Fara í efni

Bæjarstjórn

552. fundur 20. október 2022 kl. 17:00 - 18:44 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Loreley Sigurjónsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Forseti bauð Lóreley Sigurjónsdóttir velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Í upphafi fundar lagði forseti fram eftirfarandi dagskrárbreytingartillögu.
Við dagskrá bætist liður 6 "Fundargerð menningar, íþrótta og frístundanefndar frá 20. september 2022" og liður 12 " minnisblað frá bæjarstjóra um færslu gatnamóta Grænumerkur og Austurmarkar"
Dagskrárbreytingatillagan samþykkt samhljóða.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 6. október 2022

2209007F

Liðir afgreiddir sérstaklega 6. og 7.

Enginn tók til máls.
Liður 6 "Útboð - Uppsetning á lýsingarbúnaði fyrir götu- og stígalýsingu" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka lægsta tilboði frá Raftaug ehf enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

Liður 7 "Ráðgjafasamningur við Eflu - Grunnskólinn í Hveragerði 3. og 4. áfangi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 20. október 2022

2210001F

Liður afgreiddur sérstaklega 7.

Enginn tók til máls.
Liður 7 "Forkaupsréttur - Austurmörk 20" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð fræðslunefndar frá 28. september 2022

2209006F

Liður afgreiddur sérstaklega 2.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 2 "Ytra mat leikskólans Undraland" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu um þáttöku leikskólana í Skólapúls til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð aðalfundar Fasteignafélags Hveragerðis frá 12. september 2022

2208006F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 4. október 2022

2209008F

Liðir afgreiddir sérstaklega 2, 3, 4, 5 og 6.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 2 "Árhólmar 1 þjónustumiðstöð - deiliskipulagsbreyting" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum eftir auglýsingatíma í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022.

Liður 3 "Dynskógar 22" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfi á lóð Dynskóga 22, í samræmi við 1. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að endanleg lausn á sambrunahættu verði leyst.

Liður 4 "Heiðmörk 17 - grenndarkynning stækkunar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfi á lóð Heiðmörk 17, í samræmi við 1. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 5 "Framkvæmdaleyfi vegna vegslóða og stígagerðar Zip-line" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að veita Kambagil ehf framkvæmdaleyfi í samræmi við niðurstöðu umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2022, og heimila óveruleg frávik vegna breiddar göngustígs meðfram gljúfri í samræmi við 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 6 "Byggingarleyfi vegna Zip-line" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir byggingaleyfi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Kl. 17:13 var gert fundarhlé.
Kl. 17:20 hélt fundur áfram.

Vegna liðar 1 Hverahlíðalögn - umsagnarbeiðni lagði bæjarstjórn fram eftirfarandi bókun.
Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur skipulags- og mannvirkjanefndar um þau neikvæðu áhrif sem virkjanir á Hellisheiði hafa á nærliggjandi svæði, þ.m.t. á íbúa Hveragerðis með jarðskjálftavirkni, hávaðamengun og loftmengun. Einnig ítrekar bæjarstjórn óskir um viðbrögð vegna þrýstingsfalls og hvetur Orku náttúrunnar til að halda áfram virku jarðskjálftaeftirliti og eftirfylgni með verklagi, til þess að lágmarka áhrif skjálftavirkni í góðu samráði við Hveragerðisbæ og aðra hagsmunaaðila. Einnig bendir bæjarstjórn á að mikilvægt sé að hávaðamengun frá blásandi borholum verði takmörkuð.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð menningar-íþrótta og frístundanefndar frá 20. september

2209004F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Fundargerð NOS frá 21. september 2022

