Fara í efni

,,ZIP LINE“ Svifbraut og fjölgun bílastæða á Árhólmasvæði, breyting á aðal- og deiliskipulagi.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 10. mars 2022 breytingu á bæði aðal- og deiliskipulagi á Árhólmasvæði í Hveragerði. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér nýtt ferðamanna- og afþreyingarsvæði við Hengladalaá, stækkun á verslunar- og þjónustusvæði og nýjar gönguleiðir. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér tvær nýjar lóðir fyrir upphafs- og endapall svifbrautar, stækkun á almennu bílastæði fyrir ferðamenn, nýja göngustíga og stækkun á byggingarreit á lóðinni Árhólmar 1.

Aðal- og deiliskipulagsbreytingar þessar hlutu meðferð skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 29. mars 2022
Getum við bætt efni síðunnar?