Fara í efni

Umsókn um leikskólavist

Forráðamaður 1
Forráðamaður 2
Aðrar upplýsingar
Hjúskaparstaða forráðamanna


Einstæðir foreldrar þurfa að framvísa vottorði eða kvittun um mæðra-/feðralaun, meðlagsgreiðslum eða staðfestingu á sambúðarslitum.
Eru foreldrar í námi?

Foreldrar í námi þurfa að framvísa vottorði frá viðkomandi skóla í upphafi hverrar annar til staðfestingar á skólavist.
Eru töluð fleiri en eitt tungumál að staðaldri á heimili barnsins?

Ég óska eftir að barni mitt byrji í leikskólanum


Upplýsingar um dvalartíma
Upplýsingar um sérstakar aðstæður
Merkið við sem við á

Skila þarf inn vottorði þegar barnið byrjar á leikskóla ef óþol eða ofnæmi er fyrir hendi.
Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Hveragerðisbær sem er ábyrgðaraðili vinnslunnar, safnar framangreindum persónuupplýsingum frá umsækjendum í þeim tilgangi að veita lögbundna þjónustu og svo einstaklingar geti nýtt sér réttindi sín samkvæmt lögum nr. 90/2008 um leikskóla. Heimild til vinnslu framangreindra persónuupplýsinga grundvallast á lagaskyldu, sbr. 3. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Lagaskyldan er fólgin í því að sveitarfélaginu er skylt að hafa forystu um að tryggja börnum dvöl í leikskóla, sbr. 4. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla. Óhjákvæmilega þarf vinna persónuupplýsingar til að verða við þessari skyldu. Hveragerðisbær miðlar umsókn um leikskóladvöl til þeirra leikskóla sem sótt er um dvöl í.

Hveragerðisbær er afhendingaskyldur aðili samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Af þeim sökum er Hveragerðisbæ óheimilt að farga nokkru nema með heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem Hveragerðisbær safnar afhentar héraðsskjalasafni Árnesinga að þrjátíu árum liðnum.

Einstaklingar njóta ákveðins réttar samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, svo sem réttar til að vera upplýstir um vinnslu, réttar til aðgangs að gögnum, réttar til að fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, réttar til að persónuupplýsingum verði eytt, réttar til að hindra að unnið verði með persónuupplýsingar um þá, réttar til að andmæla vinnslu og réttar til flytja eigin gögn. Hafa skal í huga að réttindi einstaklinga eru ekki alltaf fortakslaus og kunna að vera háð ýmsum skilyrðum.

Hafi einstaklingar frekari spurningar um hvernig Hveragerðisbær meðhöndlar upplýsingar eða um réttindi sín, geta þeir ávallt beint fyrirspurnum til persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins. Sá aðili er Dattaca Labs Iceland ehf. og hægt er að hafa samband með því að senda erindi á dpo@dattacalabs.com. Þá er hægt að hafa samband við Hveragerðisbæ með því að senda erindi á mottaka@hveragerdi.is.

Dragi einstaklingar í efa að Hveragerðisbær meðhöndli persónuupplýsingar þeirra í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, hafa þeir rétt til að senda inn erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).

Nánari upplýsingar um meðferð Hveragerðisbæjar á persónuupplýsingum má sjá í persónuverndarstefnu sem aðgengileg er inni á heimasíðu sveitarfélagsins www.hveragerdi.is.