Fara í efni

Bæjarstjórn

551. fundur 27. september 2022 kl. 08:00 - 08:20 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Andri Helgason varamaður
  • Alda Pálsdóttir
  • Sigmar Karlsson varamaður
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Varaforseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Varaforseti bauð Andra Helgason velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

1.Lóðarleigusamningur við Kambagil ehf vegna Zip-línu

2209045

Lagður fram lóðarleigusamningur við Kambagil ehf vegna Árhólma 4.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar D-listans fagna lóðaleigusamningi við Kambagil um uppsetningu Zip-line braut. Samningur þessi er mjög í takt við þann samning sem unnið var að á síðasta kjörtímabili. Samhliða þessu óskum við eftir að hafist verði handa við útboð og framkvæmd á bílastæði austan megin núverandi stæða sem voru á framkvæmdaáætlun þessa árs.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

2.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

2209043

Lögð fram drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar sem unnið hefur verið að í samvinnu við önnur sveitarfélög, ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu.
Bæjarstjórn veitir bæjarstjóra umboð til að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd Hveragerðisbæjar.
Jafnframt er bæjarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.

3.Erindi frá Arnardrangi hses

2209051

Í erindinu er óskað eftir afstöðu bæjarstjórnar til breytinga á samþykktum félagsins, kjör stjórnar og fulltrúa Hveragerðisbæjar á auka fund stofnenda félagsins þann 7. október 2022.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á samþykktum félagsins og kjör stjórnar. Fulltrúi Hveragerðisbæjar á auka fund stofnenda félagsins þann 7. október verður Sandra Sigurðardóttir.

4.Breyting á skipan fulltrúa Hveragerðisbæjar í NOS

2209046

Lagt til að Geir Sveinsson bæjarstjóri verði fulltrúi í NOS stað Söndru Sigurðardóttur.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að Geir Sveinsson, bæjarstjóri verði fulltrúi í NOS og Sandra Sigurðardóttur verði til vara.

5.Félag eldri borgara í Hveragerði - skipun í Öldungaráð

2209042

Félagi eldri borgara í Hveragerði hefur samþykkt að fulltrúar félagsins í Öldungaráði verði:

Áslaug Guðmundsdóttir
Marta Hauksdóttir
Björn Guðjónsson.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Alda Pálsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tilnefningu Félags eldri borgara í Öldungaráð. Bæjarstjóra er falið að leita eftir tilnefningu heilsugæslunnar og boða jafnframt til fyrsta fundar Öldungaráðs Hveragerðisbæjar þar sem það mun skipta með sér verkum.

6.Forkaupsréttur - Heiðmörk 38B

2209044

Lagt fram kauptilboð í eignina að Heiðmörk 38B fnr.221-0446, eignarhluti 09 01 01, en Hveragerðisbær á þar forkaupsrétt á grundvelli skipulags.

Eftirtaldir tóku til máls: Sigmar Karlsson.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir að fallið verði frá forkaupsrétti að eigninni að þessu sinni.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:20.

Getum við bætt efni síðunnar?