Fara í efni

Bæjarstjórn

465. fundur 08. apríl 2015 kl. 17:00 - 18:29 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Garðar Rúnar Árnason
  • Berglind Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri

Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson, setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:
1. Ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2014, fyrri umræða.
2. Fundagerðir.
2.1. Bæjarráðs frá 19. mars 2015.
2.2. Bæjarráðs frá 1. apríl 2015.
2.3. Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 31. mars 2015.
2.4. Fræðslunefndar frá 30. mars 2015.
2.5. Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 17. mars 2015.
3. Þjónustusamningur Hveragerðisbæjar við Skátafélagið Strók.
4. Leigusamningur v/ reksturs tjaldsvæða Hveragerðisbæjar.
5. Fundargerðir til kynningar:
5.1. Bæjarstjórnar frá 12. mars 2015.

Hér var gengið til dagskrár.

1. Ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2014, fyrri umræða.
Á fundinn mætti endurskoðandi bæjarins, Ólafur Gestsson sem kynnti ársreikninginn og lagði fram endurskoðunarbréf sitt.
Í máli hans kom fram að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 60,4 mkr en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð kr. 35,8 mkr. Heildartekjur A og B hluta eru 1.989 mkr og heildarútgjöld án afskrifta og fjármagnsliða 1.695 mkr.
Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A-hluta) er jákvæð um 16,8 mkr en áætlun gerði ráð fyrir hagnaði 5,8 mkr. Eigið fé samstæðu A og B hluta í árslok nam rúmum 948 mkr. skv. efnahagsreikningi.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam um 207,8 mkr eða 10,4 % af heildartekjum. Handbært fé frá rekstri var 215,5 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 227,5 mkr. Þessi stærð er mjög mikilvæg þar sem hún sýnir þá peningamyndun sem varð hjá sveitarfélaginu á árinu. Eðlilegt er að gera ráð fyrir að þessi stærð sé hærri en nettó greiðslubyrði langtímaliða til þess að sveitarfélagið þurfi ekki að fjármagna rekstur eða endurgreiðslu lána með nýju lánsfé eða sölu eigna.
Ef rekstur sveitarfélagsins á árinu 2015 verður svipaður og á árinu 2014 þá mun handbært fé frá rekstri verða nægjanlegt til þess að greiða fyrir áætlaðar afborganir lána og afgangur verður til fjárfestinga. Fjárfestingahreyfingar á árinu 2014 námu 113 mkr.
Afborganir langtímalána og afborganir leiguskuldar vegna Sunnumarkar nema 157,1 m kr. Tekin ný langtímalán voru 65 mkr. Í árslok er hlutfall skulda af tekjum 123,8%. Ef frá er dregin lífeyrisskuldbinding sem fellur til eftir 15 ár eða síðar er skuldahlutfallið 114,8%.
Í máli endurskoðanda kom fram að bókhald væri vel og skipulega fært og að meðferð fjármuna og innheimta bæjargjalda sé í traustum og föstum skorðum.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.

Samþykkt að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2. Fundagerðir;

2.1. Bæjarráðs frá 19. mars 2015.
Enginn tók til máls.
Liður 1.5 „Bréf frá Ársæli B. Eggertssyni frá 16. mars 2015“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 2.1. „Umsókn um leikskólavist utan lögheimilis sveitarfélags“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 3.1. „Minnisblað frá bæjarstjóra v/ rekstraraðila að tjaldsvæðum“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.2. Bæjarráðs frá 1. apríl 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 1.8 „Bréf frá Sverri Sigurjónssyni frá 26. mars 2015“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 2.1 „Opnun tilboða – Sundlaugarhús Laugaskarði, viðhald utanhúss“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 2.2. „Opnun tilboða – Grunnskólinn í Hveragerði - Eldhús “ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.3. Skipulags og mannvirkjanefndar frá 31. mars 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar Rúnar Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 2. „Grímsstaðareitur „Í1, tillaga að deiliskipulagi “ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela Ask arkitektum að gera breytingar á tillögunni í samræmi við umræðu á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og leggja hana fyrir næsta fund nefndarinnar.
Liður 3. „Arnarheiði 14-18, stækkun lóðar“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að breytingin verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Liður 4. „Brattahlíð 18, niðurrif húss“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að heimila niðurrif hússins.
Liður 5. „Klettahlíð 14, umsókn um breytta notkun húss“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytta notkun.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.4. Fræðslunefndar frá 30. mars 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Garðar Rúnar Árnason.
Liður 2. „Reglur um styrk vegna náms í leikskólafræðum“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að yfirfara reglurnar í samræmi við umræður á fundinum en stefnt er að samþykkt þeirra á fundi bæjarstjórnar í maí.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.5. Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 17. mars 2015.
Enginn tók til máls.
Liður 1. „Skólaþjónusta- staða mála og starfið framundan“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði eftir skólasálfræðingi í 80% stöðugildi.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3. Þjónustusamningur Hveragerðisbæjar við Skátafélagið Strók.
Lagður fram þjónustusamningur við Skátafélagið Strók í Hveragerði sem er til ársloka 2018.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

4. Leigusamningur v/ reksturs tjaldsvæða Hveragerðisbæjar.
Lagður fram leigusamningur við Sigríði Elísabeth Sigmundsdóttur um leigu á tjaldsvæðum Hveragerðisbæjar sem gildir til 1. nóvember 2017.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H.Ólafsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Kl. 18:14 var gert fundarhlé.
Kl. 18:18 hélt fundur áfram.
Leigusamningurinn samþykktur samhljóða.

5. Fundagerðir til kynningar;

5.1. Bæjarstjórnar frá 12. mars 2015.


Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:28

 

Getum við bætt efni síðunnar?