Fara í efni

Myndlistarnámskeið fyrir börn

Listasafn Árnesinga 27. jún - 1. júl

Námskeiðið verður haldið 27. júní-1. júlí frá klukkan 13:00-15:00.

Áhersla verður á fjölbreyttum aðferðum til listsköpunar auk þess að þjálfa þá færni sem er til staðar. Farið verður í stuttar vettvangsferðir til að m.a. vatnslita undir berum himni og safna efniviði til listsköpunar. Verkefnin verða af ýmsum toga og þær aðferðir sem notast er við á námskeiðinu eru m.a. teikning, vatnsmálun, mismunandi þrykk aðferðir og blönduð tækni.

Námskeiðisgjald er 25.000 kr og allt efni er innifalið.

Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is

Námskeiðið er styrkt af Uppbyggingarsjóðir Suðurlands.

Getum við bætt efni síðunnar?