Fara í efni

Bæjarstjórn

514. fundur 09. janúar 2020 kl. 17:00 - 17:50 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 19. desember 2019.

1912004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 6,7,8 og 9.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 6 "Bréf frá Eggerti Guðmundssyni frá 12. desember 2019" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar.

Liður 7 "Lóðarumsókn - Búðarhraun 3" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir úthlutunina.

Liður 8 "Minnisblað frá skrifstofustjóra - jafnlaunavottun" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði BSI á Íslandi.

Liður 9 "Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra - akstursþjónusta eldri borgara" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir nýjar reglur um akstursþjónustu.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 18. desember 2019.

1912005F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Þórunn Pétursdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðanefndar Árnesþings frá 18. desember 2019.

2001001

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Minnisblað frá skrifstofustjóra: Tekjutengdur afsláttur fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2020.

2001002

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna viðmiðunartekna við útreikning tekjutengds afsláttar gjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2020 (tekjur ársins 2019).

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að viðmiðunartekjur vegna tekjutengds afsláttar fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega hækki um 3,87% frá tölum ársins 2019 sem er hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins milli áranna 2018 og 2019.

5.Innkaupastefna og innkaupareglur Hveragerðisbæjar, fyrri umræða.

2001003

Lögð fram innkaupastefna og innkaupareglur Hveragerðisbæjar til fyrri umræðu.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Samþykkt að vísa til síðari umræðu.

6.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hveragerði fyrri umræða.

2001004

Lögð fram samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hveragerði til fyrri umræðu.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason, Þórunn Pétursdóttir og Njörður Sigurðsson.
Samþykkt að vísa til síðari umræðu.

7.Samningur við RARIK um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar.

2001005

Lagður fram samningur við Rarik um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

8.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna útboðs sorphirðu í Hveragerði.

2001006

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna útboðs sorphirðu í Hveragerði.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að fela Ríkiskaup umsjón með umræddu útboði er byggir á sömu forsendum varðandi hirðu eins og verið hefur í bæjarfélaginu.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?