Fara í efni

Nostalgíu tónleikar & Pub quiz

Hótel Örk 12. ágúst | 21:00
Föstudagssprengjan á blómstrandi dögum 2022 fer fram á Hótel Örk.
Þar munum við skoða áttunda og níunda ára tuginn.
Erlendur Eiríkson eða Verbúðar-Elli mun kynna kvöldið eins og honum einum er lagið og bresta í söng inná milli.
Systurnar Unnur Birna og Dagný Halla munu koma fram með ákveðin gæði og glæsileika.
Sérstakir gestasöngvara þetta árið verða, Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Berglind María Ólafsdótti, Sædís Lind Másdóttir og einn gríðarlega óvæntur Sunnlenskur aldamótabarki.
Heimir Eyvindar sjálfur fer fyrir hljómsveit enda alfróðum um þessi tónlistartímabil og eftirminnilegustu atvik.
Hljómsveitin verður ekki af verri endanum.
Á gítar verður Pétur Valgarð.
Á trommur Bassi Ólafsson
Á bassa Sigurgeir Skafti Flosason
Og títt nefndur Heimir Eyvindarson á hljómborð.
 
Í hléi verður eitt öflugasta Pub-quiz sunnan alpafjalla, Ívar Örn Guðjónsson mun sjá um og kynna það veglega.
Haugur af vinningum í boði, til mikils að keppa.
 
Þá er nú ekki állt upptalið.
 
Veglegir vinningar verða einnig fyrir flottuztu búningana og til mikils að vinna.
 
Forsala miða á bæjarskrifstofunni, Shell skálanum og Hótel Örk, verð 3000.kr
Getum við bætt efni síðunnar?