Fara í efni

Bæjarstjórn

462. fundur 08. janúar 2015 kl. 17:00 - 17:19 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Berglind Sigurðardóttir
  • Garðar Rúnar Árnason
  • Þórhallur Einisson
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri

Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson, setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Í upphafi fundar bauð hann Berglindi Sigurðardóttur velkomna á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.
Dagskrá:
1. Fundagerðir.
1.1. Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar frá 10. desember 2014.

2. Reglur Hveragerðisbæjar um framlög til stjórnmálasamtaka er bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga.
3. Birting fundargagna bæjarstjórnar á vefnum (tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar og óháðra).
4. Minnisblað frá skipulags- og byggingarfulltrúa vegna nýtingarhlutfalls lóðanna Breiðumörk 2 og Þelamörk 36.
5. Minnisblað umhverfisfulltrúa vegna kaupa á hjólaskóflu.
6. Verðskrá fyrir byggingargjöld í Hveragerði 2015
7. Fundargerðir til kynningar:
7.1. Bæjarstjórnar frá 11. desember 2014.

Hér var gengið til dagskrár.

1. Fundagerðir;
1.1. Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar frá 10. desember 2014.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Eyþór H. Ólafsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Reglur Hveragerðisbæjar um framlög til stjórnmálasamtaka er bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga.
Lögð fram tillaga um reglur Hveragerðisbæjar um framlög til stjórnmálasamtaka er byggjast á 5.gr. laga nr. 162/2006.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Unnur Þormóðsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Tillagan samþykkt samhljóða.

3. Birting fundargagna bæjarstjórnar á vefnum (tillaga frá fulltrúum Samfylkingarinnar og óháðra).
Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra lögðu fram eftirfarandi tillögu.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra leggja til að fundagögn bæjarstjórnarfunda verði birtar á vef Hveragerðisbæjar í samhengi við fundargerðir bæjarstjórnar.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Greinargerð
Birting fundargagna bæjarstjórnarfunda stuðlar að opinni og gagnsærri stjórnsýslu. Með birtingu fundargagna geta allir sem áhuga hafa fylgst betur með afgreiðslu mála og kynnt sér fyrirliggjandi gögn sem afgreiðslur mála eru byggðar á. Með birtingu fundargagnanna er unnið að markmiðum 13. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um birtingu upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda. Í 2. mgr. segir: „Stjórnvöld skulu vinna markvisst að því að gera skrár yfir mál, lista yfir málsgögn og gögnin sjálf jafnóðum aðgengileg með rafrænum hætti. Hið sama á við um gagnagrunna og skrár. Þess skal gætt að birting gangi ekki gegn einka- eða almannahagsmunum“.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu tillögunnar en samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hvort fundagátt sem til stendur að taka í notkun gefi möguleika á þessum tengingum með einföldum hætti.

4. Minnisblað frá skipulags- og byggingarfulltrúa vegna nýtingarhlutfalls lóðanna Breiðumörk 2 og Þelamörk 36.
Lagt fram minnisblað frá skipulags- og byggingarfulltrúa vegna nýtingarhlutfalls lóðanna Breiðumörk 2 og Þelamörk 36 sem bæjarstjórn samþykkti að sameina á fundi sínum 11. desember sl.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn samþykkir að nýtingarhlutfallið 0,5 verði lagt til grundvallar gjaldtöku byggingargjalda fyrir lóðina Þelamörk 36. Það heimilar allt að 943m2 byggingu. Verði byggt umfram það greiðist skv. gjaldskrá byggingargjalda fyrir umfram fermetra. Lóðamörk sameinaðrar lóðar verði í samræmi við mæliblað sem gert var 1989.

5. Minnisblað frá umhverfisfulltrúa vegna kaupa á hjólaskóflu.
Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa vegna kaupa á hjólaskóflu fyrir Áhaldahús Hveragerðisbæjar. Áhaldahúsið hefur fengið tilboð í hjólaskóflur frá þremur söluaðilum.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn samþykkir að verða við ósk umhverfisfulltrúa og yfirverkstjóra Áhaldahúss og kaupa vél frá HýsirMerkúr á kr. 9.950.000.-.

6. Verðskrá fyrir byggingargjöld í Hveragerði 2015.
Lögð fram gjaldskrá byggingargjalda í Hveragerði fyrir árið 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn samþykkir að fella niður gjald fyrir byggingarétt af öllum lóðum í sveitarfélaginu sem sótt verður um á árinu 2015. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita 50% afslátt af gatnagerðargjaldi allra mannvirkja sem veitt er byggingarleyfi fyrir á árinu 2015. Bæjarstjórn samþykkir einnig að álagningu B-gatnagerðargjalda verði hætt frá og með 1. janúar 2015.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

7. Fundagerðir til kynningar;
7.1. Bæjarstjórnar frá 11. desember 2014.


Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:19

Getum við bætt efni síðunnar?