Fara í efni

Bæjarstjórn

472. fundur 14. janúar 2016 kl. 17:00 - 19:20 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Hér var gengið til dagskrár.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 17. des 2015

1601009

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liðir afgreiddir sérstaklega 1.2, 2.1, 3.1 og 4.2
Liður 1.2 "Rekstrarfélaginu Eden frá 14. desember 2015" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 2.1 " Lóðarumsókn um lóðina Mánamörk 7" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 3.1 " Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 4.2 " Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli E-73/2015" afgreiddur sérstaklega.
Viktoría Sif Kristinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 7. janúar 2016.

1601008

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson
Liðir afgreiddir sérstaklega nr. 2.1, 3.1 og 3.2

Kl. 17:30 var gert fundarhlé.
Kl. 17:50 hélt fundur áfram.
Liður 2.1 "Forkaupsréttur að Breiðumörk 22" afgreiddur sérstaklega.
Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 3.1 "Minnisblað frá forstöðumanni Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og forstöðumanni heimaþjónustu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 3.2 "Tillaga að viðauka vegna fjárhagsáætlunar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar frá 16. des 2015.

1601010

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Garðar Árnason.
Vegna liðar 1 "Íþróttamaður Hveragerðisbæjar 2015" óskar bæjarstjórn Ragnari Ágústi Nathanaelssyni innilega til hamingju með titilinn íþróttamaður Hveragerðis árið 2015 og frábæran árangur í körfubolta á árinu. Jafnframt óskar bæjarstjórn öllum þeim íþróttamönnum sem fengu viðurkenningu innilega til hamingju.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Skipulags og mannvirkjanefndar frá 11. jan 2016.

1601011

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Garðar R. Árnason.
Liðir afgreiddir sérstaklega:
Nr. 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8 og 9
Liður 1. „Hraunbær, breyting á deiliskipulagi, stækkun lóða“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að að fela Landform ehf að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar með stækkun umræddra lóða í huga.
Liður 2. „Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Heiðmörk og Þelamörk, grenndarkynning“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingartillöguna.
Liður 4. „Breiðamörk 19, breytt notkun húsnæðis“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að breytt notkun húsnæðisins verði leyfð eftir að breyttir aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu hafa verið lagðir inn og samþykktir.
Liður 5. „Austurmörk 18a, umsókn um íbúð á 2. hæð athafnahúss".
Bæjarstjórn samþykkir að byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni verði veitt.
Liður 6. „Hverahlíð 13, gestahús, umsókn um byggingarleyfi“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga.
Liður 7. „Heiðmörk 27, breytt notkun húss“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að málið verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Liður 8. „Rétt við mynni Reykjadals, bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn er sammála því að faglegan rökstuðning og kostnaðarútreikninga sem styðja ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss vanti. Það er miður að bæjarstjórn Ölfuss skuli ekki hafa staðið faglega að staðarvali réttarinnar og þar með kannað betur aðra möguleika á staðsetningu í Dalnum.
Liður 9. "Veiðihús við Varmá" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að veitt verði fyrst um sinn stöðuleyfi fyrir húsinu og skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gera tillögu að staðsetningu utan hverfisverndarsvæðis meðfram Varmá. Framtíðarstaðsetning verði síðan ákveðin í aðal- og deiliskipulagi.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 15. des 2015.

1512023

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Breyting á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar nr 693/2013.

1601012

Lögð fram til fyrri umræðu breyting á 47. gr. á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar nr. 693/2013.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Samþykkt að vísa breytingunum til síðari umræðu.

7.Gjaldskrá hundahalds 2016

1512002

Lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá um hundahald í Hveragerði 2016. Fyrri umræða var í bæjarstjórn 12. nóvember. Vegna villu í skjali sem lagt var fyrir síðari umræðu þarf þessa endurtekningu.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldis Hafsteinsdóttir.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

8.Gjaldskrá gámastöðvar Hveragerðisbæjar 2016

1601018

Lögð fram gjaldskrá gámastöðvar Hveragerðisbæjar fyrir árið 2016.
Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

9.Kæra til Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála v/ dagsekta.

1601013

Lögð fram kæra frá Diðriki Sæmundssyni, Friðarstöðum til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar Hveragerðisbæjar um að leggja dagsektir á lóðarhafa.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Lagt fram til kynningar en skipulags- og byggingafulltrúi og lögmenn bæjarins munu svara erindinu fyrir hönd bæjarins.

10.Tillaga um að velja á íþróttakarl og íþróttakonu Hveragerðis

1601014

Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu.

