Fara í efni

Verkfall BSRB hjá Hveragerðisbæ.

Félagar í stéttarfélaginu FOSS, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, sem starfa í leikskólum Hveragerðis, sundlauginni Laugaskarði og á skrifstofu Hveragerðisbæjar hafa boðað til verkfalls frá og með mánudeginum 5. júní 2023 en FOSS er aðildarfélag BSRB.

Verkfallið hefur áhrif á starfsemi sveitarfélagsins á eftirtöldum stöðum:

  • Sundlaugin Laugaskarði lokar frá og með mánudeginum 5. júní ótímabundið eða þar til samningar hafa náðst.
  • Starfsemi leikskólanna skerðistfrá og með mánudeginum 5. júní til og með 5. júlí, eða þar til samningar hafa náðst. Leikskólastjórar hafa sent upplýsingar til foreldra varðandi útfærslu skólastarfsins.
  • Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með framvindu samningaviðræðna í fjölmiðlum næstu daga. Felld verða niður gjöld vegna vistunar fyrir þann tíma sem foreldrar hafa fengið tilkynningu um að barnið geti ekki mætt í leikskólann.
  • Bæjarskrifstofa Hveragerðisbæjarverður lokuð frá og með mánudeginum 5. júní til og með 5. júlí, eða þar til samningar hafa náðst. Enginn símsvörun verður í síma 483 4000, tölvupóstum sem berast á netfangið mottaka@hveragerdi.is verður ekki svarað og ekki verður unnið úr ábendingum sem berast í gegnum ábendingargátt sveitarfélagsins.

Síðast breytt: 5. júní 2023
Getum við bætt efni síðunnar?