Fara í efni

Bæjarstjórn

468. fundur 10. september 2015 kl. 17:00 - 20:00 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Daði Steinn Arnarsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skristofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri

Forseti bæjarstjórnar, Ninna Sif Svavarsdóttir, setti fund og stjórnaði.
Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:
1. Fundargerðir:
1.1. Bæjarráðs frá 3. september 2015.
1.2. Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7. september 2015.
1.3. Umhverfisnefndar frá 16. júní 2015.
1.4. Öldungaráðs frá 31. ágúst 2015.

2. Tillaga frá fulltrúum S-lista um varðveislumat gróðurhúsa í Hveragerði.
3. Fyrirspurn frá fulltrúum S-lista um skráningu fjárhagslegra hafsmuna.
4. Tillaga frá fulltrúum S-lista um málefni flóttafólks.
5. Samningur um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum í Hveragerði.
6. Kaupsamningur og afsal – Austurmörk 25, Hveragerði.
7. Skipan í starfshóp vegna byggingar nýs leikskóla í Hveragerði.
8. Atvinnumálastefna Hveragerðis – fyrri umræða.
9. Bréf frá Ninnu Sif Svavarsdóttir frá 8. september 2015.
10. Kosning í nefndir og ráð.
11. Fundargerðir til kynningar:
11.1. Bæjarstjórnar frá 11. júní 2015.
11.2. Bæjarráðs frá 18. júní, 2. júlí, 23. júlí 6.ágúst og 20. ágúst 2015.

Hér var gengið til dagskrár.

1. Fundagerðir;

1.1. Bæjarráðs frá 3. september 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Ninna Sif Svavarsdóttir, Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Unnur Þormóðsdóttir.
Liður 1.3. „Bréf frá Sigurbirni Grétari Ragnarssyni“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 1.4. „Bréf frá Norræna félaginu í Hveragerði frá 31. ágúst 2015“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 1.8. „Bréf frá Byggbræðrum frá 31. ágúst 2015“ afgreiddur sérstaklega.
Unnur Þormóðsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðsins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 2.1. „Andmæli vegna afturköllunar lóðar Varmahlíð 17“ afgreiddur sérstaklega.
Viktoría Sif Kristinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðsins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 2.3. „Grenndarkynning á óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjadal í Ölfusi“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 3.1. „Minnisblað frá bæjarstjóra vegna áframhalds þáttanna „Að Sunnan“ á N4“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 3.2. „Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 3.3. „Reglur og skilyrði um frístundastyrki barna í Hveragerði“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að við 4. grein bætist „Umsóknir um frístundastyrk skulu berast bæjarskrifstofu fyrir áramót vegna styrks ársins.“ Reglurnar samþykktar að öðru leyti.
Liður 3.4. „Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna heimilisins Birkimörk“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 3.5. „Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna leikskólans Undraland“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 3.6. „Minnisblað frá bæjarstjóra vegna styrkja til dagforeldra“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

1.2. Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7. september 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Ninna Sif Svavarsdóttir, Njörður Sigurðsson, Unnur Þormóðsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 2. „Bláskógar 5, breytt notkun húsnæðis“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.
Liður 3. „Frumskógar 4, breytt notkun húsnæðis“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.
Liður 4. „Hverahlíð 10, viðbygging, umsókn um byggingarleyfi“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.
Liður 5. „Laufskógar 7, mhl.01, breyting á útliti og innra skipulagi“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.
Liður 6. „Hraunbær 21, stækkun lóðar“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna áhuga annarra lóðarhafa í Hraunbæ á sambærilegum breytingum.
Liður 7. „Grænamörk 10, skipting lóðar“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið og að vinna við gerð tillögu að breytingu á aðalskipulagi hefjist sem fyrst.
Liður 8. „Birkimörk 13 og 15, breytt notkun fasteigna, gististaður“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytta notkun fasteignanna.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

