Fara í efni

Bæjarstjórn

517. fundur 12. mars 2020 kl. 17:00 - 19:18 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð Bæjarráðs frá 5. mars 2020.

2003001F

Liðir 6, 9, 10 og 11 afgreiddir sérstaklega.

Enginn tók til máls.
Liður 6 "Bréf frá Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands frá 20. febrúar 2020" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 9 "Bréf frá Grund dvalar- og hjúkrunarheimili frá 2. mars 2020" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 10 "Niðurstaða útboðs á öryggisþjónustu" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 11 "Lóðarumsókn Heiðarbrún 43b" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.


Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar frá 26. febrúar 2020.

2002004F

Liður 3 afgreiddur sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason og Njörður Sigurðsson.
Liður 3 "Aðsóknartölur að íþróttamannvirkjum 2019" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjóra og Menningar- og frístundafulltrúa falið að ganga frá tillögu að gjaldskrá vegna umræddrar leigu og leggja fyrir bæjarráð ásamt aðgangstölum.

Varðandi lið 5 vill bæjarstjórn þakka nefndinni fyrir vellukkaðan íbúafund sem án vafa mun reynast gagnlegur í framtíðinni.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 3. mars 2020.

2003019

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3, 4, 5 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.Liður 1 "Hreinsistöð, breyting á deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingatillöguna.

Kl. 17:31 var gert fundarhlé.
Kl 17:33 hélt fundur áfram.

Liður 2 "Ás-/Grundarsvæði, deiliskipulag" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en með þeim lagfæringum á greinargerð sem ræddar voru á fundinum.

Liður 3 "Hraunbæjarland, ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar.

Liður 4 "Bláskógar 4, skipting einbýlishúsalóðar í tvær lóðir" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að málið verði grenndarkynnt sbr. 44. grs. skipulagslaga nr. 123/2010, en bendir á að ekki er hægt að samþykkja byggingaráform á lóðinni Bláskógar 4a nema fyrir liggi samkomulag milli aðila um hvernig staðið verði að umræddum bílskúrsframkvæmdum.

Liður 5 "Hverasvæði, lóð fyrir spennistöð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 8 "Bjarkarheiði 16, umsögn um breytta nýtingu húsnæðis" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings frá 25. febrúar 2020.

2003020

Enginn tók til máls:

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Umhverfisnefnd frá 5. mars 2020.

2003002F

Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafson og Þórunn
Pétursdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Opnun tilboða í verkið - Útboð Kambaland 2020.

2003026

Opnun tilboða í verkið "Útboð Kambaland 2020" fór fram þann 4. mars s.l. Alls bárust 7 tilboð í verkið, eitt tilboðið var ógilt þar sem tilboðsblað vantaði

Arnon ehf 78.282.350.-
Aðalleið ehf 84.365.830.-
Berg verktakar ehf 93.328.140.-
Hamranes ehf 89.785.700.-
Sportþjónustan ehf 97.702.830.-
Urð og grjót ehf 237.809.800.-
Jarðtækni ehf 101.756.928.- ógilt, vantaði tilboðsblað.

Kostnaðaráætlun Eflu 85.550.305.-

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að taka lægsta tilboði frá Arnon ehf enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra - breytt fyrirkomulag garðyrkju- og umhverfismála.

2003025

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 10. mars 2020 þar sem lagt er til að að ráðið verði tímabundið og til reynslu í stöðu garðyrkjufulltrúa Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Þórunn Pétursdóttir og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Kristínu Snorradóttur, kt.050291-2949 sem garðyrkjufulltrúa Hveragerðisbæjar frá og með 1. apríl 2020 til 1. október 2021 með gagnkvæmum tveggja mánaða uppsagnarrétti á samningstímanum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipuriti og starfslýsingum en garðyrkjufulltrúi mun heyra beint undir bæjarstjóra.

8.Þjónustusamningur við Golfklúbb Hveragerðis 2019 - 2022.

2003021

Lagður fram Þjónustusamningur við Golfklúbb Hveragerðis fyrir árin 2019 - 2022.

Enginn tók til máls.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

9.Sláttursamningur við Golfklúbb Hveragerðis 2020.

2003029

Lagður fram Sláttursamningur við Golfklúbb Hveragerðis frá 9.mars 2020 - október 2021.

Enginn tók til máls.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

10.Samningur við Knattspyrnudeild Hamars um Led skilti.

2003022

Lagður er fram samningur við Knattspyrnudeild Hamars um leigu á Led auglýsingaskilti sem staðsett er við gatnamót Suðurlandsvegar og Breiðumerkur. Samningur þessi er óuppsegjanlegur og gildir til 15 ára við undirritun.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að skiltinu verði breytt í LED skilti.

11.Viljayfirlýsing Bjarg íbúðafélag -Hveragerði.

2003024

Lögð fram viljayfirlýsing um samstarf Hveragerðisbæjar og Bjargs íbúðafélag um uppbyggingu leiguíbúða í Hveragerði.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn fagnar áhuga Bjargs íbúðafélags um byggingu 10 leiguíbúða í Hveragerði.
Bæjarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna.

12.Minnisblað - starfshópur um nýtingu Breiðumerkur 21.

2003030

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 10. mars 2020 þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur með tveimur fulltrúum frá meirihluta og einum frá minnihluta sem fjalli um möguleika á nýtingu húsnæðisins að Breiðumörk 21 sem Hvergerðisbær eignaðist fyrir skemmstu.

Eftirtaldir tóku til máls:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa starfshópinn.
Fulltrúar meirihlutans verða Friðrik Sigurbjörnsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og fulltrúi minnihlutans verður Týr Þórarinsson. Friðrik Sigurbjörnsson verði formaður.

Kl. 18:07 var gert fundarhlé.
Kl. 18:19 hélt fundur áfram.

13.Minnisblað frá bæjarstjóra - persónuverndarfulltrúi.

2003028

Lagt er fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 10. mars 2020 þar sem lagt er til að samið verið við Þorstein Tryggva Másson hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga um að hann taki að sér starf persónuverndarfulltrúa Hveragerðisbæjar í samræmi við lög þar um.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Kl.18:20 var gert fundarhlé.
Kl 18: 28 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreislu erindisins.

14.Jafnréttisáætlun 2020-2024, síðari umræða.

2003023

Lögð fram Jafnréttisáætlun 2020-2024 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Jafnréttisáætlunin samþykkt samhljóða.

15.Endurskoðuð Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar frá 2020 - 2028, fyrri umræða

2003027

Lögð er fram til fyrri umræðu endurskoðuð Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar frá 2020-2028.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.

16.Kynning á viðbragðsáætlunum Hveragerðisbæjar vegna Covid-19

2003031

Bæjarstjóri kynnti viðbragðsáætlanir Hveragerðisbæjar vegna Covid-19.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Þórunn Pétursdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:18.

Getum við bætt efni síðunnar?