Fara í efni

Bæjarstjórn

505. fundur 14. febrúar 2019 kl. 17:00 - 18:04 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar 2019.

1901002F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 8,9,10,12 og 13.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 8 "Bréf frá Leiðinni út á þjóðveg frá 15. janúar 2019" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 9 "Forkaupsréttur Austurmörk 20" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að nýta forkaupsrétt að húseigninni Austurmörk 20.

Liður 10 "Bréf frá SR verk frá 15. janúar 2019" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir af falla frá úthlutun lóðarinnar Vorsabæ 7.

Liður 12 "Tilboð í nýja heimasíðu Hveragerðisbæjar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir tilboð Stefnu efh í nýja heimasíðu fyrir Hveragerðisbæ.

Liður 13 "Ný stýrivél - Skolphreinsistöð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela Eflu að setja upp nýja stýrivél.

Fundargerði samþykkt að öðru leyti.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 7.febrúar 2019.

1902001F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 8,11,13,14,15 og 16.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar Rúnar Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 8 "Bréf frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar frá 15. janúar 2019" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 11 "Bréf frá Magneu Jónasdóttir frá 15. janúar 2019" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu þar sem lóðum á svæðinu hefur verið úthlutað og framkvæmdir við þjónustuhús á svæðinu og bílastæði munu hefjast á vormánuðum og starfsemi stuttu síðar. Í ljósi þessa þarf að fjarlægja húsið og aðra lausamundi í samræmi við ákvæði stöðuleyfis.
Liður 13 "Minnisblað frá skipulagsfulltrúa - Deiliskipulag Friðarstaðareits" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela Ask arkitektum og Landslagi ehf að vinna í sameiningu að deiliskipulagi á svæðinu og hafa umræður á íbúafundinum til hliðsjónar.

Liður 14 "Þjónustusamningur milli Dattaca Labs og Hveragerðisbæjar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn til eins árs. Í lok tímabilsins verði lagt fram verkbókhald og í frarmhaldi af því verði tekin ákvörðun um áframhald samningsins.

Liður 15 "Minnisblað frá bæjarstjóra - Kaup á félagslegu húsnæði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir kaup á tveimur félagslegum íbúðum Breiðumörk 25a fastanúmer 227-3737 og Dalsbrún 27 fastanúmer 231-7391 og jafnframt að ráðist verði í framkvæmdir eins og tilgreindar eru í minnisblaði bæjarstjóra.
Eins samþykkir bæjarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna kaupanna ásamt nýtingu forkaupsréttar að Austurmörk 20 alls krónur 59 milljónir. Hluti af þessari fjárfestingu var í fjárhagsáætlun ársins 2018. Kaupin verði fjármögnuð með nýrri lántöku.

Liður 16 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Bæjarskrifstofur" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 5.febrúar 2019.

1902026

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1,5,7 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar Rúnar Árnason og Friðrik Sigurbjörnsson.

Kl. 17:30 var gert fundarhlé.
Kl. 17:34 hélt fundur áfram.
Liður 1 "Hlíðarhagi, deiliskipulag, afgreiðsla Skipulagsstofnunar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og að uppdrætti verði breytt til samræmis við þær.

Liður 5 "Brattahlíð 1 og 3, ósk um breytingu á skipulagsmálum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi við Bröttuhlíð og Klettahlíð til samræmis við óskir lóðarhafa.

Liður 7 "Laufskógar 7, umsögn um rekstur gistiheimilis" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að leyfa rekstur gistiheimilis í flokki II með þeim skilyrðum að leyfishafi skili inn upplýsingum um merkingar og staðsetningu bílastæða fyrir gesti til samþykktar byggingarfulltrúa.

Liður 8 "Kambahraun 9, fjölgun fasteigna á lóð og stækkun lóðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir ekki að lóðinni Kambahraun 9 verði breytt í parhúsalóð eða fjöleignarlóð. Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðarinnar um allt að 7 metra frá bílskúr, þó með þeim fyrirvara að núverandi lagnasvæði veitna verði utan lóðarmarka.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Menningar- íþrótta- og frístundanefndar frá 4.febrúar 2019.

1902027

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar Rúnar Árnason og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Fræðslunefndar frá 28.janúar 2019.

1902029

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Gjaldskrá byggingargjalda 2019, síðari umræða.

1902030

Gjaldskrá byggingargjalda í Hveragerði 2019 lögð fram til síðari umræðu.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Þórunn Pétursdóttir.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða sem þeirri breytingu að taxti fyrir aðrar byggingar s.s. gripahús, gróðurhús o.fl. verði 2,5% en ekki 6,9% eins og lagt var til við fyrri umræðu. Ennfremur verði upphæðir lágmarks og hámarksgreiðslur byggingarréttargjalds sýndar í verðskránni og jafnframt verði villa varðandi gildistíma lagfærð
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:04.

Getum við bætt efni síðunnar?