1.3. Umhverfisnefndar frá 16. júní 2015.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.4. Öldungaráði frá 31. ágúst 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Ninna Sif Svavarsdóttir.
Varðandi lið 6 þá samþykkir bæjarstjórn að greiða kostnað vegna dreifibréfs.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Tillaga frá fulltrúum S-lista um varðveislumat gróðurhúsa í Hveragerði.
Fulltrúar S-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að nú þegar verði hafin vinna við gerð varðveislumats gróðurhúsa í Hveragerði. Varðveislumatið muni síðan liggja til grundvallar ákvörðun bæjarstjórnar um verndun einstakra gróðurhúsa í Hveragerði.
Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Greinargerð
Undanfarin ár hefur gróðurhúsum í Hveragerði fækkað verulega. Þegar mest var voru um 50.000 fermetrar af gróðurhúsum í bænum. Í lok árs 2010 voru 24.000 fermetrar af gróðurhúsum eftir og hefur þeim fækkað enn meira síðan. Má þar nefna niðurrif gróðurhúsa Grímsstaða, Eden og gróðurhúsa við Bröttuhlíð. Gróðurhús í Hveragerði eru því fá eftir og í miðbæ Hveragerðis hafa þau horfið hratt undanfarin ár.
Eitt meginsérkenni Hveragerðis eru gróðurhúsin. Gróðurhúsin hafa verið hluti af Hveragerði frá upphafi byggðar árið 1929 og eru þar af leiðandi órjúfanlegur hluti af ímynd bæjarins og eitt meginsérkenni hans ásamt hverasvæðinu í miðju bæjarins. Í umræðu um atvinnuuppbyggingu í Hveragerði er jafnan vísað í meginsérkenni bæjarins sem eru jarðhitinn og gróðurhúsin. Í greinargerð Péturs Ármannssonar, arkitekts, um verndun húsa og yfirbragð byggðar í Hveragerði vegna endurskoðunar aðalskipulags árið 2005 sagði hann um gróðurhúsin:
Síðast en ekki síst ber að nefna þá gerð húsa sem frá upphafi hefur verið einkennandi fyrir Hveragerði, sem eru gróðurhúsin. Gróðrarstöðvum í miðbænum hefur farið fækkandi á undanförnum árum og hafa mörg gróðurhús verið rifin. Önnur standa enn og enn önnur eru í niðurníðslu. Í þessu verkefni gafst ekki kostur á að kanna og meta varðveislugildi einstakra gróðurhúsa. Það má þó ljóst vera að miðbær Hveragerðis án þeirra yrði vart svipur hjá sjón. Af sögulegum og umhverfislegum ástæðum er ekki æskilegt að ylrækt flytjist alfarið burt úr miðbænum.
Með því að fá fagmenn til að vinna varðveislumat á gróðurhúsum í Hveragerði verður með markvissari hætti, og umfram allt með faglegu mati, hægt að skipuleggja byggð og vernda þetta megineinkenni byggðarinnar.
Mikilvægt er að vinna við varðveislumat verði sett nú þegar af stað. Sem dæmi má nefna að fjárhagslegur hvati fyrir eigendur gróðurhúsa í miðbæ Hveragerðis til að halda þeim við er lítill eftir að nýtt deiliskipulag við Grímsstaðareit var samþykkt í sumar en það gerir ráð fyrir að þau víki. Vegna ákvæðis deiliskipulagsins er meiri fjárhagslegur hvati til að rífa gróðurhúsin og byggja þar íbúðarhús eins og nýsamþykkt skipulag gerir ráð fyrir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Daði Steinn Arnarsson
Tillagan borin upp og felld með 4 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar S-lista með og fulltrúi B-lista sat hjá.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun:
Áður hefur komið fram að hafin er vinna við endurskoðun aðalskipulags bæjarins. Þar telur meirihlutinn rétt að varðveislugildi gróðurhúsa verði skoðað eins og annarra mannvirkja í bæjarfélaginu.
Ninna Sif Svavarsdóttir
Eyþór H. Ólafsson
Unnur Þormóðsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir

3. Fyrirspurn frá fulltrúum S-lista um skráningu fjárhagslegra hagsmuna bæjarfulltrúa.
Fulltrúar S-lista lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Þann 13. júní sl. samþykkti bæjarstjórn reglur um skráningu fjárhagslegra hagsmuna bæjarfulltrúa Hveragerðisbæjar og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar. Í reglunum er gert ráð fyrir að upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni verði aðgengilegar á vef Hveragerðisbæjar frá júní 2015. Spurt er hvar málið sé statt og hvenær kallað verði eftir fjárhagslegum upplýsingum bæjarfulltrúa og hvenær þær verði aðgengilegar á vef bæjarins.
Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir.
Bæjarstjóri svaraði fyrirspurninni:
Bæjarstjóri stóð í þeirri trú að bæjarfulltrúum hefðu borist umrædd eyðublöð þar sem einn bæjarfulltrúi hefur þegar skilað inn sínum upplýsingum. Það hefur vafalaust verið misskilningur og því verða eyðublöðin send bæjarfulltrúum strax í næstu viku og upplýsingarnar verða síðan aðgengilegar í kjölfarið á heimasíðu bæjarins.

4. Tillaga frá fulltrúum S-lista um málefni flóttafólks.
Fulltrúar S-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu sveitarfélagsins að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjöl. Bæjarstjórn lýsir jafnframt yfir vilja til samstarfs við nágrannasveitarfélögin um málefni flóttafólks. Bæjarstjóra er falið að upplýsa ríkisvaldið og nágrannsveitarfélögin um vilja sveitarfélagsins.
Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Greinargerð
Ekki hefur farið framhjá neinum að aðgerða alþjóðasamfélagsins er þörf í málefnum flóttafólks fyrir botni miðjarðarhafs. Það er mikilvægt að ríkisvaldið, sveitarfélög, hjálparsamtök og almenningur taki höndum saman til að bæta aðstæður flóttamanna. Lagt er til að Hveragerðisbær, eins og mörg önnur sveitarfélög hafa gert, leggi sitt af mörkum í þessu mikilvæga mannúðarmáli.
Eftirtaldir tóku til máls: Viktoría Sif Kristinsdóttir, Ninna Sif Svavarsdóttir, Njörður Sigurðsson
Eftirfarandi bókun var lögð fram af meirihluta:
Umræður um þetta mál hafa þegar átt sér stað milli bæjarfulltrúa og upplýsingar um vilja Hveragerðisbæjar til móttöku flóttamanna hafa verið sendar Velferðarráðuneytinu enda rann frestur til að tilkynna slíkt út í gær.
Jafnframt hefur bæjarstjóri átt í viðræðum við framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar um mögulegt samstarf komi til þess að flóttamenn verði staðsettir á svæðinu en Sveitarfélagið Árborg lýsti einnig yfir vilja til móttöku flóttamanna í gær.
Ninna Sif Svavarsdóttir
Eyþór H. Ólafsson
Unnur Þormóðsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

