Fara í efni

Bæjarstjórn

547. fundur 07. júní 2022 kl. 17:00 - 21:40 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Njörður Sigurðsson, en hann á að baki lengsta setu í bæjarstjórn, setti fund. Þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar að afloknum kosningum sem fram fóru 14. maí 2022.

Leitaði hann eftir athugasemdum um fundarboð.

Friðrik Sigurbjörnsson lagði fram dagskrárbreytingatillögu um að tillögur Okkar Hveragerðis og Framsóknar og tillögur D lista um kaup á ærslabelgi annarsvegar og tillögur um að leitað verði lausna til að tryggja börnum leikskólapláss hinsvegar verði afgreiddar saman. Tillagan samþykkt samhljóða.
Í upphafi fundar voru nýir bæjarfulltrúar boðnir velkomnir og þeim fulltrúar sem hætt hafa í bæjarstjórn frá síðasta kjörtímabili þau Aldísi Hafsteinsdóttur, Eyþór H. Ólafssyni, Garðari R. Árnasyni og Þórunni Pétursdóttur þakkað gott starf í þágu Hveragerðisbæjar.

1.Fundargerð kjörstjórnar frá 2. maí 2022.

2205080

Enginn tók til máls:
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð kjörstjórnar frá 13. maí 2022.

2205081

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.Fundargerðir kjörstjórnar frá 14. maí 2022 frá kjördeild 1 og kjördeild 2.

2205082

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Á kjörskrá voru 2.283. Greidd atkvæði voru 1.771 eða 77,6% kjörsókn.
Kosning fell þannig:

B-listi Framsóknarflokks 480 atkvæði 2 menn.
1. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
2. Halldór Benjamín Hreinsson
Til vara:
Andri Helgason
Lóreley Sigurjónsdóttir

D-listi Sjálfstæðinsflokksins 572 atkvæði 2 menn.
1. Friðrik Sigurbjörnsson
2. Alda Pálsdóttir
Til vara
Eyþór H. Ólafsson
Aldís Hafsteinsdóttir.

O-listi Okkar Hveragerði 691 atkvæði 3 menn.
1. Sandra Sigurðardóttir
2. Njörður Sigurðsson
3. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Til vara
Hlynur Kárason
Atli Viðar Þorsteinsson
Sigríður Hauksdóttir.

Fundargerðin samþykt samhljóða.

4.Fundargerð kjörstjórnar frá 16. maí 2022.

2205083

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð kjörstjórnar frá 23. maí 2022.

2205084

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykt samhljóða.

6.Kosning forseta- og varaforseta í bæjarstjórn skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2205085

Kosning forseta bæjarstjórnar.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir fékk 7 atkvæði. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir því kjörin forseti bæjarstjórnar og tók við fundarstjórn.

Kosning varaforseta bæjarstjórnar.
Njörður Sigurðsson fékk 7 atkvæði. Njörður Sigurðsson er því kjörinn varaforseti.

7.Kosning skrifara og varaskrifara skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2205086

Kosning skrifara.
Stungið var upp á Dagnýju Sif Sigurbjörnsdóttur sem skrifara. Samþykkt með 7 atkvæðum.

Kosning varaskrifara.
Stungið var upp á Halldóri Benjamín Hreinssyni sem varaskrifara. Samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Kosning í bæjarráð skv. 26.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar

2205087

Tillaga kom um aðalmenn:
Sandra Sigurðardóttir, formaður
Halldór Benjamín Hreinsson, varaformaður
Friðrik Sigurbjörnsson

Tillaga kom um varamenn:
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Alda Pálsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

9.Kosning í nefndir skv. 26.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarins.

2205088

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Gerð var tillaga um eftirtalda nefndarmenn kjörtímabilið 2022-2026:

Fræðslunefnd.
Aðalmenn:
Eva Harðardóttir, formaður (O-listi)
Sigríður Hauksdóttir (O-listi)
Thelma Rún Runólfsdóttir (B-listi)
Halldór Karl Þórsson (B-listi)
Alda Pálsdóttir (D-listi)

Varamenn:
Valgerður Rut Jakobsdóttir (O-listi)
Viðar Pétur Styrkársson (O-listi)
Hanna Einarsdóttir (B-listi)
Brynja Sif Sigurjónsdóttir (B-listi)
Ninna Sif Svavarsdóttir (D-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.


Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd.
Aðalmenn:
Andri Helgason, formaður (B-listi)
Lóreley Sigurjónsdóttir (B-listi)
Jóhann Karl Ásgeirsson (O-listi)
Eydís Valgerður Valgarðsdóttir (O-listi)
Sigmar Karlsson (D-listi)

Varamenn:
Thelma Rún Runólfsdóttir (B-listi)
Snorri Þorvaldsson (B-listi)
Haraldur Örn Björnsson (O-listi)
Bjarndís Helga Blöndal (O-listi)
Aníta Líf Aradóttir (D-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.


Skipulags- og mannvirkjanefnd.
Aðalmenn:
Arnar Ingi Ingólfsson, formaður (B-listi)
Snorri Þorvaldsson (B-listi)
Hlynur Kárason (O-listi)
Kristján Björnsson (O-listi)
Friðrik Sigurbjörnsson (D-listi)

Varamenn:
Halldór Karl Þórsson (B-listi)
Marta Rut Ólafsdóttir (B-listi)
Bryndís Valdimarsdóttir (O-listi)
Viktoría Sif Kristinsdóttir (O-listi)
Sigurður Einar Guðjónsson (D-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Umhverfisnefnd.
Aðalmenn:
Guðjóna Björk Sigurðardóttir, formaður (O-listi)
Gunnar Biering Agnarsson (O-listi)
Kolbrún Edda Jensson Björnsdóttir (B-listi)
Hanna Einarsdóttir (B-listi)
Ingibjörg Zoëga (D-listi)

Varamenn:
Eygló Huld Jóhannesdóttir (O-listi)
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O-listi)
Andri Helgason (B-listi)
Lóreley Sigurjónsdóttir (B-listi)
Áslaug Einarsdóttir (D-listi)

Tillagan samþykt samhlóða.


Kjörstjórn.
Alda Pálsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Aðalmenn:
Reynir Þór Garðarsson, formaður (B-listi)
Margrét Haraldardóttir (O-listi)
Gísli Páll Pálsson (D-lista)

Varamenn:
Fríða Margrét Þorsteinsdóttir (O-listi)
Bjarni Guðmundur Bjarnason (B-listi)
Inga Lóa Hannesdóttir (D-lista)

Tillagan samþykt samhljóða.

Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings.
Aðalmaður:
Valgerður Rut Jakobsdóttir (O -listi)
Varamaður:
Eva Harðardóttir (B-listi)
Tillagan samþykt samhljóða.

Fasteignafélag Hveragerðis.
Aðalmenn:
Njörður Sigurðsson, formaður (O-listi)
Halldór Benjamín Hreinsson (B-listi)
Alda Pálsdóttir (D-listi)

Varamenn:
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O-listi)
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B-listi)
Friðrik Sigurbjörnsson (D-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Öldungaráð Hveragerðisbæjar.
Aðalmenn:
Anna Jórunn Stefánsdóttir (O-listi)
Alda Pálsdóttir (D-listi)

Varamenn:
Garðar Rúnar Árnason (B-listi)
Bjarni Kristinsson (D-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.


Fulltrúar Hveragerðisbæjar á Ársfund SASS.
Aðalmenn:
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O-listi)
Njörður Sigurðsson (O-listi)
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B-listi)
Halldór Benjamín Hreinsson (B-listi)
Alda Pálsdóttir (D-listi)

Varamenn:
Sandra Sigurðardóttir (O-listi)
Hlynur Kárason (O-listi)
Andri Helgason (B-listi)
Lóreley Sigurjónsdóttir (B-listi)
Friðrik Sigurbjörnsson (D-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund HSL.
Aðalmenn:
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O-listi)
Njörður Sigurðsson (O-listi)
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B-listi)
Halldór Benjamín Hreinsson (B-listi)
Friðrik Sigurbjörnsson (D-listi)

Varamenn:
Sandra Sigurðardóttir (O-listi)
Hlynur Kárason (O-listi)
Andri Helgason (B-listi)
Lóreley Sigurjónsdóttir (B-listi)
Alda Pálsdóttir (D-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.


Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands.
Aðalmaður:
Halldór Benjamín Hreinsson (B-listi)

Varamaður:
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund Bergrisans.
Aðalmenn:
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O-listi)
Njörður Sigurðsson (O-listi)
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B-listi)
Halldór Benjamín Hreinsson (B-listi)
Friðrik Sigurbjörnsson (D-listi)

Varamenn:
Sandra Sigurðardóttir (O-listi)
Hlynur Kárason (O-listi)
Andri Helgason (B-listi)
Lóreley Sigurjónsdóttir (B-listi)
Alda Pálsdóttir (D-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.

NOS nefnd oddvita og sveitarstjóra.
Aðalmaður:
Sandra Sigurðardóttir (O-listi)
Varamaður:
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar í Héraðsnefnd Árnesinga.
Aðalmenn:
Sandra Sigurðardóttir (O-listi)
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B-listi)
Friðrik Sigurbjörnsson (D-listi)

Varamenn:
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O-listi)
Halldór Benjamín Hreinsson (B-listi)
Alda Pálsdóttir (D-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aðalmenn:
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B-listi)
Alda Pálsdóttir (D-listi)
Varamenn:
Sandra Sigurðardóttir (O-listi)
Friðrik Sigurbjörnsson (D-listi)
Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Aðalmaður:
Njörður Sigurðsson (O-listi)
Varamaður:
Halldór Benjamín Hreinsson (B-listi)

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun

Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 mynduðu D-listinn og Frjáls með Framsókn(Framsókn) meirihluta í nefndum og ráðum sveitarfélagsins sem gaf Framsókn tækifæri til að eiga fulltrúa í hverri nefnd. Við þessa ákvörðun fengu D-listinn og Framsókn mikla gagnrýni frá fulltrúum O-listans. Töldu fulltrúar O-listans þetta ólýðræðislegt þar sem fjöldi atkvæða á bakvið hvern nefndarmann væri mjög misskipt. Fulltrúum D-listans fannst hinsvegar lýðræðislegt og mikilvægt að raddir allra heyrðust og ákváðu því, þegar O-listinn og Framsókn höfðu ekki náð saman um skiptingu nefndarsæta, að ganga til viðræðna við Framsókn um myndun meirihluta í nefndum og ráðum.

Nú að afloknum kosningum sem fram fóru þann 14. maí 2022 hafa O-listinn og Framsókn myndað meirihluta í bæjarstjórn og fá með því mikinn meirihluta í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Í fastanefndum Hveragerðisbæjar sitja 20 fulltrúar og eiga því O-listinn og Framsókn 16 fulltrúa í fastanefndum og D-listinn 4 fulltrúa, eða einn fulltrúa af fimm í hverri nefnd.

Þetta leiðir til þess að 73 atkvæði eru á bak við hvern nefndarfulltrúa hjá meirihluta O-lista og Framsóknar. Hinsvegar verða nær tvöfalt fleiri atkvæði á bak við hvern nefndarmann D-listans eða 143 atkvæði.

Vilja fulltrúar D-listans með þessu benda á þann lýðræðishalla sem á sér stað í nefndum bæjarins, en jafnframt vonumst við til að samstarfið við nýjan meirihluta verði gott og að hlustað verði á sjónarmið nefndarmanna og bæjarfulltrúa D-listans þetta kjörtímabil.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

10.Tillaga frá Okkar Hveragerði og Framsókn - Lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda 2023.

2206011

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda við gerð næstu fjárhagsáætlunar í haust.

Greinargerð
Samkvæmt nýútgefnu fasteignamati fyrir árið 2023 hækkar heildarfasteignamat um 32,3% á milli ára. Til að bregðast við gífurlegum hækkunum á fasteignamati leggur meirihlutinn til að álagningarhlutfallið verði lækkað við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Með þessu verður komið til móts við íbúa í ljósi þeirra gríðarlegu skattahækkana sem bæjarbúar verða fyrir að óbreyttu álagningarhlutfalli.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun

Bæjarfulltrúar D-listans fagna því að áfram skuli vera brugðist við hækkun fasteignamats með því að lækka álagningu.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

11.Tillaga um nýjan ærslabelg í Hveragerði.

2206014

Kl. 17:39 var gert fundarhlé.
Kl. 17:57 hélt fundur áfram.

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að komið verði upp nýjum ærslabelg strax í sumar í stað þess sem eyðilagðist árið 2020. Lagt er til að vandað verði til verks og honum valinn staður sem hentar vel og að hann verði varinn fyrir eyðileggingu.

Greinargerð
Árið 2018 var settur upp svokallaður ærslabelgur við Hamarsvöllinn við Dynskóga. Hann eyðilagðist árið 2020 og hafa börn í Hveragerði verði án þessa skemmtilega leiktækis í um tvö ár og ekki hefur verið komið upp nýjum ærslabelg þrátt fyrir óskir íbúar þar um. Í málefnasamningi meirihlutans er eitt af áherslumálunum að koma upp nýjum ærslabelg. Því leggur nýr meirihluti til að strax í sumar verði komið upp nýjum ærslabelg.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu um uppsetningu nýs ærslabelgs
Undirrituð leggja til að nú þegar verði fjárfest í nýjum ærslabelg og að haft verði samráð við íbúa bæjarins um staðsetningu þess.

Greinagerð
Eitt af þeim stefnumálum sem D-listinn lagði fram fyrir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar var að nýr ærslabelgur yrði settur upp sem fyrst og að viðunandi staðsetning yrði fundin.
Árið 2017 lögðu bæjarfulltrúar D-listans til að keyptur yrði ærslabelgur og að hann yrði settur upp á vormánuðum 2018. Það gekk eftir og var ærslabelgurinn settur upp á útivistarsvæði undir Hamri. Börn og ungmenni gátu þar skemmt sér og leikið allt fram til sumarsins fyrir rúmum tveimur árum að nokkur ungmenni skemmdu ærlsabelginn með því að hjóla yfir hann og spæna gat með skellinöðrum og var hann eftir það metinn ónýtur og ekki möguleiki á að bæta hann. Fjárhagslegt tjón var verulegt og því miður lítil virðing borin fyrir sameiginlegri eign bæjarbúa. Seinna kom í ljós að staðsetning ærslabelgsins var jafnframt ekki góð, en jarðvegur á þeim stað sem hann var staðsettur taldist ekki vera nægjanlega þéttur, þannig að loft hélst ekki vel í belgnum þrátt fyrir tilraunir starfsmanna áhaldahúss og innflytjanda til að bæta úr því. Þá var belgurinn einnig staðsettur í laut þar sem ungmenni höfðu tækifæri til að hjóla niður brekku og yfir belginn.
Í ljósi framangreinds er mikilvægt að horft verði á önnur svæði í bænum til að staðsetja ærslabelg og því væri gaman að fá tillögur frá bæjarbúum að nýrri staðsetningu og útfrá þeim hugmyndum væri hægt að vinna með innflytjanda belgsins að því að koma belgnum fyrir á hentugum stað. Einnig þyrfti að gæta að því að grindverk yrði sett upp umhverfis nýjan belg til að takmarka það að hjól og önnur farartæki eigi möguleika á að komast á belginn hvar sem hann yrði staðsettur.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir


Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að komið verði upp nýjum ærslabelg í sumar og að haft verði samráð við íbúa bæjarins um staðsetningu hans.

Viðauki við fjárhagsáætlun verður gerður þegar kostnaður við verkefnið hefur verið reiknaður út.

