Fara í efni

Bæjarstjórn

504. fundur 30. janúar 2019 kl. 08:15 - 08:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Brynjólfsdóttir starfandi gjaldkeri Hveragerðisbæjar
Dagskrá
Í upphafi leitað forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Hér var gengið til dagskrár.

1.Starfsmenn Hveragerðisbæjar sem eru undanskildir verkfallsheimild.

1901031

Lögð fram auglýsing um skrá yfir þá starfsmenn Hveragerðisbæjar sem undanskildir eru verkfallsheimild. Stéttarfélög umræddra starfsmanna hafa öll samþykkt þessar undanþágur að undanskyldu Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem hafnað hefur undanþágu vegna umhverfisfulltrúa. Þrátt fyrir það er staða hans birt í þessari auglýsingu enda mun áfram verða unnið í því að fá undanþágu fyrir þann starfsmann þar sem augljóst er að umsjón með fráveitu, vatnsveitu og sorphirðu svo fátt eitt sé talið ætti að falla undir 6. lið 19. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir skrána og þar með verður listinn birtur í Stjórnartíðindum í samræmi við 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?