.

7.Fundargerð NOS frá 15. maí 2017.

1706001

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Einföld ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu.

1705047

Brunavarnir Árnessýslu óska eftir einfaldri ábyrgð vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna kaupa á nýrri slökkvibifreið.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Hveragerðisbær samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 44.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2024 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Hveragerðisbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýrri slökkvibifreið sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Hveragerðisbær skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hveragerðisbær selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hveragerðisbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur kt. 211264-5009 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hveragerðisbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

9.Reglur um innritun og innheimtu gjalda í leikskólum, síðari umræða.

1705015

Lagðar fram til síðari umræðu reglur um innritun og innheimtu gjalda í leikskólum Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigursson.
Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Undirrituð hafa áhyggjur af því að með því að miða inntöku barna í leikskóla við 12 mánaða aldur skapist enn meiri vandræði með dagvistun hjá dagforeldrum en nú er. Vegna ákvæða í reglugerð um daggæslu í heimahúsum mega dagforeldrar aðeins hafa tvö börn sem eru yngri en 12 mánaða. Þegar leikskóli fyrir börn frá 12 mánaða aldri verður að veruleika í Hveragerði þurfa foreldrar að stóla á dagforeldra frá því að fæðingarorlofi líkur og þar til barnið kemst á leikskóla. Að meðaltali mun því þurfa 4-5 dagforeldra í Hveragerði til að gæta þeirra 8-10 barna sem munu vera á aldrinum 9-12 mánaða á hverju ári. Ekki þarf að skoða það reikningsdæmi lengi til að sjá að fáir munu gefa sig í dagforeldrastörf til að gæta tveggja barna. Því er viðbúið að foreldrar barna undir 12 mánaða aldri muni lenda í enn meiri vandræðum að finna dagvistun fyrir börn sín en undanfarin misseri. Þess vegna lögðu undirrituð fram tillögu um að miða ætti inntöku barna í leikskóla við 9 mánaða aldur og þannig tengja saman fæðingarorlof og leikskóla. Undirrituð hvetja meirihlutann, sem felldi tillögu um leikskóla fyrir börn frá 9 mánaða aldri á bæjarstjórnarfundi 11. febrúar 2016, að huga sérstaklega að þessu.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða og taka þær gildi nú þegar.

10.Lóðaúthlutun til Orteka - Framkvæmdir á Árhólmum.

1706011

Kl. 17:48 var gert fundarhlé.
Kl. 18:08 hélt fundur áfram.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson,
Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að viðræðum milli Hveragerðisbæjar og Orteka Partners á þeim grunni sem unnið hefur verið að um uppbyggingu á Árhólmum í Ölfusdal verði slitið og að fyrirtækið fái frest til 15. júlí til að hefja framkvæmdir á lóðunum í samræmi við gildandi deiliskipulag. Verði framkvæmdir ekki hafnar á svæðinu fyrir 15. júlí n.k. verður lóðaúthlutunin afturkölluð án frekari viðvarana.

Greinargerð:
Í júní 2016 voru auglýstar til úthlutunar fjórar lóðir í Ölfusdal. Bárust umsóknir um lóðirnar frá tveimur aðilum og ákvað bæjarráð á fundi sínum þann 7. júlí 2016 að óska eftir kynningu frá báðum aðilum á áformum þeirra um lóðirnar. Kynningar fóru fram þann 18. ágúst í bæjarráði. Á þeim sama fundi var samþykkt að úthluta Orteka Partners lóðunum að Árhólma 1-3 og Hofmannaflöt. Forsvarsmönnum Orteka Partners var strax gert ljóst að hugmyndir fyrirtækisins um uppbyggingu á svæðinu samræmdust ekki gildandi skipulagsáætlunum og því yrði bæði aðal- og deiliskipulag að taka breytingum ættu áform fyrirtækisins að ganga eftir. Unnið hefur verið að samkomulagi milli aðila um uppbygginguna en fjölmargir óvissuþættir eru varðandi verkefnið má þar nefna orkuöflun, fráveitumál, vatnsöflun og fleira. Þvi hefur gerð samkomulags reynst flóknari en í upphafi var talið. Fyrirhuguð bráðabirgðaaðstaða og bílastæði, sem Orteka Partners áformuðu að byggja upp á svæðinu, er ekki komin til framkvæmda þrátt fyrir brýna þörf, sem er mjög bagalegt. Að mati bæjarstjórnar er ekki hægt að una lengur við óbreytt ástand á svæðinu. Frestir til uppbyggingar samkvæmt hefðbundnum lóðaúthlutunarskilmálum eru allir liðnir og ekki útlit fyrir að framkvæmdir hefjist í bráð. Í ljósi þessara atriða telur bæjarstjórn rétt að slíta viðræðum um uppbyggingu í Ölfusdal á þeim grunni sem unnið hefur verið að við Orteka Partners en gefa fyrirtækinu frest til 15. júlí n.k. til að hefja framkvæmdir er samrýmist gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Að öðrum kosti verður lóðaúthlutun afturkölluð án frekari viðvarana.

Tillagan samþykkt samhljóða.

11.Athugasemdir við drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns.

1706010

Lagðar fram athugasemdir Héraðsskjalasafns Árnesinga vegna draga að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns.

Njörður Sigurðsson vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti athugasemdir héraðsskjalavarðar við drögin. Héraðsskjalasasfn Árnesinga er vel rekið og mun að öllum líkindum geta uppfyllt flest þau skilyrði sem reglugerðin setur. Þó er jafnljóst að skyldan um varðveislu rafrænna gagna mun verða sveitarfélögum og skjalasöfnum þeirra erfið og kostnaðarsöm í framkvæmd og því beinir bæjarstjórn því til Sambands íslenskra sveitarfélaga að skoðað verði með hvaða hætti þeirri vörslu verður best fyrir komið.

12.Kosning forseta- og varaforseta í bæjarstjórn skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

1706005

Eyþór H. Ólafsson fékk 7 atkvæði í kjöri um forseta bæjarstjórnar og er því kjörinn forseti. Unnur Þormóðsdóttir fékk 7 atkvæði í kjöri um varaforseta bæjarstjórnar og er því kjörin varaforseti.

13.Kosning skrifara og varaskrifara skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

1706006

Stungið var upp á Friðriki Sigurbjörnssyni sem skrifara og var það samþykkt með 7 atkvæðum. Stungið var upp á Nirði Sigurðssyni sem varaskrifara og var það samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Kosning í bæjarráð skv. 26.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

1706007

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð og þriggja til vara.

Tillaga kom um aðalmenn:

Unnur Þormóðsdóttir, formaður,

Friðrik Sigurbjörnsson, varaformaður,

Njörður Sigurðsson.

Tillaga kom um varamenn:

Eyþór H. Ólafsson,

Aldís Hafsteinsdóttir,

Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.

15.Sumarleyfi bæjarstjórnar.

1706008

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis bæjarstjórnar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. greinar og 6. mgr. 31. greinar samþykkta um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:34.

Getum við bætt efni síðunnar?