12.Tillaga frá Okkar Hveragerði og Framsókn - Stefnumótun og þarfagreining samhliða úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar.

2206015

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að farið verði í heildarstefnumótun og þarfagreiningu fyrir bæjarfélagið. Lagt er til í því tilliti að fenginn verði óháður aðili til að framkvæma úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar og þannig greina tækifæri til að bæta rekstur og þjónustu á vegum bæjarins. Meðal þess sem úttektin skal taka til er fyrirliggjandi samstarf við nágrannasveitarfélög Hveragerðisbæjar í formi byggðasamlaga. Úttektin skal tilgreina tillögur til úrbóta í rekstri og þjónustu bæjarins þar sem það á við. Lagt er til að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs verði falið að leita tilboða í slíka úttekt og að bæjarstjóra, að lokinni ráðningu, verði samhliða falið að stýra vinnu við stefnumótun og þarfagreiningu fyrir bæjarfélagið.

Greinargerð
Mikilvægt er að mati meirihlutans að farið verði í heildarstefnumótun og þarfagreiningu fyrir Hveragerðisbæ. Meirihlutinn telur í því tilliti nauðsynlegt að gerð verði úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar til þess að undirbyggja vinnu í framhaldinu við stefnumótun varðandi uppbyggingu þjónustu og innviða bæjarins. Slík úttekt er mikilvægt greiningartæki til þess að unnt sé að taka upplýstar ákvarðanir jafnt um uppbyggingu og endurskipulagningu á viðeigandi sviðum þjónustu á vegum bæjarins og hagræðingu í rekstri hans þar sem þess er kostur.
Meðal þess sem úttektin skal taka til er fyrirliggjandi samstarf við nágrannasveitarfélög Hveragerðisbæjar í formi byggðasamlaga og samstarfsverkefna, en þau fara með rækslu ýmissra lögbundinna verkefna fyrir bæjarfélagið. Skal úttektin þannig taka til þess hvort ræksla slíkra verkefna sé hagkvæm fyrir bæjarfélagið og hvort lögbundin verkefni séu rækt með fullnægjandi hætti með því fyrirkomulagi eða hvort aðrir hagfelldir kostir komi til greina í rækslu þessara verkefna. Við vinnslu úttektarinnar skal hafa til hliðsjónar fyrirliggjandi gögn og úttektir sem gerðar hafa verið.
Með slíkri úttekt eru tekin skref í átt að bættri þjónustu bæjarins við íbúa, betra starfsumhverfi starfsmanna bæjarins og hagræðingu í rekstri hans.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Viðauki við fjárhagsáætlun verður gerður þegar kostnaður við verkefnið hefur verið reiknaður út.

13.Tillaga frá Okkar Hveragerði og Framsókn - Gjaldfrjáls klukkustund á dag í leikskóla frá og með hausti.

2206013

Liðir 13 og 15 ræddir saman.

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að ein klukkustund á dag verði gjaldfrjáls í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022.

Greinargerð
Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar læra börnin á skapandi hátt og í gegn um leik allt milli himins og jarðar. Sveitarfélögin bera meginábyrgð á skólahaldi, byggingu og reksturs leikskóla. Sveitarfélögunum er einnig skylt að tryggja börnum dvöl á leikskóla og mikilvægt er að öll börn hafi tækifæri á því að sækja fyrsta skólastigið sem leikskólinn er. Samkvæmt gjaldskrá Hveragerðisbæjar er leikskólagjaldið fyrir 8 tíma 29.270.- krónur á mánuði.
Í málefnasamningi meirihlutans kemur skýrt fram að vilji sé til að létta undir með barnafjölskyldum og stefnir meirihlutinn á 6 tíma gjaldfrjálsa leikskóladvöl í skrefum á kjörtímabilinu.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Sandra Sigurðardóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Alda Pálsdóttir og Njörður Sigurðsson.

Kl. 18:16 var gert fundarhlé.
Kl. 18:26 hélt fundur áfram.
Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar D-listans sátu hjá.

Viðauki við fjárhagsáætlun verður gerður þegar kostnaður við verkefnið hefur verið reiknaður út.

Bæjarfulltrúar D-listans hafa ákveðið að sitja hjá við atkvæðagreiðslu þessa máls. Teljum við að tillaga D-listans um gjaldfrjálsan desembermánuð myndi koma betur til móts við barnafjölskyldur enda er desembermánuður mikill útgjaldamánuður. Þar sem nákvæm útfærsla á tillögu O-listans og Framsóknar er ekki komin og að þau ætli sér að bíða eftir úttekt og skýrslu á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar er ljóst að ekki verður hægt að framkvæma þeirra tillögu strax. Hinsvegar væri hægt að framkvæma tillögu D-listans strax í vetur.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

14.Tillögur um að leitað verði lausna til að tryggja börnum leikskólapláss.

2206012

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að byggingarfulltrúa og fasteignafulltrúa Hveragerðisbæjar og eftir atvikum öðrum stjórnendum bæjarins, í samráði við leikskólastjórnendur, verði falið að kanna og leita lausna til að 12 mánaða börn fái pláss á leikskólum bæjarins í haust, s.s. með bráðabirgðahúsnæði eða öðrum leiðum.

Greinargerð
Ljóst er að vegna fjölgunar nemenda í leikskólum Hveragerðisbæjar er nauðsynlegt að leita lausna til að markmið Hveragerðisbæjar að 12 mánaða börn komist á leikskóla náist í haust. Þessi fjölgun nemenda er bein afleiðing af fjölgun íbúða í Hveragerði og hefði átt að vera hægt að sjá fyrir og undirbúa málið miklu betur í stað þess að þurfa að bregðast við þegar aðeins eru rúmir tveir mánuðir þar til nýtt skólaár hefst. Því þarf að bregðast hratt við og finna lausnir strax, s.s. með bráðabirgðahúsnæði.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til við bæjarstjórn að leitað verði tilboða og fjárfest í færanlegum kennslustofum sem nýst gætu menntastofnunum bæjarins á næstu árum. Í samstarfi við stjórnendur menntastofnanna bæjarins yrði fundinn ákjósanlegur staður fyrir stofurnar.

Greinargerð
Fyrir liggur að í kjölfar mikillar íbúafjölgunar í bænum gæti reynst erfitt að tryggja leikskólapláss fyrir börn á næstu árum eða þar til nýr leikskóli verður byggður í Kambalandi. Einnig gæti plássleysi skapast vegna fjölgunnar barna við Grunnskólann þar til hann verður fullbyggður. Fulltrúar D-listans telja að skólaganga barna í Hveragerði og tímanleg inntaka þeirra á leikskóla vera mjög mikilvægt málefni.
Í ljósi þess vanda sem gæti komið upp á komandi árum leggur D-listinn til við bæjarstjórn að fjárfest verði í færanlegum kennslustofum sem tengja mætti við menntastofnanir bæjarins með einum eða öðrum hætti. Mikilvægt er að bæjaryfirvöld finni stofunum heppilega staðsetningu í góðu samstarfi og samráði við stjórnendur menntastofnana í bænum.
Nú þegar hefur fengist góð reynsla af færanlegum kennslustofum sem risu við Óskaland og vilja fulltrúar D-listans horfa til svipaðra lausna nú.
Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.

Kl. 18:39 var gert fundarhlé.
Kl. 18:46 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Okkar Hveragerðis og Framsóknar en tekið verði tillit til hugmynda D-listans við útfærslu málsins.

Viðauki við fjárhagsáætlun verður gerður þegar kostnaður við verkefnið hefur verið reiknaður út.

15.Tillaga frá D-listanum - Gjaldfrjáls leikskóli í desember.

2205090

Liðir 13 og 15 ræddir saman.

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að þegar í stað verði desembermánuður með öllu gjaldfrjáls á leikskólum bæjarins.