Lagt er til að vali á íþróttamanni Hveragerðis verði breytt á þann veg að eftirleiðis verði íþróttakarl og íþróttakona Hveragerðis valin.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Greinargerð
Í áravís hefur íþróttamaður Hveragerðis verið valinn á hverju ári. Fjöldi sveitarfélaga hafa undanfarin ár valið íþróttakarl og íþróttakonu og þannig báðum kynjum gert jafnt undir höfði. Til skamms tíma voru íþróttamenn Hveragerðis valdir einn af hvoru kyni. Þetta virðist þó hafa lagst af því síðast voru íþróttakarl og íþróttakona valin árið 2011. Lagt er til að Hveragerðisbær taki ákveðið jafnréttisskref í þessum málum og eftirleiðis verði íþróttakarl og íþróttakona ársins valin.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Meirihlutinn leggur til að tillögunni verði vísað til umfjöllunar í Menningar-, íþrótta-, og frístundanefnd.

Greinargerð:
Núverandi fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum og þá ekki síst vegna fordæmis ÍSÍ sem verðlaunar ávallt einn íþróttamann, karl eða konu, sem skarað hefur fram úr öðrum á árinu.

Tillaga meirihlutans samþykkt samhljóða.

11.Tillaga að viðurkenningu Hveragerðisbæjar fyrir framlag til menningar

1601016

Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu.
Lagt er til að komið verði á fót árlegri viðurkenningu fyrir framlag til menningar í Hveragerði. Lagt er til að menningar-, íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að útfæra hugmyndina og hrinda henni í framkvæmd.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Greinargerð
Mikið og fjölbreytt menningarstarf er í Hveragerði og setur það mikinn svip á bæjarlífið. Á árum áður veitti Hveragerðisbær listamanni viðurkenningu fyrir framlag til lista- og menningarmála. Samkvæmt fundargerðum menningar-, íþrótta- og tómstundanefndar virðist það hafa síðast verið gert árið 2010 og lagst af eftir það. Lagt er til að slíkri viðurkenningu verði komið á fót að nýju og við útfærslu hugmyndarinnar verði ekki einungis horft til listamanna heldur til menningar á víðum grundvelli. Viðurkenning þessi verði í svipuðum anda og val á íþróttamanni Hveragerðis sem hefur verið fastur liður í Hveragerði í áravís.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.

Kl. 18:52 var gert fundarhlé.
Kl. 19:02 hélt fundur áfram.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu.
Lagt er til að Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd endurveki menningarviðurkenningar og veiti viðurkenningu í ár til hóps eða félags sem unnið hefur ötullega að framgangi menningar og listalífs í Hveragerði. Verði sérstaklega horft til þess að nú í ár fagna bæjarbúar 70 ára afmæli Hveragerðisbæjar. Jafnframt endurskoði nefndin reglur um veitingu þessara viðurkenninga.

Breytingartillagan samþykkt samhljóða.

12.Fyrirspurn um birtingu fundargagna á vefnum

1601015

Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn.
Á fundi bæjarstjórnar 8. janúar 2015 var ákveðið að fresta afgreiðslu á tillögu Samfylkingarinnar og óháðra um birtingu fundargagna bæjarstjórnar á vefnum og bæjarstjóra falið að kanna hvort fundagátt sem til stendur að taka í notkun gefi möguleika á tengingum með einföldum hætti. Á fundi bæjarstjórnar 8. júní 2015 var lögð fram fyrirspurn um málið og svaraði bæjarstjóri því til að vænta mætti að birting gæti hafist eftir sumarfrí bæjarstjórnar. Enn er ekki farið að birta fundargögn á vefnum ári eftir að tillagan var lögð fram. Spurt er hvers vegna svo sé og hvenær bæjarbúar megi vænta þess að fá aðgang að fundargögnum á vef bæjarins?

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun.
Því miður hefur birting fundargagna á netinu dregist lengur en við hefðum óskað. Úr því hefur verið bætt og í fyrsta sinn er fundargerð bæjarstjórnar nú unnin með þeim hætti að fundargögn eru beintengd við einstaka liði og því mun fundargerð þessa fundar nú birtast með fundargögnum á netinu. Mun slíkt gilda um fundargerðir bæjarstjórnar og bæjarráðs framvegis. Útsendingu fundargagna vegna þessara funda hefur nú verið hætt og verða þau rafræn framvegis.

13.Fundargerð bæjarstjórnar frá 10. desember 2015.

1601017

Lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?