Fara í efni

Bæjarstjórn

540. fundur 09. desember 2021 kl. 17:00 - 19:08 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Friðrik Sigurbjörnsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 18. nóvember 2021.

2111004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1 og 4.

Enginn tók til máls.
Liður 1 "Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 12. nóvember 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 4 "Bréf frá Sjóðnum góða ódagsett nóvember 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 2. desember 2021.

2111005F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3, 13.

Enginn tók til máls.
Liður 1 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 29. nóvember 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 2 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 29. nóvember 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 3 "Bréf frá stjórn Bergrisans frá 22. nóvember 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að Hveragerðisbær gerist aðili að húsnæðissjálfseignarstofnunni.

Liður 13 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Gatnagerð 2022" afgreiddur sérstaklega.Bæjarstjórn samþykkir að byggingafulltrúi muni auglýsa útboð vegna gatnagerðar ársins 2022 í samræmi við tillögu í minnisblaðinu.

3.Fundargerð fræðslunefndar frá 30. nóvember 2021.

2111008F

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7. desember 2021.

2112003F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 3, 4, 6 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Liður 1 "Deiliskipulag við Varmá, breyting á staðsetningu skólpdælubrunns" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir breytinguna en minnir um leið á að á þessum slóðum er hæsta tré Hveragerðisbæjar staðsett og því ber að gæta sérstakrar natni á svæðinu til að því verði ekki raskað með nokkrum hætti.

Liður 3 ",,ZIP LINE“ Svifbraut á Árhólmasvæði, tillaga að breytingu á aðalskipulagi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árhólmasvæðis sem nær til svifbrautarinnar og fjölgun bílastæða á svæðinu.

Liður 4 "Árhólmasvæði, breyting á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagstillagan vegna svifbrautar og fjölgunar bílastæða, forsendur hennar og umhverfismat verði kynnt fyrir íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi af því verði hún auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Árhólmasvæðinu. Jafnframt verði Landform ehf. falið að vinna að gerð breytingartillögu við deiliskipulag Árhólmasvæðisins þar sem tillögur Reykjadalsfélagsins um ferðaþjónustumiðstöð verði hafðar til hliðsjónar. Vegna áherslu bæjarstjórnar á að stækka bílastæðin, sem allra fyrst þá samþykkir bæjarstjórn að umræddar deiliskipulagsbreytingar verði gerðar í tveimur áföngum þar sem breyting vegna fjölgunar bílastæða og svifbrautar er mun umfangsminni og óvissuþættir færri.

Liður 6 "Þórsmörk 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur nýbyggingum og samtals 6 íbúðum á lóð, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir umsóknina.

Liður 8 "Laufskógar 3, fjölgun fasteigna á lóð, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir erindið.

5.Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 30. nóvember 2021.

2112030

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð umhverfisnefndar frá 30. nóvember 2021.

2111007F

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhansdóttir, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Sigrún Árnadóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Nýtt hjúkrunarheimili, Ás í Hveragerði - samningur.

2112015

Lagður fram samningur við Framkvæmdasýslan Ríkiseignir og Heilbrigðissráðuneytið vegna nýs hjúkrunarheimilis að Ási í Hveragerði.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

8.Útboð- Lýsingarbúnaður fyrir götu- og stígalýsingu.

2112014

Lögð fram niðurstaða útboðs nr. H211001 - Lýsingarbúnaður fyrir götu- og stígalýsingu.

Alls bárust 6 tilboð frá 5 tilboðsaðilum, þar af eru 2 tilboð sem standast allar kröfur samkvæmt útboði.

