Fara í efni

Bæjarstjórn

541. fundur 13. janúar 2022 kl. 17:00 - 19:18 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Friðrik Sigurbjörnsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Minnisblað - heimild bæjarstjórnar til að halda fjarfundi.

2201018

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna heimildar bæjarstjórnar til að halda fjarfundi.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að nýta heimild sem gefin hefur verið til 31. janúar 2022 sem gefur heimild til að halda fjarfundi sveitarstjórnar, bæjarráðs og annarra lögbundinna nefnda sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.

Einnig samþykkir bæjarstjórn að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, bæjarráðs og annarra lögbundinna nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Bæjarstjórn samþykkir að undirritun og frágangur fundargerða verði í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga við aðstæður sem þessar.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 16. desember 2021.

2112005F

Liðir afgreiddir sérstaklega 3, 4, 5, 6 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Sigrún Árnadóttir.
Liður 3 "Bréf frá leikskólastjóra leikskólans Óskalands frá 1. desember 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 4 "Minnisblað frá bæjarstjóra - greiðsla leikskólagjalda milli jóla og nýárs" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs. Í ljósi þess að foreldrar hafa verið beðnir um að halda börnum sínum heima hafi þeir tök á því samþykkir bæjarstjórn að fella niður gjöld þeirra barna sem eru í sóttkví eða einangrun vegna covid eða tilkynna fyrirfram út janúar að þau muni ekki nýta sér þjónustu leikskólanna og/eða frístundaheimilis. Með sama hætti verða felld niður gjöld vegna mötuneyta hjá börnum sem ekki njóta matar.

Liður 5 "Minnisblað frá bæjarstjóra - úthlutun lóða í Kambalandi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Markaðsstofa Suðurlands - ósk um endurnýjun samstarfssamnings" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Samningur sveitarfélaga á Suðurlandi og N4 ehf" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð menningar-íþrótta og frístundanefndar frá 9. desember 2021.

2112002F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 11. janúar 2022. - 210

2201002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 4, 5, 6 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Liður 1 "Hverfisskipulag, á hverfisverndarsvæði HV4" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að leitað verði umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og hún kynnt fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 2 "Nýtt íbúðarsvæði ÍB15, tillaga að breytingu á aðalskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð og Eyþór H. Ólafsson tók við fundarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að kynna breytingartillöguna, forsendur hennar og umhverfismat, íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 4 "Árhólmasvæði, svifbraut og bílastæði, breyting á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi og breytt tillaga að deiliskipulagi á Árhólmasvæðinu verði auglýstar samhliða í samræmi við 31. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu á texta greinargerðar deiliskipulags sem fram komu á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.

Liður 5 "Bláskógar 6b, umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar tilskilin grenndarkynningargögn liggja fyrir.

Liður 6 "Bláskógar 6c, umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar tilskilin grenndarkynningargögn liggja fyrir.

Liður 7 "Þelamörk 50 og 52-54, ósk um breytingu á lóðarmörkum" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð umhverfisnefndar frá 14. desember 2021.

2112004F

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Bæjarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar varðandi mikilvægi góðrar flokkunar sorps í Hveragerði en ljóst er að mál er varða sorp og meðhöndlum þess eiga eftir að verða viðamikil á næstu árum. Því hvetur bæjarstjórn nefndina til að leggja þunga í alla umfjöllun um aukna og betri flokkun í Hveragerði.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi.

2112016

Lögð fram samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaganna á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykktinni til síðari umræðu bæjarstjórnar.

7.Umsókn um rekstrarleyfi - Björg og Marel ehf.

2201010

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Bjargar og Marel ehf kt. 621121-0490 um leyfi til reksturs veitinga í flokk III, Veitingaleyfi - D Veisluþjónusta og veitingaverslun.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn gerir ekki athugsemd við umsókn Bjargar og Marel ehf kt. 621121-0490 um leyfi til reksturs veitinga í flokk III, Veitingaleyfi - D Veisluþjónusta og veitingaverslun, Breiðumörk 25 221-0118 rýmisnúmer 0101, Breiðumörk 25 2247019 rýmisnúmer 0102 og Breiðumörk 25 2210120 rýmisnúmer 0201.

8.Umsókn um leigu á Breiðumörk 21.

2201013

Lögð fram umsókn frá fyrirtækinu ÓJÓ Import ehf um að leiga húsnæðið að Breiðumörk 21 til þess að opna verslun og sýningarrými.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Njörður Sigurðsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við ÓJÓ import ehf um leigu á hluta á húsnæðinu að Breiðumörk 21. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til samþykktar.

9.Opnun tilboða í verkið - Vorsabær 2. áfangi .

2201011

Njörður Sigurðsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.

Opnun tilboða í verkið - Vorsbær 2. áfangi fór fram miðvikudaginn 5. janúar 2022. Alls bárust átta tilboð í verkið.

Aðalleið ehf 76.561.500.kr
Arnon ehf 60.506.500.kr
Sportþjónustan ehf 61.309.550.kr
Smávélar ehf 69.625.120.kr
Egill Guðjóns ehf 75.500.150.kr
Gröfutækni ehf 72.005.600.kr
Gummi Sig ehf 85.072.350.kr
Stéttafélagið ehf 112.286.400.kr

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að taka lægsta tilboði frá Arnon ehf enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

10.Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2022.