Greinargerð
Eitt af stefnumálum D-listans fyrir síðustu kosningar var að bjóða nú þegar uppá gjaldfrjálsan leikskóla í desember. Tillagan er hugsuð sem enn eitt skrefið í átt að enn betra umhverfi barnafjölskyldna í bæjarfélaginu. Nú þegar er fyrirkomulagið þannig að skólahópur, elsti hópur leikskólastigs, fær gjaldfrjálsa fjóra tíma á dag. Fjöldi barna njóta síðan afsláttar, annað hvort systkina, námsmanna eða fyrir einstæða foreldra.
Rétt er að það komi fram að leikskólagjöld í Hveragerði hafa verið með svipuðum hætti og í flestum nágrannasveitarfélögum okkar eins og hægt er að kynna sér á heimasíðum sveitarfélaganna. Með gjaldfrjálsum leikskóla í desember og áframhaldandi afslætti af gjaldi elstu barnanna er en betur komið til móts við þarfir barnafjölskyldna í bæjarfélaginu.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir
Tillagan borin upp og felld með 5 atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar D-listans með.

Fulltrúar meirihlutans leggur fram eftirfarandi bókun.

Ljóst er að öll framboð sem buðu fram til bæjarstjórnar í Hveragerði nú í vor höfðu það að markmiði að lækka leikskólagjöld. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar hefur á stefnu sinni að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex klukkustundir á dag. Þá hefur meirihlutinn jafnframt sett sér það markmið að öll börn komist inn á leikskóla við 12 mánaða aldur og að foreldrum barna sem ekki komist inn 12 mánaða verði greiddur styrkur með börnunum. Með þessu er meirihlutinn að nálgast leikskólamálinn á heildstæðan hátt með hagsmuni barna, foreldra og leikskólastarfs að leiðarljósi.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

16.Tillaga frá D-listanum - Rennibraut í sundlaug.

2205091

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að nú þegar verði hafist handa við undirbúning á kaupum á vatnsrennibraut við sundlaugina í Laugaskarði og að menningar- og tómstundafulltrúa bæjarins verði falið að leita tilboða og að það verði haft til hliðsjónar við gerðar fjárhagsáætlunnar næsta árs.
Greinargerð
Eitt af þeim stefnumálum sem D-listinn lagði fram fyrir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar var að hugað yrði að uppsetningu á vatnsrennibraut við Sundlaugina Laugaskarði. Undanfarið hefur skapast mikil umræða um vöntun á vatnsrennibraut við sundlaugina Laugaskarð. Því er lagt til að þegar í stað fari fram könnun á þeim valkostum sem fyrir liggja varðandi uppsetningu á vatnsrennibraut. Mikilvægt er að vatnsrennibrautinni verði fundinn staður þannig að hún raski sem minnst sundlaugar kerinu og ró sundlaugargesta og því telja fulltrúar D-listans að best væri að sérstök lendingarlaug sé við rennibrautina. Vegna fyrirliggjandi fjárhagsáætlunargerðar er mikilvægt að kostnaðar við uppsetningu rennibrautar liggi fyrir svo hægt sé að gera ráð fyrir verkefninu í áætlun næsta árs.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Alda Pálsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Tillaga D-listans lögð fram og felld með atkvæðum meirihlutans, fulltrúar D-listans með.

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:

Menningar- og frístundafulltrúa verði falið að kanna þá möguleika sem færir eru til að gera sundlaugarsvæði Sundlaugarinnar Laugaskarði barnvænni.

Greinargerð
Sundlaugin Laugaskarði er eitt af kennileitum Hveragerðisbæjar. Vanda þarf til verka við uppbyggingu á svæðinu til að auka þjónustu og aðgengi sundlaugargesta. Meirihlutinn telur því farsælt að starfsmanni bæjarins, menningar- og frístundafulltrúa verði falið að leita leiða til gera sundlaugarsvæðið barnvænna. Í framhaldinu er mikilvægt að hafa samráð við íbúa um hvað skuli gera enda Sundlaugin Laugaskarði ein af perlum Hveragerðis.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Breytingatillagan lögð fram og samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans, fulltrúar D-listans sátu hjá.


17.Tillaga frá D-listanum - Úttekt á kostum þess að vera í skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings.

2205092

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að óháður aðili verði fenginn til að meta stöðu Hveragerðisbæjar gagnvart Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og gera grein fyrir þeim kostum sem Hveragerðisbæ stendur til boða er varðar framhald á skóla- og velferðarþjónustu í Hveragerði. Skal úttektin vera lögð fyrir á fyrsta fundi bæjarráðs í október.

Greinargerð
Byggðasamlag um Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings(SVÁ) var stofnað 2013 og er Hveragerðisbær aðili að byggðasamlaginu ásamt Bláskógabyggð, Flóahreppi, Grímsnes og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Sveitarfélaginu Ölfuss. Frá því að SVÁ var stofnað hefur íbúum og börnum í menntastofnunum Hveragerðisbæjar fjölgað töluvert, en íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað úr 2.288 íbúum í yfir 3.000 íbúa í dag. Íbúar á þjónustusvæði SVÁ voru 8.886 þann 1. janúar 2021 og er Hveragerðisbær stærst sveitarfélaganna.
Bæjarfulltrúar D-listans telja eðlilegt, í ljósi þess tíma sem nú er liðin frá stofnun SVÁ, fjölgun íbúa svæðisins og breyttra áherslna í skóla- og velferðarþjónustu að nú verði gerð greining á því hvort slíkt byggðasamlag henti sveitarfélagi að sömu stærðargráðu og Hveragerðisbær er orðið eða hvort aðrir möguleikar séu í stöðunni sem gætu hentað Hveragerðisbæ og íbúum þess betur. Í lok desember 2021 kom út úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og er í þeirri úttekt farið ítarlega yfir stöðu SVÁ og þeim áskorunum sem byggðasamlagið stendur frammi fyrir en ekki skoðað beint hvort Hveragerðisbæ væri betur borgið innan SVÁ eða ekki.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Tillagan borin upp og felld með 5 atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar D-listans með.

Fulltrúr meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Um leið og við þökkum Sjálfstæðisflokknum fyrir að sýna þessum málaflokki áhuga bendum við á að í lið 12 var samþykkt tillaga meirihlutans að fara í stefnumótun og þarfagreiningu samhliða úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar. Þar með talið þátttöku þess í Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem er í samræmi við málefnasamning meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar.


Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

18.Fyrirspurn frá fulltrúum D-listans - Ákvörðun um Hamarshöll.

2205094

Fulltrúar D-listans leggja fram eftirfarandi fyrirspurn varðandi ákvörðun um Hamarshöll
Ætlar nýr meirihluti O-listans og Framsóknar að skrifa undir samning við Duol sem snýr að kaupum á nýjum dúk á Hamarshöllina og tryggja þannig að hefðbundið íþróttastarf Hvergerðinga, líkt og við höfum fengið að venjast síðustu ár, komist á strax í haust? Ef ekki hvernig ætlar nýr meirihluti að tryggja áfram gott íþróttastarf strax í haust og með sem hagkvæmustum hætti?

Greinagerð
Eins og kunnugt er féll Hamarshöllin í miklu óveðri sem reið yfir landið þann 22. febrúar sl. Ákvörðun var tekin á fundi bæjarstjórnar í apríl af þáverandi meirihluta D-listans að fjárfesta strax í nýjum dúk eftir greina góða og ítarlega skýrslu frá Verkís. Í skýrslunni kom fram að það var hagkvæmasti kosturinn að reisa aftur loftborið mannvirki og einnig sá kostur sem talinn var fljótlegastur til að koma aftur af stað því íþróttastarfi sem við Hvergerðingar höfum fengið að venjast síðastliðinn áratug.
Eftir kosningar hafði fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðisbæjar samband við framleiðendur dúksins, Duol, og sýndu þeir því ríkan skilning ef að nýr meirihluti vildi afpanta dúkinn. Þar með varð því ljóst að nýr meirihluti er ekki bundinn af fyrri ákvörðun og hefur því tækifæri til að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og getur hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Fulltrúar meirihlutans hafa komið með ýmiskonar verðhugmyndir að íþróttamannvirkjum sem þeir telja að hægt sé að reisa með hagkvæmum og fljótlegum hætti og því teljum við líklegt að þau vilji skoða þá kosti.
Rétt er að geta þess að fyrstu tölur hafa borist varðandi tjónabætur og er þar gert ráð fyrir að bætur nemi 108 m.kr. Samningar um endanlegar tjónabætur bíða aftur á móti nýrrar bæjarstjórnar og þarf því einnig að hefja samtal við tryggingafélagið varðandi það.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.