2210049

Liður afgreiddur sérstaklega 1.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Geir Sveinsson.
Liður 1 "framtíð byggðasamlagsins" afgreiddur sérstaklega.
Í fundargerðinni leggur stjórn NOS til við bæjar- og sveitarstjórnir aðildarfélaganna að á næsta fundi þeirra verði samþykkt að starfsemi byggðasamlagsins „Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs.“ (SVÁ) verði hætt og byggðasamlaginu verði slitið. Einnig er óskað eftir samþykki bæjar- og sveitarstjórna fyrir því að ráðinn verði verkefnastjóri til að annast slitin og kostnaður greiðist af SVÁ í sömu hlutföllum og annar rekstrarkostnaður byggðasamlagsins.
Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkir tillögu stjórnar NOS um að starfsemi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. verði hætt og byggðasamlaginu verði slitið. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri til að annast slitin og að kostnaður vegna þessa greiðist í sömu hlutföllum og annar rekstrarkostnaður byggðasamlagsins.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Meirihluti bæjarstjórnar í Hveragerði hefði viljað taka ákvörðun um framtíð Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings að lokinni greiningarvinnu sem nú er í gangi í sveitarfélaginu og fá þar með tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um framtíð byggðasamlagsins.
Þrátt fyrir þá ákvörðun um slit SVÁ, sem tekin er af frumkvæði samstarfssveitarfélaganna, lítur meirihluti bæjarstjórnar í Hveragerði svo á að hér skapist tækifæri til að gera betur í þessum málaflokki.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Sandra Sigurðardóttir
Njörður Sigurðsson
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Lóreley Sigurjónsdóttir.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Breyting á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar, síðari umræða

2209008

Breyting á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar nr. 693/2013 lögð fram til síðari umræðu.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Breytingar á samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar samþykktar með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar minnihlutans sátu hjá.
Erindisbréf nefndarinnar verður lagt fram fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

9.Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Hveragerðisbæ

2210047

Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Hveragerðisbæ frá 13. júní 2013.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarstjórn telur ekki nauðsynlegt að endurskoða siðareglurnar og samþykkir því óbreytta siðareglur frá 2013.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Siðarelgur kjörinna fulltrúa eru hverju sveitarfélagi mikilvægar og góður leiðarvísir inn starfið á kjörtímabilinu. Góð vísa er sjaldan of oft kveðin og því mikilvægt að hafa siðareglurnar til hliðsjónar í öllum þeim verkefnum sem fram undan eru.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Sandra Sigurðardóttir
Njörður Sigurðsson
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Lóreley Sigurjónsdóttir.

10.Skipan í nefndir og ráð

2210046

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhansdóttir, Alda Pálsdóttir, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Tillaga kom um eftirfarandi skipun í nefndir og ráð.

Atvinnumálanefnd:

Aðalmenn:
Atli Viðar Þorsteinsson formaður, Ívar Sæland, Marta Rut Ólafsdóttir, Eydís Björk Guðmundsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.

Varamenn:
Edda Björk Konráðsdóttir, Einar Alexander Haraldsson, Andri Helgason, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Íris Brá Svavarsdóttir.

Skipulags og mannvirkjanefnd:
Marta Rut Ólafsdóttir verði aðalmaður í stað Snorra Þorvaldssonar sem verður varamaður og Sigurður Einar Guðjónsson verði aðalmaður í stað Friðriks Sigurbjörnssonar og Árni Þór Steinarsson Busk verði varamaður.

Öldungaráð:
Aðalmaður: Garðar R. Árnason og fulltrúi Heilsugæslunnar verði Berglind Rós Ragnarsdóttir.
Varamenn: Magnea Ásdís Árnadóttir og Eygló Huld Jóhannesdóttir.

Umhverfisnefnd: Brynja Hrafnkelsdóttir verði varamaður í stað Dagnýjar Sifjar Sigurbjörnsdóttur.

Menningar- íþrótta og frístundanefnd:
Hekla Björt Birkisdóttir verði varamaður í stað Anítu Lífar Aradóttur.

Tillagan samþykkt samhljóða.

11.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna úttektar á rekstri og þjónustu bæjarins

2210050

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna úttektar á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhansdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar D-listans eru hlynntir því að úttekt á sveitarfélaginu fari fram en lýsa hinsvegar yfir undrun sinni á því að gengið hafi verið til samninga við KPMG og að tilboðið hafi verið samþykkt án þess að það hafi verið lagt fyrir bæjarstjórn. Þá undrast bæjarfulltrúar D-listans það að úttekt sé hafin án samþykktar bæjarstjórnar og án vitneskju allra bæjarfulltrúa.