2201016

Lögð fram Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2022.
Húsnæðisáætlun er unnin á grundvelli laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og reglugerð um húsnæðisáætlanir nr. 1248/2018 þar sem segir að sveitarfélög skuli greina með reglubundnum hætti þörf fyrir íbuðir í sveitarfélaginu og gera áætlanir til fjögurra ára um það hvernig þörf fyrir íbúðarhúsnæði verði mætt. Í áætluninni sem hér er lögð fram er dregin upp mynd af stöðu húsnæðismála í Hveragerðisbæ. Framboð og eftirspurn er greint með tilliti til húsnæðisforma og sett fram áætlun um það hvernig Hveragerðisbær ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila bæði til lengri og skemmri tíma. Meginmarkmið með gerð húsnæðisáætlunarinnar er að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimilanna í bæjarfélaginu.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa húsnæðisáætluninni til síðari umræðu.

11.Lánasamningur - Lánasjóður sveitarfélaga.

2201012

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga upp á 200. m. kr. lán.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 200.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögununar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Helgu Kristjánsdóttur, kt. 141060-5629, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

12.Ráðning skipulagsfulltrúa.

2201017

Lögð fram greinargerð frá Hagvangi vegna stöðu skipulagsfulltrúa hjá Hveragerðisbæ og gögn um umsækjendur.
Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði fullnaðar afgreiðslu í þessu máli. Fyrir þann fund munu bæjarfulltrúar fá öll gögn vegna málsins.

13.Fyrirspurn frá Okkar Hveragerði um ástand Sundlaugarinnar Laugaskarði.

2201019

Fulltrúar Okkar Hveragerði lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn.

Undanfarin misseri hefur ítrekað verið vandamál með hitastig Sundlaugarinnar Laugaskarði. Loka hefur þurft heitum pottum eða sundlaug þar sem hitastig hefur verið of lágt. Vegna þessa ástands hefur Hveragerðisbær ekki getað sinnt eðlilegri þjónustu við gesti sundlaugarinnar, nemendur í grunnskólanum og þeirra sem æfa sund á vegum Íþróttafélagsins Hamars. Ábyrgð á rekstri Sundlaugarinnar Laugaskarði liggur hjá Hveragerðisbæ og því eru eftirfarandi spurningar lagðar fram um rekstur og aðgerðir sem bærinn hefur gripið til og hyggst grípa til til þess að koma rekstri sundlaugarinnar í eðlilegt horf: Hversu oft hefur þurft að fella niður skólasund og sundæfingar á þessum vetri vegna of lágs hitastigs í sundlauginni? Hvernig hefur verið staðið að upplýsingagjöf til nemenda, Hamars og gesta um lokanir og ástand sundlaugarinnar? Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til þess að tryggja að nægur hiti sé í sundlauginni? Hvernig hyggst Hveragerðisbær tryggja til framtíðar að sundlaugin fá nægilegt heitt vatn svo hægt sé að tryggja rekstrargrundvöll hennar?

Njörður Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur þær sem fram koma í fyrirspurn Okkar Hveragerðis af hitamálum Sundlaugarinnar í Laugaskarði en fjölmargir fundir hafa verið haldnir vegna þessa og sérfræðingar fengnir til að skoða hvað það er sem gæti verið að valda þessum hitavandamálum í lauginni. Bæjarstjórn felur Menningar- og frístundafulltrúa að svara þeim spurningum sem snúa að upplýsingum og rekstri og leggja þær upplýsingar fyrir bæjarráð og bæjarráð fjalli einnig frekar um þennan vanda á fundi sínum í næstu viku.

14.Fyrirspurn frá Frjálsum með Framsókn varðandi tillögu frá 2018 um eflingu ungmennaráðs.

2201023

Fulltrúi Frjálsra með Framsókn lagði fram eftir farandi fyrirspurn.

Á fundi bæjarstjórnar 15. júní 2018 lagði bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn tillögu um eflingu ungmennaráðs: „Frjáls með Framsókn leggja til að Bæjarstjórn Hveragerðis samþykki að taka ungmennaráð bæjarins til endurskoðunar, með það að markmiði að gefa ungmennum tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélagi sínu og fái tækifæri til að koma að ákvörðunum sem snerta líf þeirra. Í þeim tilgangi mun bærinn m.a. standa árlega fyrir ungmennaþingi að hausti, þar sem ungmenni geta komið saman og rætt og ályktað um þau mál sem helst brenna á þeim hverju sinni. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að opna stjórnsýslu bæjarins á þann hátt að ungmennaráðið eigi áheyrnarfulltrúa í flestum nefndum bæjarins með málfrelsi og tillögurétti. Hver sá sem uppfyllir kröfur um setu í ungmennaráðinu getur boðið sig fram sem áheyrnarfulltrúi og kosið er á milli áhugasamra á ungmennaþinginu. Bæjarstjórn samþykkir að fela menningar- og frístundafulltrúa að hefja nú þegar undirbúning að ungmennaþingi haustið 2018 og breytingar á starfsemi ungmennaráðsins í anda framangreindrar tillögu.“

Leitað hefur verið eftir upplýsingum með óformlegum hætti á bæjarráðsfundum nokkrum sinnum á kjörtímabilinu. Nú er hér með lögð fram formleg fyrirspurn um gang mála.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn kallar eftir greinargerð frá Menningar- og frístundafulltrúa um stöðu og framtíð ungmennaráðs sem lögð yrði fram á næsta fundi bæjarstjórnar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:18.

Getum við bætt efni síðunnar?