Fara í efni

Bæjarstjórn

516. fundur 27. febrúar 2020 kl. 17:00 - 17:18 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar 2020.

2002002F

Liðir 5, 6, 7, 8 og 9 afgreiddir sérstaklega.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 5 "Opnun tilboða - Aðveitulögn vatnsveitu að Kambalandi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Aðalleiðar ehf enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

Liður 6 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Færsla lagna við Skólamörk" afgreiddur sérstaklega. Tölvupóstur hefur borist frá forsvarsmanni Aðalleiðar ehf þar sem hann tilkynnir að hann muni ekki halda kröfum sínum til streitu og muni standa við tilboð sitt samkvæmt þeim skilningi sem Hveragerðisbær sem verkkaupi hefur á lýsingu framkvæmdar.
Bæjarstjórn fagnar þessari niðurstöðu og vonast til þess að gott samstarf verði milli aðila um verkið báðum aðilum til hagsbóta.

Kl. 17:04 var gert fundarhlé.
Kl. 17:07 hélt fundur áfram.

Liður 7 "Kauptilboð - Reykjamörk 1" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að kaupa fasteignina Reykjamörk 1 íbúð 02-05 fnr. 221-0775. Íbúðin verði hluti af félagslega leigukerfi bæjarins. Bæjarstjórn samþykkir einnig að fela bæjarstjóra að auglýsa íbúð í eigu bæjarins að Dalsbrún 27 til sölu. Í framhaldi af sölu hennar verði keypt íbúð sem betur hentar þörfum bæjarfélagsins og þeirra sem þurfa á félagslegu leiguhúsnæði að halda.

Liður 8 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Lýsing göngustígs og uppsetning brunahana í skógarækt" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka tillögu B í minnisblaði byggingafulltrúa og jafnframt samþykkir bæjarstjórn að setja tvo brunahana í skógræktina til að tryggja skjót og góð viðbrögð komi til þess að gróðureldar kvikni á svæðinu.

Liður 9 "Minnisblað frá leikskólastjórum vegna nýs skráningarkerfis fyrir leikskóla bæjarins" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir kaup á grunnkerfi leikskóla og gjaldakerfisins Karellen.

2.Lánasamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga.

2002049

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga upp á 300. m. kr. lán.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 300.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

3.Undanþágulistar vegna verkfalla.

2002050

Lögð er fram viðbótarbeiðni til FOSS þar sem óskað er eftir undanþágu frá verkfallsheimild fyrir einn starfsmann í heimaþjónustu og einn starfsmann í akstri fyrir fatlað fólk.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir beiðnina og verður listinn birtur í Stjórnartíðindum í samræmi við 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:18.

Getum við bætt efni síðunnar?