Fara í efni

Bæjarstjórn

482. fundur 08. desember 2016 kl. 17:00 - 19:13 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 17. nóvember 2016.

1611002F

Enginn tók til máls.
Liðir 6, 7, 8 og 9 afgreiddir sérstaklega.
Liður 6 "Lóðaumsókn Smyrlaheiði 52" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Liður 7 "Minnisblað frá bæjarstjóra vegna Austurmerkur 6,8 og 10" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Liður 8 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá Óskalandi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Liður 9 "Fyrirspurn v/ viðbótarfjárfestingar í búnað FSU" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 1. desember 2016.

1611004F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Unnur Þormóðsdóttir.
Liður 11 afgreiddur sérstaklega.
Liður 11"Minnisblað frá bæjarstjóra - þjónustuskilti" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 6.des 2016.

1612005

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar Rúnar Árnason og Njörður Sigurðsson.
Liðir 2,3,4,5,6,7,8 og 9 afgreiddir sérstaklega.
Liður 2 "Deiliskipulag fyrir Dalsbrún, Hjallabrún og Hólmabrún, breytingartillaga" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Kl. 17:15 var gert fundarhlé.
Kl. 17:22 hélt fundur áfram.

Liður 3 "Svæði milli Austurmerkur og Suðurlandsvegar, tillaga að deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að Landform ehf verði falið að vinna áfram með tillöguna.

Liður 4 "Smyrlaheiði 56, umsókn um stækkun á byggingarreit" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan fari í grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga.

Liður 5 "Edenreitur, deiliskipulagslýsing" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar um lýsinguna og hún kynnt almenningi í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 6 "Breiðamörk 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Liður 7 "Brattahlíð 9, gistiheimili, umsókn um breytta notkun húsnæðis" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að erindinu verði vísað í grenndarkynningu.

Liður 8 "Hverahlíð 8, gistiheimili, umsókn um breytta notkun húsnæðis" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að erindinu verði vísað í grenndarkynningu.

Liður 9 "Laufskógar 15, ósk um að breyta einbýlishúsalóð í tvíbýlishúsalóð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Landsmótsnefndar 50plús frá 8.nóvember 2016.

1612016

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Skóla- og velferðarnefndar Árnesþings frá 6.desember 2016.

1612019

Liðir 2 og 3 afgreiddir sérstaklega.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Unnur Þormóðsdóttir og Garðar Rúnar Árnason.
Liður 2 "Reglur Skóla- og velferðaþjónustu um sérstakan húsnæðisstuðning" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Liður 3 "Reglur Skóla- og velferðaþjónustu um lögmannskostnað í barnaverndarmálum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Gjaldskrá fyrir hundahald í Hveragerði árið 2017, síðari umræða.

1612010

Gjaldskrá fyrir hundahald í Hveragerði fyrir árið 2017 lögð fram til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

7.Gjaldskrá fyrir kattahald í Hveragerði fyrir árið 2017, síðari umræða.

1612011

Lögð fram gjaldskrá fyrir kattahald í Hveragerðis fyrir árið 2017 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

8.Gjaldskrá vatnsveitu Hveragerðis fyrir árið 2017, síðari umræða.

1612012

Lögð fram gjaldskrá fyrir vatnsveitu Hveragerðis fyrir árið 2017 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

9.Gjaldskrá fráveitu Hveragerðis fyrir árið 2017, síðari umræða.

1612013

Lögð fram gjaldskrá fyrir fráveitu Hveragerðis fyrir árið 2017 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

10.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Hveragerði fyrir árið 2017, síðari umræða.

1612009

Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Hveragerðis fyrir árið 2017 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

11.Breyting á gjaldskrá leikskólanna í Hveragerði fyrir árið 2017.

1612008

Lögð fram breyting á gjaldskrá leikskólanna í Hveragerði fyrir árið 2017.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

12.Samkomulag við Ræktunarmiðstöðina.

1612018

Lagt fram samkomulag um uppgjör við Ræktunarmiðstöðina ehf vegna mats á gróðurhúsum Ræktunarmiðstöðvarinnar sem standa á lóðinni Þelamörk 29 í Hveragerði.

Kl. 17:58 var gert fundarhlé.
Kl. 18:00 hélt fundur áfram.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Garðar Rúnar Árnason, Friðrik Sigurbjörnsson og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Samkomulagið samþykkt samhljóða.

13.Samstarfssamningur við UMFÍ vegna Landsmóts 50 .

1612004

Lagður fram samtarfssamningur milli Ungmennafélags Íslands, Héraðssambandsins Skarphéðins og Hveragerðisbæjar um Landsmót UMFÍ 50 , sem haldið verður í Hveragerði 23.-25. júní 2017.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Eyþór H. Ólafsson.
Samstarfssamningurinn samþykktur samhljóða.

14.Leigusamningur um tjaldsvæðið við Reykjamörk.

1612001

Lagður fram leigusamningur við Sigríði Elísabeth Sigmundsdóttur um tjaldsvæði Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Leigusamningurinn samþykktur samhljóða og jafnframt fellur fyrri samningur úr gildi.

15.Þjónustusamningur við Íþróttafélagið Hamar.

1612014

Lagður fram þjónustusamningur við Íþróttafélagið Hamar fyrir árin 2016 - 2018.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

16.Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna leikskólans Þelamörk 62.

1612007

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna láns upp á kr 121.000.000.- vegna byggingar leikskólans Þelamörk 62.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 121.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til byggingu leikskóla , sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur kennitala 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

17.Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna fráveitu.

1612006

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna láns upp á kr 22.000.000.- vegna framkvæmda við fráveitu.

Eftirtaldir tóku til máls: Garðar Rúnar Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 22.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda við fráveitu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur kennitala 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

18.Fjárhagsáætlun 2017, síðari umræða.

1612017

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2017 ásamt
greinargerð.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Garðar Rúnar Árnason og Friðrik Sigurðsson.
Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra og Frjálsra með Framsókn vilja þakka fyrir gott samstarf við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar. Stærsta verkefni komandi árs er bygging nýs leikskóla sem mun bæta aðstöðu og þjónustu við yngsta aldurshópinn til muna. Vegna þessa aukast skuldir bæjarfélagsins umtalsvert og þrengra verður um í rekstri bæjarins næstu misseri. Enn er óljóst hvernig kjarasamningar stórra hópa sveitarfélagsins, sem og lífeyrisskuldbindingar, munu koma út fyrir rekstur bæjarins en ljóst er að launahækkanir munu hafa nokkur áhrif á rekstur Hveragerðibæjar á næsta ári. Undirrituð samþykkja fjárhagsáætlun 2017. Á komandi ári munu undirrituð áfram veita meirihlutanum aðhald í fjármálum sem og í öðrum málum.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Garðar Rúnar Árnason

Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

19.Þriggja ára fjárhagsáætlun 2018-2020, síðari umræða.

1612015

Lögð fram til síðari umræðu þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2017-2019
ásamt greinargerð.
Enginn tók til máls.
Þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2020 samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:13.

Getum við bætt efni síðunnar?