Fara í efni

Vinnuskóli Hveragerðis hefst þann 8.júní 2020

Starfsmenn vinnuskólans munu starfa að mestu utandyra m.a. við almenn garðyrkjustörf eins og illgresishreinsun, gróðursetningu og þökulögn víðsvegar um bæinn. En einnig munu einhverjir unglingar aðstoða við íþr. og ævintýranámskeið, fótbolta, golf, á leikskólum og fl.

Starfsmönnum vinnuskólans verður skipt í tvo hópa, og hvor hópur fyrir sig hefur sinn flokkstjóra. Flokkstjórar stýra vinnuhópum, sjá um að leiðbeina starfsmönnum í vinnu og verki og sýnir frumkvæði. Yfirflokkstjóri sér síðan um að skipuleggja dagana og útvega hópunum verkefni, verkfæri, efni ofl.

Vinnutími er frá 9:30-12:00 og 13:00-15:30

Lögð er áhersla á að nemendur klæði sig eftir veðri.

Fyrsti vinnudagurinn er mánudaginn 8. júní 2020.

Starfsreglur vinnuskólans:

  • Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður
  • Mæta ber stundvíslega til vinnu
  • Beiðni um leyfi eða frívikur afgreiðir flokksstjóri
  • Ef veikindi eiga sér stað, ber að tilkynna það flokksstjóra símleiðis að morgni dags.
  • Fara skal vel með verkfæri, stunda vinnuna af samviskusemi og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum flokksstjóra.
  • Vinnuskólinn leggur ekki til vinnufatnað.
  • Engin ábyrgð er tekin á fötum, reiðhjólum eða öðrum hlutum sem starfsmenn er með á vinnustað.
  • Notkun farsíma/ipod við vinnu er ekki heimil.

Nánari upplýsingar gefur Kristín Snorradóttir garðyrkjufulltrúi s. 483 4000

Vinnuskólinn er staðsettur í garðyrkjuskúrnum (gamla mjólkurbúið), við Breiðamörk 26, inngangur er um vinstri bílskúrshurðina, sjá myndina hér fyrir neðan.


Síðast breytt: 5. júní 2020
Getum við bætt efni síðunnar?