Fara í efni

Bæjarstjórn

483. fundur 12. janúar 2017 kl. 17:00 - 18:02 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Berglind Sigurðardóttir varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Daði Steinn Arnarsson varamaður
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir Skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 15.desember 2016.

1612003F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Unnur Þormóðsdóttir.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 4,10,11 og 12.
Liður 4 "Bréf frá Þresti Stefánssyni og Sævari Frey Sigtryggssyni frá 5. desember 2016" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 10 "Lóðarumsókn Heiðmörk 50" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 11 "Lóðarumsókn Heiðmörk 52" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 12 "Lóðarumsókn Mánamörk 7" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 5.janúar 2017.

1612004F

Enginn tók til máls.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 2,5,6,7 og 8.
Liður 2 "Bréf frá leikskólastjórum leikskóla Hveragerðisbæjar frá 21. desember 2016" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 5 "Lóðarumsókn Vorsabær 1" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Minnisblað frá bæjarstjóra vegna Gróðurmarkar 3" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Samningur við Hengil, líkamsrækt ehf" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 8 "Samningur við Sveitarfélagið Ölfus vegna gámasvæðis" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráðs samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

3.Fundargerð Skipulags og mannvirkjanefndar frá 10.janúar 2017.

1701005

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Liðir 4, 6 og 7 afgreiddir sérstaklega.
Liður 4 "Smyrlaheiði 56, umsókn um stækkun á byggingarreit, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingartillöguna.

Liður 6 "Brattahlíð 9, gistiheimili, umsókn um breytta notkun húsnæðis, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir umsóknina.

Liður 7 "Hverahlíð 8, gistiheimili, umsókn um breytta notkun húsnæðis, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir umsóknina
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Fræðslunefndar frá 9.janúar 2017.

1701006

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H Ólafsson.
Liður 1 afgreiddur sérstaklega.
Liður 1 "Málefni leikskóla- sumarleyfi leikskólanna" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að leikskólinn Undraland verði lokaður vegna sumarleyfa frá 19. júní og opni aftur 24. júlí og leikskólinn Óskaland verði lokaður vegna sumarleyfa frá 10. júlí og opni aftur 14. ágúst.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 2.nóvember 2016.

1612020

Enginn tók til máls.
Liður 1 afgreiddur sérstaklega.
Liður 1 "Gjaldskrá fyrir árið 2017" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir gjaldskránna.

6.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 22.nóvember 2016.

1612021

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Fundargerð Menningar- íþrótta og frístundanefndar frá 15.desember 2016.

1701003

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Unnur Þormóðsdóttir og Daði Steinn Arnarson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Kauptilboð í Lækjarbrún 9.

1701009

Lagt fram kauptilboð frá Watcharee Konglee í íbúðina Lækjarbrún 9.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Unnur Þormóðsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir kauptilboðið.

9.Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Undraland.

1701007

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna tímabundinnar ráðningar leikskólastjóra við leikskólann Undraland.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Önnu Erlu Valdimarsdóttur sem leikskólastjóra við leikskólann Undraland tímabundið vegna veikinda.

10.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna leigu á gróðurhúsum við Þelamörk 29.

1701004

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna leigu á gróðurhúsum við Þelamörk 29.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir að gróðurhúsin verði leigð og felur bæjarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum aðilum hið fyrsta. Í auglýsingu verði óskað eftir upplýsingum um eðli og umfang viðkomandi fyrirtækis og þann rekstur sem fyrirhugað væri að koma upp í húsunum.

11.Tillaga frá S-lista um varðveislumat gróðurhúsa í Hveragerði.

1701008

Fulltrúar S-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Varðveislumat gróðurhúsa í Hveragerði
Undirrituð leggja til að nú þegar verði hafin vinna við gerð varðveislumats gróðurhúsa í Hveragerði. Varðveislumatið muni síðan liggja til grundvallar ákvörðun bæjarstjórnar um verndun einstakra gróðurhúsa í Hveragerði og nýtast við endurskoðun aðalskipulags bæjarins sem nú stendur yfir.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Greinargerð
Á fundi bæjarstjórnar 10. september 2015 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra fram sömu tillögu en hún var felld af meirihluta sjálfstæðismanna. Í bókun sjálfstæðismanna kom fram að þeir teldu rétt að varðveislugildi gróðurhúsa í bænum yrði metið í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Nú er sú vinna hafin og því rétt að endurflytja tillöguna.

Undanfarin ár hefur gróðurhúsum í Hveragerði fækkað verulega. Þegar mest var voru um 50.000 fermetrar af gróðurhúsum í bænum. Í lok árs 2010 voru 24.000 fermetrar af gróðurhúsum eftir og hefur þeim fækkað enn meira síðan. Má þar nefna niðurrif gróðurhúsa Grímsstaða, Eden og gróðurhúsa við Bröttuhlíð. Gróðurhús í Hveragerði eru því fá eftir og í miðbæ Hveragerðis hafa þau horfið hratt undanfarin ár.

Eitt meginsérkenni Hveragerðis eru gróðurhúsin. Gróðurhúsin hafa verið hluti af Hveragerði frá upphafi byggðar árið 1929 og eru þar af leiðandi órjúfanlegur hluti af ímynd bæjarins og eitt meginsérkenni hans ásamt hverasvæðinu í miðju bæjarins. Í greinargerð Péturs Ármannssonar, arkitekts, um verndun húsa og yfirbragð byggðar í Hveragerði vegna endurskoðunar aðalskipulags árið 2005 sagði hann um gróðurhúsin:
Síðast en ekki síst ber að nefna þá gerð húsa sem frá upphafi hefur verið einkennandi fyrir Hveragerði, sem eru gróðurhúsin. Gróðrarstöðvum í miðbænum hefur farið fækkandi á undanförnum árum og hafa mörg gróðurhús verið rifin. Önnur standa enn en og enn önnur eru í niðurníðslu. Í þessu verkefni gafst ekki kostur á að kanna og meta varðveislugildi einstakra gróðurhúsa. Það má þó ljóst vera að miðbær Hveragerðis án þeirra yrði vart svipur hjá sjón. Af sögulegum og umhverfislegum ástæðum er ekki æskilegt að ylrækt flytjist alfarið burt úr miðbænum.

Með því að fá fagmenn til að vinna varðveislumat á gróðurhúsum í Hveragerði verður með markvissari hætti, og umfram allt með faglegu mati, hægt að skipuleggja byggð og vernda þetta megineinkenni byggðarinnar.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Unnur Þormóðsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins fram að næsta bæjarstjórnarfundi. Bæjarstjóra falið að boða alla bæjarfulltrúa til vinnufundar um málið fyrir næsta fund.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:02.

Getum við bætt efni síðunnar?