Fara í efni

Grænmetisræktun og kofasmíði -

8. jún - 15. ágú

ATH! FULLT ER Á NÁMSKEIÐIÐ.

Námskeiðshaldari: Hveragerðisbær

Aldur: Börn á aldrinum 6 til 13 ára.

Tímabil: Frá 8. júní til 15. ágúst. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13 til 18. Krökkunum er frjálst að mæta á þeim tíma sem þeim hentar innan þessa tímaramma.

Verð: Kr. 5.000.

Staðsetning: Hveramörk 7 (Við hliðina á Hveragarðinum)

Hámarksfjöldi á námskeið: 15 börn
Fyrstu dagarnir í grænmetisgörðunum fara í að gera garðana klára og setja niður útsæði og grænmeti. Krakkarnir fá útsæði, plöntur og fræ ásamt leiðsögn við ræktun algengustu matjurta. Samhliða skólagörðum verður kofasmíði. Krakkarnir læra að byggja einfalda kofa og verður kofabyggðin við hliðina á görðunum. Í lok sumars verður uppskeruhátíð. Leiðbeinendur og aðstoðarmenn starfa með börnunum, og foreldrum er velkomið að koma og hjálpa til. Skólagarðarnir eru hvorki leikjanámskeið né gæsluvöllur fyrir börn.

Umsjón: Kristín Snorradóttir, garðyrkjustjóri

Skráning og nánari upplýsingar: mottaka@hveragerdi.is

Getum við bætt efni síðunnar?