Kl. 19:18 var gert fundarhlé.
Kl. 19:53 hélt fundur áfram.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur fram eftirfarandi bókun sem svar við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu Hamarshallarinnar:

Þann 22. febrúar sl. fauk Hamarshöllin af grunni sínum í heilu lagi í miklum vindi. Í kjölfar skýrslu sem Verkís var fengin til að gera fyrir bæjarstjórn ákvað fyrrum meirihluti Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi 13. apríl sl. að panta nýtt loftborið íþróttahús til að blása upp á grunni Hamarshallarinnar og hafnaði að skoða aðra hagkvæma valkosti. Skrifað var undir tilboð frá slóvenska framleiðandanum Duol um kaup á nýjum dúk þann 26. apríl sl. Síðan hefur komið í ljós að fyrrum meirihluti Sjálfstæðisflokksins virðist aldrei hafa pantað nýjan dúk frá Duol og aldrei var gerður samningur um slíkt, né liggja fyrir nein gögn um málið í málakerfi bæjarins. Óljóst er hvers vegna þáverandi bæjarstjóri ákvað að fylgja ekki eftir ákvörðun þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins um að panta nýjan dúk frá Duol. Þó er ljóst að upplýsingar sem koma fram í frétt frá fyrrum bæjarstjóra á vef bæjarins frá 28. apríl sl. um að samningur hafi verið undirritaður um kaup á nýjum dúk frá Duol er ekki rétt þar sem enginn samningur virðist liggja fyrir, heldur aðeins tilboð sem hefur einungis verið undirritað af hálfu Hveragerðisbæjar, en ekki Duol. Tilboðið var þar að auki undirritað af hálfu Hveragerðisbæjar eftir að gildistími þess rann út. Þá eru upplýsingar sem koma fram í frétt frá fyrrum bæjarstjóra frá 21. maí sl. um að hægt sé að afpanta dúkinn jafnframt röng þar sem ekki er hægt að afpanta það sem aldrei hefur verið pantað. Í undirrituðu tilboði frá Duol kemur fram að greiða þurfi 70% af upphæðinni fyrirfram þegar dúkur er pantaður og 30% fyrir afhendingu. Aldrei hafa þessi 70% verið greidd né virðist fyrrum meirihluti hafa hugað að fjármögnun á uppbyggingu Hamarshallarinnar. Því er ljóst að upplýsingar frá fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra hans um pöntun og samningagerð á dúk frá Duol var ekki rétt og byggði ekki á neinum gögnum.

Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar kölluðu eftir upplýsingum um málið og stöðu þess frá Hveragerðisbæ strax að loknum kosningum þann 16. maí en þá kom í ljós að nánast engin gögn lágu fyrir um málið. Í ljósi þess var kallað eftir upplýsingum og gögnum frá fyrrum bæjarstjóra en erindinu var ekki svarað. Í ljós kom að nánast engin gögn um málið lágu fyrir í málakerfi bæjarins þrátt fyrir lagaskyldu um skráningu og varðveislu slíkra málsgagna. Að beiðni meirihlutans sendi staðgengill bæjarstjóra erindi til Duol til að kalla eftir upplýsingum um stöðu mála þar sem þær voru ekki í málakerfi bæjarins og ekki var hægt að fá þær frá fyrrum bæjarstjóra. Þar með talið vantaði upplýsingar um afhendingartíma á nýjum dúk sem skiptir miklu máli um hvort að mögulegt sé að blása upp nýtt loftborið íþróttahús fyrir veturinn. Samkvæmt sérfræðingum hjá Hveragerðisbæ þarf að blása húsið upp í síðasta lagi í ágúst en það má aðeins gera í mjög stilltu veðri. Ef dúkurinn berst eftir þann tíma er ekki víst að hægt verði að koma húsinu upp fyrir veturinn vegna þess að ekki er hægt að treysta á gott veður. Í þessu samhengi skipta miklu þær 6-8 vikur sem hafa tapast vegna aðgerðarleysis fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í málinu. Eins og flestir Hvergerðingar þá héldu bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar að málið hefði verið sett í feril af fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins og að dúkurinn frá Duol væri þegar í framleiðslu. Því miður reyndist það ekki rétt. Í raun hefur þessi mynd sem hér hefur verið lýst verið að dragast upp á síðustu dögum en upplýsingar um stöðuna hefur skort og þess vegna hefur þurft að kalla eftir gögnum frá Duol í Slóveníu. Í gær, þann 6. júní, barst svar frá Duol þar sem fram kemur að aldrei hafi verið gengið frá samningi um pöntun á dúknum og því hafi hvorki hönnun né framleiðsla farið af stað. Pöntun á efni í dúkinn sé í byrjunarfasa en vegna stöðu á heimsmarkaði getur það tekið tíma. Þá kemur fram í svari Duol að miðað við stöðuna sé möguleiki að afhenda nýtt loftborið íþróttahús úr verksmiðjunni í byrjun október. Þá á eftir að flytja dúkinn til Íslands og koma honum upp. Miðað við þessar upplýsingar er ljóst að ekki verður komin upp ný Hamarshöll fyrr en í fyrsta lagi í lok október, líklega síðar, hvaða leið sem farin verður í uppbyggingu hennar, hvort sem keypt er loftborið íþróttahús eða fjárfest í hagstæðu stálgrindarhúsi.

Rétt er að nefna að ef málsmeðferðin hefði verið vönduð strax í upphafi þar sem aðrir hagkvæmir kostir hefðu verið kannaðir og ákvörðun verið tekin út frá þeirri skoðun væri staðan líklega önnur en nú. Slík vinnubrögð hefðu verið fremur til þess fallin að sátt og samstaða stæði um ákvörðun um uppbyggingu Hamarshallarinnar.

Ábyrgðin á þessari alvarlegu stöðu sem upp er komin liggur alfarið hjá fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins en ábyrgðin á því hvað nú gerist í framhaldinu liggur hjá núverandi meirihluta.

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur mikla áherslu á að leitað verði allra leiða til að tryggja íþróttastarf Hvergerðinga næsta vetur og að það verði gert í samstarfi við Íþróttafélagið Hamar og minnihlutann í bæjarstjórn ef hann kýs svo. Í ljósi stöðunnar er því rétt að taka ákvörðun út frá því hvað er best fyrir íþróttastarf í Hveragerði til lengri og skemmri tíma. Það er markmið núverandi meirihluta að ný Hamarshöll verði komin upp sem allra fyrst.