Tilboð sem bárust:
Johan Rönning Stenst allar kröfur skv. útboði. Samtals verð lampa: 28.372.610,-kr - LCC: 71.353.245,-kr

S. Guðjónsson - Stenst allar kröfur skv. útboði. Samtals verð lampa: 29.541.595,-kr - LCC: 76.767.218,-kr

Reykjafell Stenst ekki lýsingarkröfur skv. útboði. Samtals verð lampa: 22.919.617,-kr LCC: 78.184.308,-kr

Ískraft (tilboð 1) Stenst ekki lýsingarkröfur skv. útboði. Samtals verð lampa: 37.933.663,-kr LCC: 108.493.693,-kr

Fálkinn Stenst ekki útlits- og lýsingarkröfur skv. útboði. Samtals verð lampa: 38.977.187,-kr - LCC: 118.229.368,-kr

Ískraft (tilboð 2) Stenst ekki útlitskröfur skv. útboði. Samtals verð lampa: 54.038.497,-kr LCC: 150.672.812,-kr

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Johans Rönning enda standist tilboð fyrirtækisins allar þær kröfur sem settar voru fram i útboðsgögnum.

9.Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaganna á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

2112016

Lögð fram samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaganna á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar í bæjarstjórn.

10.Þjónustusamningur við Sóknarnefnd Hveragerðiskirkju frá 2021-2023.

2112017

Lagður fram þjónustusamingur við Sóknarnefnd Hveragerðiskirkju frá 2021-2023.

Enginn tók til máls.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

11.Umsókn um rekstrarleyfi - PFC Hveragerði.

2112026

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar PFC Hveragerði kt. 661121-1060 um leyfi til reksturs veitingaleyfis flokkur II, A Veitingahús.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsókn PFC Hveragerði kt. 661121-1060 um leyfi til reksturs veitingaleyfis flokkur II, A Veitingahús, Austurmörk 6, fasteignanúmer 235-7516, rýmisnúmer 01-0101.

12.Umsókn um rekstrarleyfi - Nýlendurbarinn ehf.

2112027

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Nýlendurbarsins ehf, kt. 420620-0470 um leyfi til reksturs veitingaleyfi flokkur III, A Veitingahús.

Eyþór H. Ólafsson vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn Nýlendurbarsins ehf, kt. 420620-0470 um leyfi til reksturs veitingaleyfi flokkur III, A Veitingahús, Austurmörk 6, fasteignanúmer 235-7516, rýmisnúmer 01-0101.

13.Umsókn um rekstrarleyfi - Reykjavík Taco.

2112028

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Reykjavík Taco ehf, kt. 600618-1050 um leyfi til reksturs veitingaleyfis flokkur II, A Veitingahús.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn gerir ekki athugsemd við umsókn Reykjavík Taco, kt. 600618-1050 um leyfi til reksturs veitingaleyfis flokkur II, A veitingahús, Austurmörk 6. fasteignanúmer 235-7516, rýmisnúmer 01-0101.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að bæjarstjóri hafi heimild til að samþykkja önnur leyfi um restur í þessu húsi enda uppfylli þau öll skilyrði.

14.Tillaga Frjálsra með Framsókn vegna aukinnar sköpunargleði ungra Hvergerðinga

2112029

Fulltrúi Frjálsra með Framsókn lagði fram eftirfarandi tillögu.

Tillaga Frjálsra með Framsókn vegna aukinnar sköpunargleði ungra Hvergerðinga
Vegna aukins áhuga og sköpunargleði ungra Hvergerðinga leggur bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn til að menningar- og frístundafulltrúa verði falið að finna viðeigandi staði/veggi til graffiti listar.

Greinargerð
Í haust hefur skapast þörf listhneigðra ungmenna fyrir grafíti víðs vegar um bæinn eða nánar til tekið á stöðum þar sem þess er jafnvel ekki óskað. Til að bregðast við þessum áhuga telur bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn að hér sé komin ákveðin eftirspurn eftir rými til sköpunar. Í ljósi eftirspurnar telur bæjarfulltrúi rétt að finna sköpuninni farveg. Mögulega eru til svæði á vegum bæjarins, fyrirtækja í bæjarfélaginu og eða í einkaeigu Hvergerðinga sem henta myndu verkefninu.
Hér fyrir nokkrum árum var haldið graffiti námskeið sem féll í góðan jarðveg, mögulega er tímabært að halda annað slíkt námskeið á næstu misserum.
Bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn leggur hér með til að þessum áhuga unga fólksins verði fundinn góður farvegur í listamannabænum Hveragerði.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Sigrún Árnadóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar til útfærslu.

