Fara í efni

Stóri plokk dagurinn

24. apríl | 10:00
STÓRI PLOKKDAGURINN VERÐUR LAUGARDAGINN 24. APRÍL, MÆTING VIÐ LYSTIGARÐINN KL. 10:00!

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur fjórða árið í röð laugardaginn 24. apríl 2021 næstkomandi. Framundan er mikið verkefni í allan vetur og næsta sumar við það að losa umhverfið við einnota grímur og hanska sem fylgt hafa Covid lífinu. Þetta er viðbót við allt iðnaðar- og neysluplastið sem er þarna úti. Við þurfum öll að leggjast á eitt og ná frábærum árangri. 

Einfallt er að fylgja fyrirmælum því plokkið er ráðlagður dagskammtur af hreyfingu um leið og auðveld er að fylgja reglum samkomubanns:

  •  Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  •  Einstaklingsmiðað
  •  Hver á sínum hraða
  •  Frábært fyrir umhverfið
  •  Fegrar nær samfélagið
  •  Öðrum góð fyrirmynd

Plokk poka má svo skilja eftir við lystigarðinn og mögulega verður bíll á ferð um bæinn til að sækja fulla poka.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?