Fara í efni

Bæjarstjórn

519. fundur 27. mars 2020 kl. 16:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 19. mars 2020.

2003004F

Liðir 2 og 5 afgreiddir sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa liðum 2 og 5 til sérstakrar afgreiðslu í lið 3 " Viðbrögð Hveragerðisbæjar vegna Covid-19".

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Opnun tilboða í verkið - Grunnskólinn í Hveragerði - stækkun áfangi 2

2003041

Tilboð í verkið "Grunnskólinn í Hveragerði - stækkun áfangi 2" voru opnuð þann 11. mars.
Alls bárust 8 tilboð í verkið.

Flotgólf ehf 452.200.257.-
Reir verk efh 389.423.030.-
Pálmatré ehf 450.608.954.-
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf 494.670.835.-
Alefli ehf 459.906.213.-
Frumskógar ehf 381.220.501
Viðskiptavit ehf 394.931.640.-
Viðskiptavit ehf. Frávikstilboð 374.069.390.-

Kostnaðaráætlun Eflu 398.160.806.-

Þórunn Pétursdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.Eftir yfirferð Eflu verkfræðistofu á þremur lægstu tilboðunum kemur í ljós að Reir verk var með lægsta tilboðið kr. 393.842.512.- . Frávikstiboði er hafnað þar sem það hefur í för með sér breytingar á útliti hússins sem ekki voru leyfðar.

Kl. 16:13 var gert fundarhlé.
Kl. 16:21 hélt fundur áfram.

Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Reir verk enda uppfyllir bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna varðandi reynslu af sambærilegum verkum og hefur lagt fram öll umbeðin gögn.

3.Minnisblað - Viðbrögð Hveragerðisbæjar vegna Covid-19.

2003043

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 25. mars með tillögum í 4 liðum um fyrstu aðgerðir bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 hefur haft á samfélagið.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Á fundi bæjarráðs þann 19. mars 2020 voru lagðar fram tillögur og ábendingar Sambands íslenskra sveitarfélaga að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum. Í því erindi hvetur Sambandið ríkisstjórn og Alþingi að gera viðeigandi ráðstafanir svo þessar tillögur geti orðið að veruleika.

Bæjarstjórn telur mikilvægt að þeim hugmyndum og ábendingum sem Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til verði fylgt eftir og leggur því fram eftirfarandi tillögur:

Fasteignagjöld: Bæjarstjórn samþykkir að greiðslu fasteignagjalda í mars, apríl, maí og júní hjá einkafyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna áhrifa COVID-19 verði frestað þannig að þeir gjalddagar komi til greiðslu síðar. Á næstu þremur mánuðum verði metið hvort fresta þurfi gjalddögum enn frekar og einnig verði á þeim tíma ákveðið með hvaða hætti fyrirtækin geta greitt hina frestuðu gjalddaga. Verður fyrirkomulag greiðslunnar ákveðið í samvinnu við hvert og eitt fyrirtæki.
Bæjarstjórn hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórn til að vinna í sameiningu hratt og vel að gerð þjónustugáttar svo fyrirtækin þurfi einungis að sækja um frestun gjalda á einum stað.
Jafnframt er lagt til að fasteignafélög fái ekki greiðslufrest nema að þau sýni fram á að leigutaki sem orðið hefur fyrir tekjutapi af völdum COVID-19 njóti frestsins sem einhverjum hætti.


Þjónustugjöld: bæjarstjórn samþykkir að þjónustugjöld v/ leikskóla, frístundaskóla og mötuneyta verði ekki innheimt þegar börn eru heima vegna sóttkvíar, veikinda eða ákvörðunar foreldra enda séu fjarvistir vegna þessa ávallt í heilum vikum. Sé þjónusta skert vegna ákvörðunar viðkomandi stofnunar og börnum þar með gert ókleyft að njóta samfelldrar þjónustu er einungis greitt fyrir þá daga sem þjónustan stendur til boða í skólunum. Reikningar vegna þjónustu í apríl, maí og júní verða innheimtir í lok mánaðar en ekki fyrirfram í byrjun mánaðar eins og verið hefur. Með því móti greiða notendur eingöngu fyrir þá daga sem mætt er í stofnanirnar. Þar sem reikningar vegna mars mánaðar voru sendir út og greiddir miðað við fullan mánuð hafa sumir notendur eignast inneign sem kemur til frádráttar síðar.

Stofnframkvæmdir og viðhaldsverkefni: Hveragerðisbær hefur þegar samþykkt fjárhagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir framkvæmdum að andvirði um 800 mkr. Var því lagt af stað inn í árið 2020 með áætlun er gerði ráð fyrir einum mestu framkvæmdum sem nokkurn tíma hefur verið ráðist út í á einu ári í bæjarfélaginu Má þar helst nefna viðbyggingu við grunnskólann, umfangsmikla gatnagerð og veituframkvæmdir og endurbætur á búningsklefum í sundlauginni í Laugaskarði.

Bæjarstjórn samþykkir að þegar í stað verði unnið að útboðsgögnum allra þeirra framkvæmda sem ráð er fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins og undirbúningur að þegar ákveðnu viðhaldi fari nú þegar í gang.


Aðstoð við ferðaþjónustufyrirtæki: Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra í samvinnu við Ferðamálasamtök Hveragerðis og aðra hagsmunaaðila nánari útfærslu á framkvæmd á aðstoð við ferðaþjónustufyrirtæki.

4.Leiðbeiningar fyrir vettvangsstjórn og starfsmenn Hveragerðisbæjar um viðbrögð vegna umfangsmikilla veikinda í samfélaginu.

2003044

Lagðar fram leiðbeiningar fyrir vettvangsstjórn og starfsmenn Hveragerðisbæjar um viðbrögð vegna umfangsmikilla veikinda í samfélaginu.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir leiðbeiningarnar.

5.Stöðuskýrsla frá bæjarstjóra vegna Covid-19.

2003042

Lögð fram önnur stöðuskýrsla frá bæjarstjóra vegna Covid-19 gerð 26. mars 2020.
Auk skýrslunnar eru lagðir fram minnispunktar frá bæjarstjóra vegna 4 funda í Aðgerðarstjórn Almannavarna Suðurlands og eins fundar í Vettvangsstjórn Almannavarna Suðurlands.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Þórunn Pétursdóttir, Njörður Sigurðsson og Garðar R. Árnason.
Stöðuskýrslan ásamt fylgigögnum lögð fram til kynningar. Bæjarstjóri vakti athygli á því að nú er kominn hlekkur á heimasíðu þar sem allar tilkynningar sem varða COVID-19, viðbrögð og aðgerðir munu verða aðgengilegar á einum stað fyrir bæjarbúa. Bæjarstjóri mun nú birta helstu atriði stöðuskýrslunnar í grein á heimasíðu Hveragerðisbæjar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?