Fara í efni

Bæjarstjórn

507. fundur 11. apríl 2019 kl. 17:00 - 18:31 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 21.mars 2019.

1903002F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 13.

Enginn tók til máls.
Liður 13 "Minnisblað frá bæjarstjóra vegna trúnaðarlæknisþjónustu" afgreiddur sértaklega.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Vinnuverndar.

Varðandi lið 5, bókun vegna áformaðrar skerðingar á framlögum í Jöfnunarsjóð, vill bæjarstjórn taka heilshugar undir sjónarmið bæjarráðs sem fram koma í ýtarlegri bókun.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 4.apríl 2019.

1903003F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 5, 9, 10 og 11.

Enginn tók til máls.
Liður 5 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 26. mars 2019" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

Liður 9 "Minnisblað frá skrifstofustjóra vegna tímastjórnunarkerfis frá 1. apríl 2019" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að gerður verði samningur við lægstbjóðanda sem er tímaskráningarkerfið Tímon.

Liður 10 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Upplýsingamiðstöð Suðurlands" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Liður 11 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Grunnskólinn í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Fasteignafélags Hveragerðis frá 2.apríl 2019.

1903004F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 12.mars 2019.

1904006

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Garðar R. Árnason.
Varðandi lið 7 "Verndun rústa rafstöðvarinnar á Varmárbökkum" er málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2020.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 2.apríl 2019.

1904008

Liðir afgreiddir sérstaklega: 3 og 4.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 3 "Heiðarbrún 45, ósk um leyfi til að stækka bílastæði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið og að lóðarhafi beri kostnað af gerð niðurtektar í gangstétt og færslu á ljósastaur.

Liður 4 "Sunnumörk 4, stofnun nýrrar lóðar fyrir spennistöð Rarik" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn hafnar erindinu en samþykkir að stofna 49,0fm lóð fyrir spennistöð úr lóðinni Austurmörk 20b, sbr. afstöðumynd gerða af Bölta ehf dags. 8. apríl 2019.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar frá 8.apríl 2019.

1904014

Liðir afgreiddir sérstaklega 1 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason, Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Liður 1 "Rafíþróttadeild - Samstarfsverkefni" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að styðja við Rafíþróttadeild í Hveragerði verði af stofnun hennar t.d. innan Íþróttafélagsins Hamars. Menningar- og frístundafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

Liður 7 "Listaverk í Lystigarðinum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Elísabetu Jökulsdóttur og Matthías Rúnar Sigurðsson um gerð listaverksins "Þetta líður hjá" á grundvelli þeirra upplýsinga sem koma fram í minnisblaði frá bæjarstjóra. Bæjarstjórn vill þó koma því á framfæri að listaverkinu hefur enn ekki verið fundinn staður.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

7.Fundargerð Fræðslunefndar frá 8.apríl 2019.

1904015

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Minnisblað frá skipulagsfulltrúa - Vegna vatnsveitu að Árhólmum.

1904010

Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa vegna lagningu vatnsveitu að Árhólmasvæðinu.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að leita eftir tilboðum í að plægja vatnslögn frá Hamarshöllinni að Árhólmum 1, skv. tillögu Eflu ehf. og leitað verði eftir þátttöku Rarik og Gagnaveitunnar í framkvæmdinni. Ef Rarik og Gagnaveitan taka þátt í verkinu verði gert ráð fyrir lagningu 90mm PE vatnslagnar að öðrum kosti verði lögð 110mm PE vatnslögn.

9.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa - Vegna heilsueflingar starfsmanna.

1904012

Lagt fram minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa frá 8. apríl 2019 vegna heilsueflingar starfsmanna.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að veita starfsmönnum Hveragerðisbæjar gjaldfrjálsan aðgang að Sundlauginni Laugaskarði í samræmi við þær reglur sem koma fram í minnisblaðinu. Reglurnar taki gildi 1. júní 2019.

10.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 5.apríl 2019.

1904009

Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Sigfríðar Sigurgeirsdóttur um rekstrarleyfi fyrir gistihús í flokki II að Varmahlíð 15, Varmi Gistihús.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt fyrir gististað að Varmahlíð 15, fastanúmer 223-7784.

11.Opnun tilboða í verkið - Útboð Kambaland 2019.

1904011

Opnun tilboða í verkið "Útboð Kambaland 2019" fór fram þann 4. apríl s.l. Alls bárust 5 tilboð í verkið.

Aðalleið ehf 139.331.260.-
Arnon ehf 130.526.300.-
Gleipnir verktakar ehf 140.000.000.-
Borgarverk ehf 146.848.000.-
Borgarvirki ehf 153.645.213.-

Kostnaðaráætlun var kr. 140.576.928.-

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Arnon ehf í verkið.

12.Hveragerðisbær - Húsnæðisáætlun 2019 - 2027, síðari umræða.

1904013

Lögð fram til síðari umræðu húsnæðisáætlun fyrir Hveragerðisbæ fyrir árin 2019-2027 gerð af VSÓ ráðgjöf.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúar Okkar Hveragerðis lögðu fram eftirfarandi bókun.

Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis fagna því að húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar sé komin fram. Í henni eru greinargóðar upplýsingar um stöðu á húsnæðismarkaði í Hveragerði og áætlanir um íbúaþörf til ársins 2027. Húsnæðisáætlun er forsenda þess að sveitarfélagið geti unnið skipulega að uppbyggingu og hún hefur líka það markmið að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimila í Hveragerði. Húsnæðisáætlun er líka stefnuyfirlýsing sveitarfélags um hvernig mæta á húsnæðisþörf til skemmri eða lengri tíma hjá öllum samfélagshópum. Í húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar er gert ráð fyrir að til ársins 2027 sé þörf á sjö félagslegum leiguíbúðum. Þörf fyrir félagslegar leiguíbúðir virðist vera fundin út frá því hversu margar umsóknir eru nú um félagslegt leiguhúsnæði hjá Hveragerðisbæ. Eins og staðan er nú á Hveragerðisbær þrjár félagslegar leiguíbúðir en þær ættu að vera 16 talsins ef þær væru hlutfallslegar jafnmargar og hjá Sveitarfélaginu Árborg og Ölfusi. Því er rétt að í húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar verði sett sú stefna að til ársins 2027 verði félagslegar leiguíbúðir í eigu Hveragerðisbæjar orðnar 16 talsins. Það er sameiginleg ábyrgð allra sveitarfélaga að sjá til þess að nægt framboð sé á félagslegu leiguhúsnæði í öllum sveitarfélögum. Sveitarfélög sem ekki bjóða upp á nógu margar félagslegar leiguíbúðir eru þannig að velta ábyrgðinni yfir á önnur. Hveragerðisbær á því að axla sína ábyrgð og standa sig í þessum málum.

Í húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar er jafnframt gert ráð fyrir að þörf sé á sex almennum leiguíbúðum til ársins 2027 og er miðað við að fjöldi leiguíbúða af nýjum íbúðum í bæjarfélaginu verði ekki lægra en 15%. Þessi tala er fundin út frá því hvernig leigumarkaðurinn er í Hveragerði og á landinu almennt. Á Íslandi búa um 16-18% af íbúum 18 ára og eldri í leiguíbúðum og í áætluninni er leitt líkum að því að um 7-12% íbúa í Hveragerði séu í leiguhúsnæði. Á Norðurlöndunum er hlutfall íbúa í leiguhúsnæði mun hærra en þekkist hér á landi og er til að mynda áætlað að um 35% Dana búi í leiguhúsnæði. Með það að markmiði að stuðla að auknu húsnæðisöryggi í sveitarfélaginu ætti Hveragerðisbær að hafa það markmið að hlutfall almennra leiguíbúða, s.s. í gegnum leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiði, verði mun hærri en 15%. Með því myndu bæjaryfirvöld auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði fyrir efnaminni fjölskyldur.

Njörður Sigurðsson
Þórunn Pétursdóttir

Húsnæðisáætlunin samþykkt samhljóða.

13.Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2018 fyrri umræða.

1904007

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2018.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri kynnti ársreikning 2018.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 59,7 m.kr. en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð kr. 29,4 m.kr.. Heildartekjur A og B hluta eru 2.861 m.kr. og heildarútgjöld án fjármagnsliða 2.482 m.kr.. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A-hluta) er jákvæð um 23 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir hagnaði 7 m.kr..

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam um 301 m.kr. eða 10,52 % af heildartekjum. Handbært fé frá rekstri var 298 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 248 m.kr.. Skýrist þessi mismunur með því að óinnheimtar tekjur vegna gatnagerðargjalda eru óvanalega miklar. En gatnagerðargjöld eru yfirleitt að stærstu leyti gerð upp með útgáfu skuldaviðurkenningar til tveggja ára þrátt fyrir að tekjufærast á því ári sem þær eru gefnar út.

Fjárfestingar á árinu 2018 námu 341 m.kr.. Afborganir langtímalána og afborganir leiguskuldar vegna Sunnumarkar nema 188.5 m kr. Tekin ný langtímalán voru 492m.kr.. Þar af var tekið nýtt langtímalán vegna uppgjörs til Lífeyrissjóðsins BRÚ að upphæð 352m.kr..

Í árslok er hlutfall skulda af tekjum 136,5%. Ef frá er dregin lífeyrisskuldbinding sem fellur til eftir 15 ár eða síðar er skuldahlutfallið 118,5%.

Rétt er að geta þess að ársreikningurinn er óendurskoðaður við fyrri umræðu en endurskoðendur óska eftir að sá háttur sé hafður á. Þrátt fyrir að endurskoðun sé að mestu lokið geta komið upp skekkjur sem kunna að krefjast leiðréttingar á ársreikningnum. Ýtarlegri bókun vegna ársreiknings verður því lögð fram við síðari umræðu sem fram fer í maí og þá munu endurskoðendur einnig skila skoðunarbréfi sínu.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:31.

Getum við bætt efni síðunnar?