Því er óskað eftir upplýsingum um það hver sé áætlaður kostnaður við þessa úttekt sé og hvort tilboðin verði lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar?

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Kl. 17:42 var gert fundarhlé.
Kl. 18:02 hélt fundur áfram.

Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til fullnaðarafgreiðslu á næsta bæjarráðsfundi.

12.Minnisblað frá bæjarstjóra - færsla gatnamóta Grænumerkur og Austurmarkar

2210055

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 20. október 2022 vegna færslu gatnamóta Grænumerkur og Austurmarkar.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Geir Sveinsson og Sandra Sigurðardóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að fara í að færa gatnamót Grænumerkur og Austurmarkar. Framkvæmdin rúmast innan gatnagerðarframkvæmda í fjárfestingaáætlun.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda í verkið Sportþjónustunnar ehf.

13.Tillaga frá fulltrúum D-lista - Lengri opnunartími Laugaskarðs

2210044

Tillaga frá fulltrúum D-listans
Bæjarfulltrúar D-listans leggja til að opnunartími sundlaugarinnar í Laugaskarði verði lengdur þannig að sumaropnun síðasta sumars gildi áfram út þetta ár, 2022, til reynslu. Í lok árs verði aðsóknartölur skoðaðar og það metið hvort tilefni sé til að halda lengdum opnunartíma allt árið.

Greinagerð
Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði og virðist vera almenn óánægja með það hversu snemma lokar í sundlauginni bæði á virkum dögum og um helgar í vetur. Í ljósi þessarar umræðu og þeirrar staðreyndar að íþróttastarfsemi í Hveragerði hefur skerst eftir fall Hamarshallarinnar er lagt til að sumaropnun nýliðins sumars verði framlengt út þetta ár til reynslu, þannig verði hægt að koma til móts við íbúa Hveragerðis, aukinni þjónustu við ferðamenn og stuðla að aukinni heilsueflingu í sveitarfélaginu.

Opnunartími til 31. desember 2022 verði því
Mán-fös 6:45 - 21:30
Lau-sun kl 09:00 - 19:00

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Alda Pálsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Lóreley Sigurjónsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúar meirihlutans lögð fram breytingartillögu um að tillögunni verði vísað til menningar og frístundafulltrúa og MÍF nefndar.

Kl. 18:11 var gert fundarhlé.
Kl. 18:16 var fundi haldið áfram.

Breytingatillagan samþykkt samhljóða.

14.Tillaga frá fulltrúum D-listans - Skilti við sveitarfélagamörk

2210045

Tillaga frá fulltrúum D-listans
Bæjarfulltrúar D-listans leggja til að komið verði að nýju upp skiltum við þjóðveginn við sveitarfélagamörk Hveragerðisbæjar líkt og víða þekkist þar sem ferðalöngum er annarsvegar boðið velkomið til Hveragerðis og þeim hinsvegar þakkað fyrir komuna.

Greinagerð
Skiltin sem segja til um hvar sveitarfélagamörkin liggja við þjóðvegin voru tekin niður fyrir nokkrum árum og þau ekki sett upp að nýju og því lítið sem gefur til kynna að ferðalangar séu að keyra í gegnum Hveragerði, nema þau séu kunn staðháttum. Hveragerði er ekki land stórt sveitarfélag og aðkomu leiðir ekki margar, því væri einungis um 8 skilti að ræða. Skiltin yrðu staðsett rétt ofan við neðstu beygjuna í Kömbunum, rétt ofan við afleggjarann að gömlu Ölfusréttunum og tvö skilti fyrir neðan Klettagljúfur, annars vegar við nýja þjóðveginum og hinsvegar við nýja innansveitar veginum. Á skiltinu skal vera byggðamerki Hveragerðisbæjar og síðan texti fyrir neðan sem býður fólki velkomið í sveitarfélagið og þeim þakkað fyrir komuna.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:44.

Getum við bætt efni síðunnar?