Möguleikarnir í stöðunni eru því eftirfarandi:
1.
Að koma upp loftbornu íþróttahúsi með samningi við Duol. Samkvæmt upplýsingum frá Duol er fyrsti mögulegi afhendingartími úr verksmiðju í byrjun október. Þó þarf að afla nánari upplýsinga frá Duol, s.s. um kostnað, hvort að tilboð sem rann út í apríl standi enn, flutningstíma og kröfur sem Íþróttafélagið Hamar gerði um aðstöðu. Núverandi meirihluti hefur þegar sett af stað vinnu meðal starfsmanna bæjarins að afla þessara upplýsinga.
2.
Samhliða hefur meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar óskað tilboða frá tveimur norskum aðilum á stálgrindarhúsum, þ.e. frá Besthall og MSO Sport & Invest. Húsin frá Besthall eru einangruð stálgrindarhús sem klædd eru með dúk en húsin frá MSO Sport & Invest eru stálgrindarhús sem eru einangruð með yleiningum. Teikningar af sökkli Hamarshallarinnar hafa verið sendar til þessara aðila sem skoða samhliða tilboðsgerð hvort að hægt sé að setja stálgrind á grunninn og hvort styrkja þurfi hann. Óskað hefur verið eftir upplýsingum um hvenær hægt verði að koma umræddum húsum upp.

Um leið og fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir í málinu mun meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar boða til aukabæjarstjórnarfundar til að taka ákvörðun hratt og vel um uppbyggingu Hamarshallarinnar og mun bæjarstjórn vinna náið með Íþróttafélaginu Hamri vegna málsins. Vonast er til þess að þessar upplýsingar liggi fyrir á næstu dögum og verði þá hægt að koma málinu áfram. Það er von meirihlutans að allir sem að málinu hafa komið, Íþróttafélagið Hamar og öll bæjarstjórn muni vinna saman að því að leysa úr þessari alvarlegu stöðu sem upp er komin.

Til nánari glöggvunar á gangi málsins og gagnaöflunar um uppbyggingu Hamarshallarinnar er hér birt tímalína um málið:

22. febrúar 2022 ? Hamarshöllin fýkur af grunni sínum í heilu lagi í miklum vindi.

10. mars 2022 - Bæjarstjórn ákveður að láta Verkís kanna fimm valkosti við uppbyggingu Hamarshallarinnar.

5. apríl 2022 - Bæjarfulltrúi Framsóknar óskar eftir upplýsingum um stöðu skýrslu Verkís. Bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis óskar eftir að fá upplýsingar frá Verkís sem fyrst svo að góður tími gefist til að skoða skýrsluna og fylgigögnin. Ítrekað 10. apríl þar sem meirihlutinn svaraði ekki.

10. apríl 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar fá drög að skýrslu Verkís um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þar er þó aðeins gerð úttekt á tveimur kostum við uppbyggingu Hamrashallarinnar en ekki þeim fimm sem ákveðið var að skoða. Kostirnir tveir í skýrslu Verkís eru dýrasti kostur stálgrindarhúss og loftborið íþróttahús.

10.-13. apríl 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar óska ítrekað eftir að skýrsla Verkís verði lögð fram til kynningar á fundi bæjarstjórnar 13. apríl þar sem ljóst sé að hún sé ófullgerð og aðrir kostir séu í stöðunni sem sé mikilvægt að skoða. Þessu er hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins.

12. apríl 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar fá hluta af fylgigögnum með skýrslu Verkís send eftir ítrekaðar beiðnir.

13. apríl 2022 - Sjálfstæðisflokkurinn tekur ákvörðun um að kaupa nýtt loftborið íþróttahús og blása upp á grunni þess sem fauk þann 22. febrúar. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar sitja hjá þar sem skýrsla Verkís er ófullgerð og mörgum spurningum er ósvarað í málinu og leggja til að málinu sé frestað um tvær vikur (sem Sjálfstæðisflokkurinn hafnar). Það kemur fram í máli Sjálfstæðisflokksins að það megi ekki bíða að panta nýjan dúk frá Duol.

16. apríl 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar senda fyrirspurn til Duol og óska eftir upplýsingum um tilboð og samning við Hveragerðisbæ.

27. apríl 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar ítreka fyrirspurn til Duol og óska eftir upplýsingum um tilboð og samning við Hveragerðisbæ.

28. apríl 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis leggja fram fyrirspurn í bæjarstjórn um hvers vegna Verkís skilaði ófullgerðri skýrslu til bæjarstjórnar og hvers vegna hún hafi ekki verið unnin eftir ákvörðun bæjarstjórnar (að kanna fimm valkosti). Fyrrum bæjarstjóri svarar því að líklega hafi hann ákveðið það í samráði við Verkís og tæknideild Hveragerðisbæjar sem er í andstöðu við ákvörðun bæjarstjórnar.

28. apríl 2022 - Bæjarstjórn samþykkir undirskriftarsöfnun um að borgarafundur verði haldinn vegna Hamarshallarinnar.

28. apríl 2022 - Fyrrum bæjarstjóri birtir frétt á vef Hveragerðisbæjar um að samningur um kaup á dúk frá Duol hafi verið undirritaður. Síðar kemur í ljós að ekki var um samning að ræða heldur undirritað tilboð af hálfu Hveragerðisbæjar. Engar upplýsingar eru í tilboðinu um afhendingartíma.

29. apríl 2022 - Framkvæmdastjóri Duol í Slóveníu svarar fyrirspurn bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Framsóknar frá 16. apríl um að tilboð hafi verið sent til Hveragerðisbæjar þann 22. mars og það undirritað 26. apríl.

6. maí 2022 - Undirskriftum um ósk um borgarafund skilað til Hveragerðisbæjar. Nægilega margar undirskriftir fengust.

9. maí 2022 - Borgarafundur um Hamarshöllina haldinn í Skyrgerðinni.

14. maí 2022 - Sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöður Okkar Hveragerði 39,6% og þrír bæjarfulltrúar, Framsókn 27,5% og tveir bæjarfulltrúar og Sjálfstæðisflokkurinn 32,8% og tvo bæjarfulltrúa. Ljóst að meirihluti Sjálfstæðisflokksins er fallinn.

16. maí 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar kalla eftir upplýsingum um stöðuna á máli Hamarshallarinnar. Í ljós kemur að nánast engin gögn eru í málakerfi Hveragerðisbæjar um málið, engin samskipti við Duol og eingöngu undirritað tilboð af hálfu Hveragerðisbæjar.

21. maí 2022 - Fyrrum bæjarstjóri birtir frétt á vef Hveragerðisbæjar um að hann hafi verið í samskiptum við Duol og þar hafi komið fram að hægt sé að afturkalla pöntun á dúknum. Fréttin reynist röng þar sem dúkurinn virðist aldrei hafa verið pantaður og því ekki hægt að afpanta hann.

22. maí 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar kalla eftir upplýsingum frá fyrrum bæjarstjóra um samskipti við Duol, einkum afritum af tölvupóstum, uppskriftum símtala og minnisblöðum um málið. Einnig var kallað eftir upplýsingum um afhendingartíma dúksins og hvort samningur hefði verið undirritaður og ef ekki hvort að drög um hann lægju fyrir. Bæjarstjóri svarar ekki erindinu og engin gögn berast.

29. maí 2022 - Nýr meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar tekur formlega við völdum í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar, sbr. 1. mgr. 15. gr. sveitarstjórnarlaga.

30. maí 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar funda með skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar og spyrja um gögn málsins um Hamarshöllina og samskipti og samninga við Duol. Í málakerfi bæjarins er ekki að finna nein samskipti við Duol um pöntun á dúk né að hægt sé að afpanta hann, sbr. frétt fyrrum bæjarstjóra á vef Hveragerðisbæjar 21. maí. Miðað við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar virðist samningur aldrei hafa verið gerður við Duol og dúkurinn aldrei pantaður.

31. maí 2022 - Að beiðni meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar sendir skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar erindi til Duol og kallar eftir upplýsingum og gögnum um samskipti við fyrrum bæjarstjóra (þar sem þau eru ekki til hjá Hveragerðisbæ), þ.m.t. um afhendingartíma og drög að samningi.

2. júní 2022 - Að beiðni meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar ítrekar byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar fyrirspurn til Duol og aftur 3. júní.