15.Fyrirspurn frá Okkar Hveragerði um vinnu við að endurvekja goshverinn Grýlu.

2112013

Fulltrúar Okkar Hveragerði löguðu fram eftirfarandi fyrirspurn.

Á fundi bæjarstjórnar 12. maí sl. var samþykkt samhljóða tillaga Okkar Hveragerðis að „skoðað verði í sambandi við skipulag við Friðarstaði hvort hægt sé að endurvekja goshverinn Grýlu við minni Ölfusdals“. Óskað er upplýsinga um hvað hafi verið gert í þessu máli frá samþykkt tillögurnar og hvort möguleiki sé að endurvekja goshverinn.

Njörður Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi svar við fyrirspurninni:
Það þykir fullreynt að endurvekja Grýlu enda er sá hver einfaldlega það kraftlítill og þrýstingur í holunni með þeim hætti að engar líkur eru á gosum á þessum stað, því miður. Bæjarstjóri hefur átt nokkra fundi með Veitum þar sem rætt hefur verið um möguleikann á því að "endurvekja" Grýlu með tæknilegum hætti eða, ef að það hentar gufuveitunni betur, að finna slíktum tæknistýrðum goshver góðan stað. Hefur framkvæmdastjóri Veitna sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og því er full ástæða til að binda vonir við að með hækkandi sól geti slíkur goshver orðið að veruleika á góðum og áberandi stað i bæjarfélaginu.

16.Fyrirspurn frá Okkar Hveragerði um umsagnarferli við setningu reglna og samþykkta á vegum Hveragerðisbæjar.

2112011

Fulltrúar Okkar Hveragerði lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn.

Á fundi bæjarstjórnar 14. janúar sl. var ákveðið að beina tillögu Okkar Hveragerðis um umsagnarferli við setningu reglna og samþykkta á vegum sveitarfélagsins til bæjarráðs. Á bæjarráðsfundi 21. janúar var bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um mögulega á notkun Samráðsgáttar ríkisins. Síðan hefur ekkert heyrst af þessu máli. Óskað er upplýsinga um stöðu málsins og hver næstu skref eru.

Njörður Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi svar við fyrirspurninni:

Strax í kjölfar fundar bæjarstjórnar í janúar s.l. hafði bæjarstjóri samband við forsætisráðuneytið en það heldur utan um samráðsgátt ríkisins. Fyrirspurnin laut að því hvort að samráðsgáttin gæti verið tæki til samráðs, vegna reglna og samþykkta, við íbúa Hveragerðisbæjar og annarra sem áhuga kunna að hafa þar sem henni er ætlað að vera fyrir alla opinbera aðila. Spurt var um þennan möguleika og ef að hann væri opinn fyrir sveitarfélög hver væri þá kostnaður sveitarfélagsins af slíku ferli, ef einhver.
Svar forsætisráðuneytis var svohljóðandi:

*Allt frá opnun samráðsgáttarinnar í febrúar 2018 hefur það verið yfirlýst stefna að fleiri opinberir aðilar gætu nýtt gáttina í starfsemi sinni en ráðuneytin. Í því samhengi hafa menn haft í huga ríkisstofnanir, sveitarfélög og jafnvel Alþingi, enda sé áhugi þessara aðila fyrir hendi.