5. Samningur um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum í Hveragerði.
Lagður fram samningur við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð í mötuneyti, aðstoð við gæslu í frímínútum og hádegi ásamt aðstoð við gæslu á skólaskemmtunum elsta stigs.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

6. Kaupsamningur og afsal – Austurmörk 25, Hveragerði.
Lagður fram kaupsamningur og afsal vegna kaupa Hveragerðisbæjar á Austurmörk 25 af Landsbankanum hf. á krónur 10.000.000.-
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Ninna Sif Svavarsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir,
Bæjarstjórn samþykkir kaupsamninginn og afsalið. Fjármögnun kaupanna rúmast innan áætlaðra fjárfestinga.

7. Skipan í starfshóp vegna byggingar nýs leikskóla í Hveragerði.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er vilji meirihlutans að börn frá 12 mánaða aldri fái boð um leikskólavistun. Til þess að svo megi verða er ljóst að ráðast þarf í nýbyggingar enda eru leikskólar bæjarins nú þegar afar ásetnir. Til að sem best megi takast til við undirbúning framkvæmda er rétt að skipa starfshóp sem gera mun tillögur að því með hvaða hætti markmiðum bæjarstjórnar verður náð. Hópurinn skili niðurstöðu í síðasta lagi 15. nóvember 2015.
Gerð er tillaga um að eftirtaldir skipi starfshóp vegna byggingar nýs leikskóla í Hveragerði:
Bæjarstjóri
Skipulags- og byggingafulltrúi
Leikskólastjóri Óskalands eða staðgengill.
Leikskólastjóri Undralands eða staðgengill.
Formaður fræðslunefndar
Bjarney Sif Ægisdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Ninna Sif Svavarsdóttir og Njörður Sigurðsson
Tillagan samþykkt samhljóða.

8. Atvinnumálastefna Hveragerðis – fyrri umræða.
Á fundinn mætti Þórarinn E. Sveinsson atvinnuráðgjafi SASS og gerði grein fyrir drögum að atvinnustefnu Hveragerðisbæjar.
Almennar umræður urðu um stefnuna.
Samþykkt að vísa atvinnustefnunni til síðari umræðu með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

9. Bréf frá Ninnu Sif Svavarsdóttur frá 8. september 2015.
Ninna Sif Svavarsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu erindisins stóð.
Lagt fram bréf frá Ninnu Sif Svavarsdóttur þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn og nefndum á vegum bæjarins frá 11. september 2015 til 1. júní 2016 af persónulegum ástæðum.
Bæjarstjórn samþykkir leyfið.

10. Kosning í nefndir og ráð.
Tillaga kom um eftirfarandi breytingar á nefndum og ráðum:
Eyþór H. Ólafsson verði forseti bæjarstjórnar í stað Ninnu Sifjar Svavarsdóttur.
Unnur Þormóðsdóttir verði formaður bæjarráðs í stað Eyþórs H. Ólafssonar.
Þórhallur Einisson taki sæti í stað Ninnu Sifjar í Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd og verði þar formaður. Davíð Ernir Kolbeins er nýr varamaður í þeirri sömu nefnd þar sem Ingimar Guðmundsson hefur flutt lögheimili sitt úr Hveragerði.
Breyting verður á Fræðslunefnd þar sem Birkir Sveinsson verði formaður í stað Þórhalls Einissonar sem áfram verður aðalmaður í nefndinni.
Breyting verður á fulltrúum Hveragerðisbæjar í Skóla- og velferðarnefnd Árnesþings þar sem Unnur Þormóðsdóttir verður nú aðalmaður Árnesþings og Þorhallur Einisson verður varamaður.
Varamaður í Stjórn Fasteignafélags Hveragerði verður Þórhallur Einisson.

Eyþór H. Ólafsson verði aðalmaður á ársfund SASS og Birkir Sveinsson verði varamaður.
Eyþór H. Ólafsson verði aðalmaður á aðalfund HES og Birkir Sveinsson verði varamaður.
Eyþór H. Ólafsson verði aðalmaður í Héraðsnefnd Árnesinga og Þórhallur Einisson verði varamaður
Tillagan samþykkt samhljóða.

11. Fundagerðir til kynningar:

11.1. Bæjarstjórnar frá 11. júní 2015.
11.2. Bæjarráðs frá 18. júní, 2. júlí, 23. júlí, 6. ágúst og 20. ágúst 2015


Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?