6. júní 2022 - Svör berast frá Duol þar sem fram kemur að aldrei hafi verið gengið frá samningi um pöntun á dúknum og því hafi hönnun á húsinu verið stöðvuð en fyrirtækið sé að hefja pöntun á efni. Einnig kemur fram að miðað við stöðuna sé möguleiki að afhenda nýtt loftborið íþróttahús úr verksmiðju í byrjun október. Þá á eftir að flytja dúkinn til landsins og koma honum upp.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Í aðdraganda kosninga var augljóst að fulltrúar O-lista og Framsóknar höfðu ekki áhuga að endurreisa Hamarshöllina í þeirri mynd sem hún var, enda snérist kosningabaráttan að mestu leyti um andstöðu þessara flokka við endurreisn loftborins íþróttahúss. Því mega þessir flokkar teljast afar heppnir að ekki skuli hafa verið gengið endanlega frá saminingi um kaupin og því eru þau nú með öllu óbundin af ákvörðun fyrri meirihluta og geta reist hvað það hús sem þau telja hagkvæmast.

Það er augljóst að fulltrúar O-listans og Framsóknar hafa ekki áhuga á að reisa nýtt loftborið íþróttahús. Ef þau hefðu hug á hefðu þau farið af stað í samningagerð við Duol til að flýta sem mest fyrir komu dúksins til landsins.

Það má vera að í frétt á vef Hveragerðisbæjar frá 28. apríl hafi staðið að undirritaður hafi verið samningur við Duol um kaup á nýjum dúk, en þegar betur er að gáð sést að þar er verið að undirrita og samþykkja tilboð um kaup á nýjum dúk frá Duol í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar. Þrátt fyrir að staðið hafi á tilboðinu að það rynni út 15. apríl tóku fulltrúar Duol tilboðinu gildu og hafa þeir staðfest það í tölvupósti. En eftir stendur að sjálf samningagerðin var eftir og þann samning hefði og þarf bæjarstjórn að sjálfsögðu að samþykkja.

Það kemur okkur mjög á óvart hvað fulltrúar O-listans og Framsóknar hafa skyndilega mikinn áhuga á því að reisa loftborið íþróttahús, þvert gegn öllu því sem þau ræddu um í aðdraganda kosninga og þeirri andstöðu sem þeir sýndu.

Samkvæmt öllu því sem hér hefur komið fram er enn möguleiki að nýtt loftborið íþróttahús rísi næsta haust, sé vilji til þess hjá fulltrúum O-listans og Framsóknar. Ákvörðunin liggur hjá ykkur.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur fram eftirfarandi bókun.
Til skýringar viljum við benda á að samkvæmt okkar upplýsingum þá hefur upplegg Duol í pöntun á dúknum verið með þeim hætti að fengist samþykkt tilboð þá yrði í framhaldinu að undirrita verksamning og greiða 70% kaupverðs dúksins og þar með væri pöntun á dúknum komin af stað. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið frá starfsmönnum bæjarins var fyrirhugað í verksamningnum að útlista tilteknar kröfur sem og nánari útfærsluatriði meðal annars varðandi styrkingu á dúknum og breytingar á honum með tilliti til þarfagreiningar Hamars. Slíkur verksamningur virðist ekki hafa verið gerður eins og áður er rakið og við höfum fengið það staðfest frá starfsmönnum bæjarins að greiðsla á 70% staðfestingargjalds hefur ekki farið fram.

Við í meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar viljum leiðrétta þá rangfærslu í máli Friðriks hér áður þess efnis að Okkar Hveragerði eða Framsókn hafi gefið það út fyrir kosningar að við vildum ekki koma upp loftbornu húsi, eða að það sé raunin í dag. Hið rétta er að við vildum frekari skoðun á öðrum hagkvæmum kostum sem unnt væri að koma upp innan skamms tíma. Við vildum þannig sjá vandaðri vinnubrögð við afgreiðslu málsins, enda um mikla hagsmuni að ræða fyrir íbúa Hveragerðisbæjar. Okkar Hveragerði var í samræmi við það með á sinni stefnuskrá að skoða hvort að hægt væri að endurskoða ákvörðun um uppbyggingu Hamarshallarinnar án þess að framkvæmdatími lengdist. Framsókn hafði síðan ákveðið að una þeirri ákvörðun kjörinna fulltrúa fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins að dúkurinn hefði þegar verið pantaður. Meðal annars í ljósi yfirlýsingar fyrrum bæjarstjóra eftir kosningar þess efnis að unnt væri að afpanta dúkinn var það hluti málefnasamnings hins nýja meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar að skoða kosti varðandi uppbyggingu Hamarshallarinnar og annarra íþróttamannvirkja.

Í samræmi við það mun nýr meirihluti taka ákvörðun sem allra fyrst um uppbyggingu Hamarshallarinnar, hvort sem það verður loftborið hús að nýju eða annar ákjósanlegur kostur með tilliti til tíma og fjármuna eins og rakið er í bókun okkar. Við áréttum að um leið og fyrir liggja nauðsynlegar upplýsingar til grundvallar slíkri ákvörðun um þá kosti sem eru í stöðunni og að fengnu samráði við íþróttafélagið Hamar, mun meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar boða til auka bæjarstjórnarfundar til að taka ákvörðun um málið.

Í ljósi stöðunnar og umræðunnar hér í dag viljum við beina eftirfarandi spurningu til bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

1.
Hvers vegna var ekki gengið frá verksamningi um dúkinn og gengið frá staðfestingargjaldi eftir ákvörðun bæjarstjórnar í apríl síðastliðnum?

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar fagnar því ef að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta sýnt fram á að pöntun á dúknum hafi farið fram í kjölfar bæjarstjórnarfundarins í apríl síðastliðnum þar sem tekin var ákvörðun þar um og að dúkurinn muni koma hingað til lands í ágúst eins og fyrirhugað var. Af bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins má þó ráða að það hafi ekki verið gert.

Tímabært er að sátt náist um þetta mál og við vonumst til þess að allir kjörnir bæjarfulltrúar geti unnið sameiginlega að úrlausn málsins.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

19.Fyrirspurn frá aðalstjórn Íþróttafélagsins Hamars um uppbyggingu Hamarshallarinnar.

2206016

Í bréfinu óskar aðalstjórn Íþróttafélagsins Hamars eftir svörum við ýmsum spurningum er varða íþróttaaðstöðu vetrarins og uppbyggingu íþróttastarfs í Hveragerði.


Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur fram eftirfarandi bókun sem svar við erindi Íþróttafélagsins Hamars:

Meirihlutinn tekur undir og deilir áhyggjum Íþróttafélagsins Hamars um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna uppbyggingar Hamarshallarinnar. Ástæðu þeirrar stöðu má rekja til þess hvernig fyrrum meirihluti Sjálfstæðisflokksins hélt á málinu, eins og rakið var í svari við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins fyrr á fundinum. Það er gífurlega mikilvægt að Íþróttafélagið Hamar og bæjaryfirvöld vinni saman að lausn málsins.

Þegar fyrirspurn Íþróttafélagsins Hamars barst Hveragerðisbæ voru þrír dagar síðan núverandi meirihluti tók til starfa samkvæmt sveitarstjórnarlögum en rétt er að benda á að nýkjörin sveitarstjórn hefur ekki umboð til að taka neinar ákvarðanir fyrr en 15 dögum eftir kjördag. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar fóru þó strax eftir kosningar, og í raun nokkru fyrir þær, í að afla upplýsinga um stöðu á uppbyggingu Hamarshallarinnar. Eins og fram kemur í svari við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins fyrr á fundinum vantaði gögn um málið í málakerfi Hveragerðisbæjar og ekki fengust upplýsingar um stöðuna né gögn frá fyrrum bæjarstjóra og seinlega gekk að fá svör frá Duol í Slóveníu þegar eftir því var leitað. Upplýsingar um stöðuna hafa borist á síðustu dögum og síðast í gær. Staðan er sú að fyrrum meirihluti Sjálfstæðisflokksins virðist aldrei hafa pantað nýtt loftborið íþróttahús frá Duol þar sem aldrei var gengið frá samningi þar um og ekki var greitt 70% af kaupverði hússins til Duol eins og áskilið var við pöntun. Samkvæmt upplýsingum frá Duol samkvæmt svari sem barst í gær hefur framleiðsla á dúknum þar af leiðandi ekki farið af stað en ef ákveðið er að fara af stað strax telur Duol að hægt sé að afhenda dúkinn úr verksmiðju í byrjun október. Þá á eftir að flytja dúkinn til Íslands og koma honum upp.

