Fara í efni

Vinsamlegast mokið frá sorptunnum

Þessi fallega vetrarmynd er tekin af Soffíu Theódórsdóttur.
Þessi fallega vetrarmynd er tekin af Soffíu Theódórsdóttur.

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að huga að sorptunnunum sínum og að passa að vel sé mokað frá þeim.  Strax eftir komandi helgi verða grænu (endurvinnslu)  og brúnu (lífrænu) tunnurnar losaðar og því er brýnt að mokað sé fram þeim.  Ef að illa er mokað frá tunnunum getur reynst örðugt að tæma þær og mögulega verður þá að sleppa losun.  Það viljum við síður að gerist. 

Með góðum kveðjum, 
Höskuldur Þorbjarnarson
umhverfisfulltrúi 


Síðast breytt: 11. febrúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?