Fara í efni

Bæjarstjórn

532. fundur 11. mars 2021 kl. 17:00 - 17:54 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Sigrún Árnadóttir
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 18. febrúar 2021.

2102002F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 4. mars 2021.

2102005F

Liðir afgreiddir sérstaklega 13, 15 og 16.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 13 "Lóðarumsókn Búðarhraun 2" afgreidd sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.

Liður 15 "Tilboð frá Concello útboð vátryggingar" afgreidd sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboðinu.

Liður 16 "Forkaupsréttur Breiðamörk 22" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti á umræddri húseign.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 2. mars 2021.

2103008

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3, 4, 5 og 6.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 1 "Nýtt deiliskipulag við Varmá í Hveragerði, frá Lystigarðinum Fossflöt og norður fyrir Friðarstaði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 2 "NLFÍ, tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi" afgreidd sértaklega. Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 3 "Hlíðarhagi, tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að breytingartillögurnar verði auglýstar skv. 1. mgr. 31. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 4 "Edenreitur, tillaga að skilmálabreytingu deiliskipulags" afgreiddur sértaklega. Bæjarstjórn samþykkir að breytingin verði samþykkt og að fallið verði frá grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 5 "Bláskógar 1, umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum D og B lista að framkvæmdin verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar O listans sátu hjá.

Liður 6 "Borgarheiði 14, sólskáli og bílskúr, umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar frá 17. febrúar 2021.

2102003F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Fundagerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 24. febrúar 2021.

2102004F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Varðandi lið 5 þar sem fjallað er um umhverfisvænna vélaval garðyrkjudeildar vill bæjarstjórn fagna þessu framtaki. Bæjarstjórn leggur einnig áherslu á að framvegis verði allar bifreiðar sem keyptar verða til bæjarfélagins umhverfisvænar sé þess nokkur kostur. Innleiðing vistvænni ökutækja er á meðal þeirra markmiða í loftslagsmálum sem Hveragerðisbær vill vinna að og því skal stefna að því að bifreiðar verði vistvænar í öllum tilfellum þar sem starfsemi stofnana krefst ekki annarra kosta.
Fundagerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð Fræðslunefndar frá 2. mars 2021.

2102006F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigrún Árnadóttir.
Fundagerðin samþykkt samhljóða.

7.Reglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Hveragerðisbæjar - drög.

2103009

Lagðar fram reglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

8.Hverfisverndarsvæði HV4 - tillaga um gerð hverfisskipulags.

2103011

Lagt fram bréf frá skipulagsfulltrúa frá 9. mars 2021, þar sem hann leggur til við bæjarstjórn að hverfisvernd HV4, sbr. ákvæði í 3.12.4 kafla greinargerðar aðalskipulags Hveragerðisbæjar, verði skilgreind betur með gerð "Hverfisskipulags" sem nái til þess hluta hverfisverndarsvæðisins, þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að Hverfisvernd HV4, sbr ákvæði í 3.12.4 kafla greinargerðar aðalskipulags Hveragerðisbæjar, verði skilgreind betur með gerð "Hverfisskipulags" sem nái til þess hluta hverfisverndarsvæðisins þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skipulags- og mannvirkjanefnd ásamt skipulagsfulltrúa falin framkvæmd þessa verks.

9.Breikkun/færsla Suðurlandsvegar - Ölfusvegur - Samningstillaga.

2103010

Lagt fram bréf og samningstillaga frá Vegagerðinni vegna breikkunar Suðurlandsvegar - Hringvegar frá Hveragerði að Selfossi.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn vekur athygli á að mikilvægt er að viðræður fari fram um fyrirkomulag framkvæmda við Öxnalækjarveg þegar að tímabært verður að ráðast í þá framkvæmd en í þessu samkomulagi er engin afstaða tekin til þess máls. Bæjarstjórn hvetur til þess að sem fyrst verði ráðist í tengingu Ölfusvegar við byggðina í Hveragerði eins og ráð er fyrir gert í áætlunum enda sú vegtenging afar mikilvæg fyrir dreifbýlið hér í kringum Hveragerði. Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið eins og það liggur fyrir.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:54.

Getum við bætt efni síðunnar?