*Umtalsverð reynsla er nú komin á gáttina og auðvitað hefur orðið að gera ýmsar lagfæringar og setja inn nýjungar. Fram undan er nú t.d. lokahnykkurinn við að gera stjórnborðið notendavænna fyrir stjórnendur samráðsmála, skýrara og sveigjanlegra, enda fáist til þess fjármagn. Til dæmis er fyrirkomulag hagsmunaaðilalista nú per málefnasvið ráðuneyta en uppi eru hugmyndir um að listarnir miðist frekar við ráðuneyti/stofnun og að þeir geti verið fleiri eða færri per ráðuneyti/annan aðila, eftir hentugleikum. Auk þess er stefnt á að sýnilegt verði út á við hverjir fái sérstakt boð um umsögn. Jafnframt sjáum við fyrir okkur að hvert ráðuneyti/stofnun þyrfti að vera með „yfirnotanda“ sem annaðist þessa lista, veitti samstarfsfólki aðgang að stjórnborði (umboð) o.fl. Í dag annast ritstjórn þessi verkefni, í samvinnu við Ísland.is/Þjóðskrá, og leitast einnig við að þrýsta á frágang mála o.þ.h.

*Það er mat ritstjórnar að æskilegt sé að ljúka við að sníða af framangreinda hnökra áður en stjórnborð gáttarinnar er opnað fyrir stærri hópi. Fleiri athugunarefni í því sambandi eru sjónrænn aðskilnaður slíkra mismunandi aðila í gáttinni, t.d. flipar eða spjöld á upphafssíðu, skipan ritstjórnar og kostnaður.

*Annað mál er að þið gætuð hugsanlega viljað setja mál í gáttina í samvinnu við ykkar fagráðuneyti, þannig að þeirra aðgangur sé nýttur enda fallist ráðuneytið á það.
Það væri líka gagnlegt fyrir okkur að heyra nánar um ykkar sjónarmið í þessum efnum, svo sem varðandi fyrirkomulag hagsmunaaðilalista.

Bæjarstjóri hefur ekki haft samband við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti vegna þessa enda hefur ekkert það mál komið upp frá þessari umræðu sem krafist hefur vinnubragða af þessum toga.
Þegar slíkt verður reyndin er sjálfsagt að hafa samband við okkar fagráðuneyti til að kanna hvort að það geti verið "yfirnotandi" í okkar málum í samráðsgáttinni.

17.Fyrirspurn frá Okkar Hveragerði um athugun á dreifikerfi útvarps.

2112012

Fulltrúar Okkar Hveragerði lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn.

Á fundi bæjarstjórnar 12. maí sl. var samþykkt samhljóða tillaga Okkar Hveragerðis um að „bæjarstjóra verði falið að koma athugasemdum á framfæri til Ríkisútvarpsins ohf. um léleg móttökuskilyrði útvarps í Hveragerði og óska eftir að fyrirtækið, sem er í eigu allra landsmanna, komi þeim í lag svo að Hvergerðingar og gestir bæjarins geti haft óhindraðan aðgang að útsendingum Rásar 1 og Rásar 2 í gegnum loftnet“. Óskað er upplýsinga um hvað hafi verið gert í þessu máli frá samþykkt tillögurnar og hvenær Ríkisútvarpið muni bæta móttökuskilyrði útvarps í sveitarfélaginu.

Njörður Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjóri lagð fram eftirfarandi svar við fyrirspurninni:
Strax í kjölfar fundarins í maí hafði bæjarstjóri samband við útvarsstjóra vegna móttökuskilyrða útvarps í Hveragerði. Svar frá honum barst ekki fyrr en síðla í október. Eftir gott samtal milli bæjarstjóra og útvarpsstjóra vegna málsins varð niðurstaðan sú að ræða við Neyðarlínuna um þann möguleika að nýta framkvæmdina við Zip line brautina til uppsetningar fjarskiptamastur er nýst gæti bæði til betri fjarskipta í Reykjadal sem og til bættra útvarpsskilyrða í Hveragerði. Þessi fundur okkar þriggja hefur enn ekki farið fram en fyrirspurn Okkar Hveragerðis er ágætis áminning um að nú þegar annríki við fjárhagsáætlunargerð er að ljúka sé gott að boða til umrædds fundar þessara aðila.

18.Gjaldskrá Hveragerðisbæjar fyrir 2022.

2112018

Lagðar fram gjaldskrár fyrir fasteignaskatt, leikskólagjöld, skólasel, ævintýranámskeið barna og unglinga, skólamötuneyti, sundlaug og matarbakka fyrir árið 2022.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Gjaldskrárnar samþykktar samhljóða.

