Fara í efni

Vinningshafar í ensku smásagnakeppninni

Fimmtudaginn 2. mars s.l. voru úrslit kunngerð í ensku smásagnakeppnini sem félag enskukennara á Íslandi stendur fyrir á hverju ári í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september. Öllum skólum landsins er boðið að senda smásögur í keppnina sem fer þannig fram að nemendur skrifa enskar smásögur út frá ákveðnu þemu sem að þessu sinni var “Power”.

Þátttaka í þessari keppni er fyrir löngu orðinn fastur liður í skólastarfinu hjá Grunnskólanum í Hveragerði og á verðlaunaafhendingu að Bessastöðum 2. mars s.l. átti skólinn tvo vinningshafa. Hera Fönn Lárusdóttir nemandi í 6. bekk og Árni Snær Jóhannsson nemandi í 7. bekk fengu 1. og 2. verðlaun fyrir smásögur sínar í flokknum 6.-7. bekkur, en það var Eliza Reid forsetafrú sem afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn að Bessastöðum.

Bestu kveðjur frá enskudeildinni,
Bryndís Valdimarsdóttir
Laufey Heimisdóttir
Ólafur Jósefsson


Síðast breytt: 6. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?