Fara í efni

Bæjarstjórn

536. fundur 09. september 2021 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Hlynur Kárason varamaður
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Friðrik Sigurbjörnsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 3. september 2021.

2108004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 3, 4, 5, 7, 8 og 10.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Liður 3 "Minnisblað frá Lotu - Útboð á lýsingarbúnaði fyrir götulýsingu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 4 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Bungubrekka" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Liður 5 "Minnisblað frá skrifstofustjóra - stytting vinnutíma bæjarskrifstofu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Minnisblað frá bæjarstjóra - Innheimta stöðugjalda á Árhólmum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 8 "Minnisblað frá bæjarstjóra - úthlutun lóða á Friðarstöðum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 10 "Opnun tilboða í verkið - verðkönnun, stálgrind dæluhús" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

Varðandi lið 13 "Drög af samþykkt um vatnsvernd" samþykkir bæjarstjórn að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð Fræðslunefndar frá 7. september 2021.

2108003F

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7. september 2021.

2109061

Liðir afgreiddir sérstaklega 1,2 og 3.

Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Hlynur Kárason, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 1 "Athafnasvæði AT3, breyting á aðalskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Friðrik Sigurbjörnsson forseti vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð og Eyþór H. Ólafsson, varaforseti tók við stjórn fundarins á meðan.
Bæjarstjórn er sammála nefndinni að gerð og ástand gróðurhúsa á reitnum gefa ekki tilefni til að þau njóti sérstakrar verndar. Bæjarstjórn samþykkir að haldinn verði kynningarfundur með landeigendum á AT3 reitnum þar sem valkostirnir verði kynntir og kallað verði eftir sjónarmiðum landeigenda um uppbyggingu á reitnum.

Liður 2 "Grænamörk 10, tillaga að breytingu á deiliskipulagi NLFÍ svæðis, íbúðabyggð á reit ÍB14, athugasemdir sem borist hafa" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn er sammála afgreiðslu nefndinnar á framkomum athugasemdum við deiliskipulagstillöguna og samþykkir hana með þeim breytingum sem höfundar hennar leggja til.

Liður 3 "Kambaland, tillaga að breytingu á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Minnisblað frá bæjarstjóra - viðbygging við Grunnskólann í Hveragerði.

2109058

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra dagsett 7. september vegna hönnunar á viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Hlynur Kárason, Jóhanna Ýr Jóhannsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa bygginganefnd sem starfi með aðalhönnuði á hönnunarstigi viðbyggingar við Grunnskólann í Hveragerði.
Bygginganefndina skipa: byggingafulltrúi, bæjarstjóri, formaður fræðslunefndar, fulltrúi kennara og skólastjóri. Guðmundur F. Baldursson, skipulagsfulltrúi verði starfsmaður nefndarinnar.

5.Kjörskrá fyrir Alþingiskosningar 2021.

2109064

Lögð fram kjörskrá vegna Alþingiskosninga 25. september 2021. Á kjörskrá eru 2.182.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir kjörskrána. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 25. september nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

6.Yfirlýsing um samstarf bæjarfulltrúa við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

2109063

Fyrir hönd allra bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar er eftirfarandi yfirlýsing lögð fram:

Bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar hafa ákveðið að taka höndum saman og vinna í sameiningu að fjárhagsáætlunargerð bæjarins fyrir árið 2022 eins og þeir hafa gert undanfarin ár.
Allir bæjarfulltrúar hvar í flokki sem þeir standa eru sammála um mikilvægi þess að bæjarfulltrúar komi í sameiningu að þeirri vinnu sem framundan er við gerð fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar fyrir árið 2022. Sú stefnumörkun sem felst í verkefninu og í gerð þriggja ára áætlunar 2023-2025 er mikilvægur vegvísir bæjarbúa til framtíðar um þróun bæjarfélagsins.

Bæjarfulltrúar munu hér eftir sem hingað til standa vörð um þá grunnþjónustu sem sveitarfélagið veitir og að hún verði tryggð með öllum tiltækum ráðum. Þrátt fyrir fjárhagslegar áskoranir vegna heimsfaraldurs Covid-19, fordæmalausa fólksfjölgun og mikla eftirspurn eftir búsetu í bæjarfélaginu mun velferð Hvergerðinga verða höfð að leiðarljósi hér eftir sem hingað til.

Bæjarfulltrúar vilja ennfremur minna á að sveitarfélögin í landinu eru mikilvægir þátttakendur í hagkerfi landsins. Þau eru annar stærsti vinnuveitandi landsins og bera að stórum hluta uppi velferðarþjónustu hins opinbera. Náið samráð ríkis og sveitarfélaga er því nauðsynlegt eigi árangur að nást í þeim verkefnum sem framundan eru og til að rekstur sveitarfélaga verði tryggður til framtíðar. Því vilja bæjarfulltrúar ítreka mikilvægi réttlátrar skiptingar fjármuna Jöfnunarsjóðs og að aðrir tekjumöguleikar sveitarfélaga verði styrktir til framtíðar.

Eyþór H. Ólafsson D-lista
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir D-lista
Friðrik Sigurbjörnsson D-lista
Aldís Hafsteinsdóttir D-lista
Njörður Sigurðsson O-lista
Hlynur Kárason O-lista
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir B-lista
Fundargerðin upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?