Fréttir
Árgangur 1950 er orðinn fjölmennastur
Elstur Hvergerðinga er Friðrik Marteinsson sem fæddur er árið 1921 og verður hann 97 ára í nóvember 2018. Næst elst er Fjóla Ólafsdóttir sem fædd er ári síðar eða 1922 en þriðji elsti Hvergerðingurinn er Guðjón Kr. Pálsson sem fæddur er árið 1924. Fimmtán Hvergerðingar eru komir yfir nírætt.
Hraðhleðslustöð í Hveragerði
Þjónusta við eigendur rafbíla jókst umtalsvert hér í Hveragerði nýverið þegar Orka náttúrunnar tók í notkun nýja hlöðu fyrir rafbílaeigendur við þjónustustöð Skeljungs í Hveragerði. Hún er búin hvort tveggja hraðhleðslu og hefðbundinni. Hlöður ON eru nú orðnar 25 talsins, í öllum landsfjórðungum og hringvegurinn verður orðinn vel fær rafmagnsbílum fyrir páska 2018.
1.316.000,- til Barnaspítala Hringsins
Börn og ungmenni í grunnskólanum hér í Hveragerði afhentu stjórnarkonum í Kvenfélaginu Hringnum kr. 1.316.000,- í hinum árlega opna gangasöng sem haldinn var nýverið.
Við getum verið afskaplega stolt af ungu kynslóðinni okkar, og starfsmönnum grunnskólans sem með dugnaði, frumkvæði og mikilli gleði stóðu fyrir gríðarlega vel heppnuðum góðgerðardegi þar sem alls konar handverk og veitingar voru til sölu. Var slegist um vörurnar enda er afrakstur dagsins í takt við það.
Það er fátt dýrmætara en gott skólastarf og mannvænleg ungmenni og þar eigum við Hvergerðingar stóran fjársjóð.
Kærar þakkir til ykkar allra !