19.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2022, síðari umræða.

2112019

Lögð fram gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2022 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

20.Gjaldskrá hundahalds 2022, síðari umræða.

2112020

Lögð fram gjaldskrá hundaleyfa 2022 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

21.Gjaldskrá kattahalds 2022, síðari umræða.

2112021

Lögð fram gjaldskrá kattahalds 2022 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

22.Gjaldskrá vatnsgjalds 2022, síðari umræða.

2112022

Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu 2022 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

23.Gjaldskrá fráveitu 2022, síðari umræða.

2112024

Lögð fram gjaldskrá fráveitu 2022 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

24.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2022, síðari umræða.

2112023

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2022.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Nú þegar síðasta fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils er lögð fram er hollt að horfa til baka og minnast þess hvað hefur áunnist og hvað hefur breyst í bæjarfélaginu okkar. Undir styrkri stjórn D-listans og með góðu samstarfi allra flokka í sveitarstjórn hefur sveitarfélagið okkar eflst og dafnað þannig að eftir er tekið. Fjárhagslega hefur verið tekist faglega og vel á við þær áskoranir sem fylgdu heimsfaraldri en einnig og ekki síður þeim áskorunum sem fylgja fjölgun íbúa en hér hefur fjölgað um 1217 manns frá árinu 2000. Er það óneitanlega áskorun að taka við jafnmörgum íbúum og hér hefur orðið að veruleika. Þeirri áskorun hefur verið mætt með þeim hætti að góð þjónusta og fjölgun íbúa hefur fylgst að. Er slíkt ekki sjálfgefið eins og víða má sjá merki um.

Tekjugrunnur Hveragerðisbæjar byggir að stærstu leyti á útsvari og fasteignagjöldum þeirra íbúa sem hér búa. Því er mikilvægt að byggt sé upp fjölbreytt atvinnulíf sem byggir húsnæði yfir starfsemi sína því með stærri og fleiri aðilum sem hér greiða fasteignagjöld verða fleiri um að draga vagninn fjárhagslega þegar kemur að því að greiða fyrir þjónustu bæjarbúa. Þessum fyrirtækjum hefur fjölgað og þeim mun fjölga verulega á næstu misserum. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér heldur þarf að vinna að slíkum verkefnum af alúð og framsækni. Tækifæri sveitarfélagsins okkar eru fjölmörg. Mörg þessara tækifæra eru að verða að veruleika í dag, önnur eru á teikniborðinu og enn önnur í hugmyndavinnu. Með sterkri stjórn og skýrri sýn á það hvað Hveragerðisbær stendur fyrir ásamt ríkri réttlætiskennd og umhyggju fyrir þeim einstaklingum sem hér búa mun bæjarfélaginu áfram farnast vel.

Meirihluti D-listans leggur stoltur fram fjárhagsáætlun ársins 2022 vitandi það að bjart er framundan bæði í mannlífi Hvergerðinga sem og í rekstri sveitarfélagsins.

Eyþór H.Ólafsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Aldís Hafsteinsdóttir

Fulltrúar Okkar Hveragerði lögðu fram eftirfarandi bókun.

Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis þakka fyrir ágætt samstarf við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar. Eins og áður hefur samstarf allra bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun skilað betri og vandaðri áætlun en ef meirihlutinn hefði einn staðið að gerð hennar. Það er þó rétt að hafa í huga að Sjálfstæðisflokkurinn fer með meirihluta atkvæða í bæjarstjórn og ræður þar af leiðandi för í stjórn bæjarins. Fyrir okkur sem störfum í minnihlutanum fæst góð yfirsýn um rekstur sveitarfélagsins í fjárhagsáætlunarvinnunni, og getum við þar af leiðandi tekið betri ákvarðanir um stjórn bæjarfélagsins.

