Fréttir
Árgangur 1989 fjölmennastur í Hveragerði
Elst Hvergerðinga er Regína Guðmundsdóttir en hún er verður 99 ára á árinu. Árgangur 1989 er langfjölmennastur í bæjarfélaginu en þau eru nú 48 búandi hér í Hveragerði. Árið 2016 fæddust 28 börn og nú eru íbúar í Hveragerði 2.483.
Hekla Björt íþróttamaður Hveragerðis
Hin unga og efnilega fimleikakona, Hekla Björt Birkisdóttir, var kjörin íþróttamaður ársins í hófi menningar, íþrótta og frístundanefnar Hveragerðisbæjar.
Jólagluggar og jólastemning
Jólagluggarnir eru hver öðrum fallegri í ár og er gaman að ganga á milli þeirra og líta þá augum. Sönghópurinn ,Lóurnar, syngur á sundlaugarbakkanum í Laugaskarði kl. 17 miðvikudaginn 21. desember. Það er tilvalið að koma í sund og hlusta á fallegan lóusöng. Boðið verður uppá kaffi.
Getum við bætt efni síðunnar?