Fara í efni

Leikskólar

Hveragerðisbær styður við foreldra og forráðamenn í uppeldishlutverkinu með því að bjóða barnafjölskyldum bestu mögulegu þjónustu í bæjarfélagi þar sem ungt kraftmikið fólk sækist eftir að búa, í umhverfi sem hentar nútíma fjölskyldum. Lögð er áhersla á samfellu í skóla- og tómstundastarfi.

Í Hveragerði eru starfræktir tveir leikskólar, Óskaland og Undraland fyrir börn frá 12 mánaða aldri og til 6 ára aldurs skv.lögum um leikskóla nr. 90/2008.  Ef laus pláss eru á leikskólum er heimilt að taka inn yngri börn en þó aldrei yngri en 9 mánaða. Börn hefja að jafnaði leikskólagöngu á tímabilinu maí til október, en á því tímabili hætta þau börn sem hefja grunnskólagöngu að hausti.  Börnum er úthlutað leikskólaplássi eftir kennitölu, þeim elstu fyrst.

Sækja má um leikskóla frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð og raðast þau á listann eftir fæðingardegi og ári. Foreldrar sem hafa áform um að flytjast í bæjarfélagið geta sótt um leikskólavistun en barn getur ekki hafið leikskóladvöl fyrr en lögheimili þess er í Hveragerði.

Foreldrum er heimilit að sækja um leikskólapláss enda er lögheimili þeirra og barnsins skráð í Hveragerði. Ef foreldrar hyggjast flytja í sveitarfélagið geta þeir sótt um leikskóladvöl en tilkynna þarf sérstaklega um lögheilmilisflutninginn til bæjarskrifstofu.

Umsóknareyðublað er að finna undir umsóknum á fræðslusviði í íbúagátt Hveragerðisbæjar.

Íbúagátt

 

 

Algengar spurningar:

Hver er staðan á biðlistanum fyrir leikskólavist?

Sem stendur eru báðir leikskólar fullir og biðlisti er inn á leikskólana.

Á hvaða aldri eru börn tekin inn í leikskólana?

Leikskólarnir í Hveragerði eru fyrir börn frá 12 mánaða aldri til 6 ára aldurs. Ef laus pláss eru á leikskólunum er heimilt að taka yngri börn inn, en þó aldrei yngri en 9 mánaða.
Börn hefja að jafnaði leikskólagöngu á tímabilinu maí – október, en þá hætta þau börn sem hefja grunnskólagöngu að hausti.
Börnum er úthlutað leikskólaplássi eftir kennitölu, þeim elstu fyrst.
(2. gr. í Reglum um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar.)

Hvernig er forgangsröðun inn á leikskólana?

Almennt eru börn eru tekin inn á leikskólana eftir aldri, þ.e. elstu börnin á listanum hafa forgang inn á leikskólana, en þó með því skilyrði að lögheimili barnsins sé í Hveragerði (eða Ölfus) þegar barnið hefur aðlögun sína á leikskólanum.
(5. gr. um Reglur um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar.)

Get ég haldið plássi sem barninu mínu hefur verið boðið ef tímasetning aðlögunar hentar ekki?

Nei, ef foreldrar vilja fresta upphafi leikskólavistar barns sem þeim býðst, fer barnið aftur á biðlistann og næsta barni verður boðið plássið. Þó er hægt að gefa nokkra daga í svigrúm.

Lögheimili okkar er annarsstaðar en við erum að fara flytja til Hveragerðis/Ölfus, hefur það áhrif á umsóknina?

Foreldrum er heimilit að sækja um leikskólapláss enda er lögheimili þeirra og barnsins skráð í Hveragerði (eða Ölfus). Ef foreldrar hyggjast flytja í sveitarfélagið geta þeir sótt um leikskóladvöl en tilkynna þarf sérstaklega um lögheilmilisflutninginn til bæjarskrifstofu.
Tilkynning um lögheimilisflutning skal tilkynna með tölvupósti til mottaka@hveragerdi.is.
(4. gr. í Reglum um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar.)

Hvað gerist ef lögheimili barns er ekki í Hveragerði (eða Ölfusi) þegar aðlögun á leikskólanum á að hefjast?

Þá fer barnið aftur á biðlistann og næsta barni verður boðið plássið.

Er hægt að fá systkinaafslátt ef fleiri en eitt barn í fjölskyldu eru í dagvistun í Hveragerði?

Systkinaafsláttur gildir á milli dagmæðra, leikskóla og frístundaskóla og hann er eftirfarandi:

- Yngsta barn greiðir fullt verð.
- Næst yngsta systkinið fær 30% afslátt.
- Þriðja yngsta systkinið fær 100% afslátt.
- Fjórða yngsta systkinið fær 100% afslátt, o.s.fr.

Beiðnir um skráningu systkinaafsláttar eru sendar á leikskólastjóra eða forstöðumenn frístundaskóla.

Er hægt að fá námsmannaafslátt á leikskólagjöldum?

Námsmenn í fullu námi fá 15% afslátt. Séu báðir foreldrar í námi er veittur 30% afsláttur.

Til að fá námsmannaafslátt þurfa námsmenn að vera í háskólanámi. Taka þarf fram á vottorði að um fullt nám (30 ECTS einingar) hafi verið að ræða. Afsláttur er einnig veittur námsmönnum sem stunda nám í framhaldsskóla að lágmari 17 einingar á önn, í dagskóla. 

Skila þarf skólavottorði þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám í dagskóla hafi verið að ræða. Námsmenn þurfa  að ljúka að lágmarki 22 ECTS-einingum eða ígildi þeirra til að eiga rétt á afslætti.

Foreldragreiðslur

Foreldragreiðslur eru fyrir foreldra barna frá 12 mánaða aldri sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri en eru búnir að leggja inn umsókn um leikskóladvöl fyrir barnið ásamt umsókn hjá dagforeldri sé dagforeldri starfandi í sveitarfélaginu.

Upphæð foreldragreiðslna er kr. 110.000 á mánuði fyrir hvert barn.

Nánari upplýsingar er að finna í reglum bæjarins um foreldragreiðslur.

 

Síðast breytt: 28.11.2022
Getum við bætt efni síðunnar?