Fjárhagsáætlunin ber merki þess að Hveragerði er í örum vexti og uppbygging innviða er í forgrunni, s.s. með uppbygging nýrra hverfa og stofnana sveitarfélagsins. Framundan eru t.d. frekari framkvæmdir við uppbyggingu grunnskóla, leikskóla og félagslegs leiguhúsnæðis til að mæta aukinni íbúafjölgun. Í fjárhagsáætlun sést að ekki er ætlunin að kaupa félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins á næsta ári. En rétt er að það komi fram að í fjárhagsáætlunarvinnunni var ákveðið að af öllum bæjarfulltrúum að taka í langtímaleigu húsnæði sem yrði notað á félagslegum grunni. Það er mikilvægt að sú bæjarstjórn sem tekur við völdum eftir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári fylgi þessari ákvörðun fast eftir og sjái til þess að Hveragerðisbær standi sig að þessu leyti, sem hann hefur hingað til gert illa. Þá er líka rétt að minna bæjarstjórn á, bæði þá sem nú situr og þá sem taka mun við í maí á næsta ári, að gefa ekki afslátt af vönduðum vinnubrögðum og faglegri stjórnsýslu þó að hraða þurfi uppbyggingu innviða í samfélagi sem vex hratt. Það er mikilvægt að skoða mál frá öllum hliðum og hafa til staðar gögn fyrir alla bæjarfulltrúa svo að þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir í öllum málum, sérstaklega þegar verið er að taka ákvarðanir sem munu að lokum kosta sveitarfélagið hundruð milljónir króna.

Að lokum vilja bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis þakka starfsfólki Hveragerðisbæjar fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins, og sérstaklega í heimsfaraldri þar sem hver hefur lagt sitt af mörkum til að þjónustan skerðist sem minnst og að samfélagið geti gengið eins hnökralaust og hægt er. Starfsfólk Hveragerðisbæjar, takk fyrir ykkar mikilvæga framlag!

Njörður Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir

Fulltrúi Frjálsra með Framsókn lögðu fram eftirfarandi bókun.
Fljótt á litið virðist fjárhagsáætlun einungis vera tölur á blaði en hún er svo sannarlega miklu meira en það. Allar tölur fjárhagsáætlunar bera vott um stöðu á rekstri sveitarfélagsins sem og hefur áhrif á líf allra Hvergerðinga. Við vinnslu fjárhagsáætlunar að þessu sinni hefur verið kappkostað að leggja til bestu þjónustuna sem völ er á hverju sinni án þess að það komi til með að íþyngja bæjarbúum verulega fjárhagslega. Í bæ sem er í örum vexti er nauðsynlegt að hugsa til framtíðar og því er lagður metnaður í áætlunina næstu fjögur árin. Nauðsynlegt er að fjölga stöðugildum og fjárfesta í innviðum til að anna þeirri eftirspurn sem verið hefur á bæjarfélaginu. Í ljósi krefjandi aðstæðna í samfélaginu vegna heimsfaraldurs er mikilvægt að huga að heilsunni og er því rétt að minna á að öllum starfsmönnum Hveragerðisbæjar gefst kostur á að nýta sér sundlaug bæjarins sér að kostnaðarlausu. Í þessu samhengi eru Hvergerðingar allir hvattir til að hlúa að sjálfum sér og fjölskyldum sínum með öllum þeim möguleikum sem Hveragerði hefur upp á að bjóða. Það eru spennandi tímar framundan í Hveragerði, uppbygging er mikil og áhuginn gríðarlegur.
Bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn vill þakka öllum bæjarfulltrúum fyrir samstarf við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar og er sannfærður um að slíkt vinnulag skili traustari og vandaðri áætlun. Einnig vill bæjarfulltrúi senda bestu þakkir til stjórnenda stofnana sveitarfélagsins sem og allra starfsmanna fyrir vel unnin störf á árinu sem er að líða.


Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir


Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2022 samþykkt samhljóða.

25.Þriggja ára fjárhagsáætlun Hvergerðisbæjar 2023-2025, síðari umræða.

2112025

Þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2023-2025 samþykkt samhljóða.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:08.

Getum við bætt efni síðunnar?