Til að svara spurningum Íþróttafélagsins Hamars hefur nýr meirihluti ekki tekið ákvörðun um hvernig verður staðið að uppbyggingu Hamarshallarinnar vegna erfiðleika við að fá gögn og upplýsingar um stöðuna hjá Duol. Ákvörðun um uppbyggingu Hamarshallarinnar er vissulega á ábyrgð bæjaryfirvalda en þá ákvörðun vill meirihlutinn taka í samráði við Íþróttafélagið Hamar. Þá er ljóst að ný höll getur í fyrsta lagi verið komin upp í októbermánuði, mögulega síðar, miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir um málið á þessari stundu. En rétt er að hafa í huga að ekki er hægt að blása upp loftborið íþróttahús nema í logni og ekki er hægt að treysta á þannig veður í október- og nóvembermánuði. Eins og fram kemur í svari við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins hér fyrr á fundinum mun meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar boða til aukabæjarstjórnarfundar til þess að taka ákvörðun um uppbyggingu Hamarshallarinnar um leið og allar upplýsingar um málið liggja fyrir og samráð hefur verið haft við Hamar.

Fulltrúar meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar hafa undanfarið verið í sambandi við formann Hamars og upplýst hann um stöðu mála. Þá átti meirihlutinn góðan fund með aðalstjórn Hamars sl. föstudag og upplýsti um stöðu málsins. Um hvort að Íþróttafélagið Hamar fái fulltrúa í menningar-, íþrótta- og frístundanefnd hefur ekki verið sérstaklega rætt en slík ósk virðist ekki hafa verið tekin til umræðu í bæjarstjórn áður. Eins og hefur komið fram í samskiptum við formann og aðalstjórn Hamars, er það vilji meirihlutans að bæjaryfirvöld starfi í nánu samstarfi við íþróttafélagið um hagsmunamál þess. Rétt er að menningar-, íþrótta- og frístundanefnd ásamt menningar- og frístundafulltrúa hafi reglulegt samráð við íþróttafélagið um málefni sem viðkoma því. Það er sameiginlegt verkefni Hamars og bæjaryfirvalda að vinna að uppbyggingu íþróttamála í Hveragerði.

Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er kominn og þess að ljóst er að íþróttaaðstaða í Hamarshöll verður ekki komin upp við upphaf skólaárs leggur meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar til að menningar- og frístundafulltrúa verði falið að setja strax af stað vinnu í samstarfi við Íþróttafélagið Hamar um að leita lausna og eftir samstarfi við nágrannasveitarfélögin um aðstöðu fyrir íþróttaæfingar í haust og fram á vetur eða þar til ný Hamarshöll verður risin. Upplýsingar um hvenær Hamarshöllin verður risin að nýju mun vonandi liggja fyrir á næstu dögum. Því er mikilvægt að hafa áætlun tilbúna um hvernig er hægt að leysa til bráðabirgða æfingaaðstöðu þar til Hamarshöllin rís. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur ríka áherslu á að leitað verði leiða til stuðnings við Íþróttafélagið Hamar til að styrkja og efla starfið sem fram fer á vegum þess, og þá einkum í ljósi þeirra áskorana sem eru fyrirsjáanlegar á komandi misserum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin samkvæmt framangreindu. Það er ánægjulegt að sjá að í forystu Hamars eru öflugir málsvarar sem beita sér með virkum hætti fyrir hagsmunum félagsins og er mikilvægt að samtal og samstarf milli félagsins og bæjaryfirvalda sé virkt og í góðum farvegi.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Kl. 20:19 var gert fundarhlé.
Kl. 20:39 hélt fundur áfram.

Bæjarfulltrúar D-listans taka undir áhyggjur Íþróttafélagsins Hamars og lýsa yfir þungum áhyggjum varðandi starfsemi Íþróttafélagsins Hamars næsta haust og til framtíðar. Augljóst er að fulltrúar O-listans og Framsóknar hafa frá upphafi reynt að tefja ákvörðun og framkvæmd uppbyggingar Hamarshallarinnar og ekkert sem þau segja núna getur hrakið þá staðreynd, í stað þess reyna þau að skella skuld á fyrrverandi meirihluta D-listans. Sem alveg frá upphafi var ákveðin í því að reisa loftborið íþróttahús. Hefðu þau áhuga á að koma sem fyrst af stað uppbyggingu Hamarshallarinnar að nýju væru þau búin að klára samning við Duol um pöntun á loftbornu íþróttahúsi sem D-listinn var kominn af stað með. Öll grunnvinna við uppbyggingu loftborins íþróttahúss liggur fyrir. Spyrja má sig hversu langan tíma fulltrúar O-listans og Framsóknar ætli sér að taka í uppbyggingu Hamarshallarinnar.

Við ítrekum að ákvörðum um uppbyggingu íþróttaaðstöðu til framtíðar er ykkar.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

20.Aukaaðalfundur SASS 15. - 16. júní nk. - Auk aðalfundar hjá HSL og SOS.

2205095

Í bréfinu er boðað á aukaaðalfund SASS, HSL og SOS 2022 sem haldnir verða á Hótel Selfossi 15. - 16. júní nk.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Lagt fram til kynningar en fulltrúar Hveragerðis á aukaaðalfundi SASS eru Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson og Alda Pálsdóttir.

Fulltrúar Hveragerðis á aukaaðalfundi HSL verða Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson og Friðrik Sigurbjörnsson.

Fulltrúi Hveragerðis á SOS verður Halldór Benjamín Hreinsson.

21.Ráðning bæjarstjóra og ákvörðun um staðgengil bæjarstjóra, skv.48. og 49. gr. samþ. um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2205096

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að auglýst verði eftir bæjarstjóra. Lagt er til að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs verði falið að fylgja málinu eftir, fá tilboð frá ráðningarstofum og fela einni þeirra að auglýsa eftir bæjarstjóra sem fyrst og aðstoða í ráðningarferlinu eins og við á. Jafnframt er skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar Helgu Kristjánsdóttur falið að gegna starfi staðgengils bæjarstjóra þar til hann hefur verið ráðinn til starfa.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun

Bæjarfulltrúar D-listans telja brýnt að nýr bæjarstjóri sé ráðinn sem fyrst, enda eru næg verkefni framundan í sístækkandi sveitarfélagi.
Fulltrúar D-listans óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum :
Í tillögu O-listans og Framsóknar á að óska eftir tilboðum frá ráðningastofum, þar er einnig gert ráð fyrir að „fela einni þeirra að auglýsa eftir bæjarstjóra sem fyrst og aðstoða í ráðningarferlinu eins og við á.“, á að taka hagkvæmasta tilboðinu eða hvað mun ráða því hvaða ráðningastofu verður falið að sjá um ráðninguna?
Verða einhver tímamörk sett á ráðningarferlið?
Mun listi um umsækjendur vera birtur opinberlega, t.d. á vefsíðu Hveragerðisbæjar?
Hvaða hæfnis- og menntunarkröfur verða settar fram. Munu O-listinn og Framsókn nota þá atvinnuauglýsingu sem O-listinn birti á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga?
Verður sett skilyrði fyrir búsetu í Hveragerði fyrir nýjan bæjarstjóra?

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans, fulltrúar D-listans sátu hjá.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 21:40.

Getum við bætt efni síðunnar?