Fara í efni

Úthlutun leikskólaplássa í leikskóla Hveragerðis 2024

Úthlutun leikskólaplássa í leikskóla Hveragerðis 2024

Umsóknir um leikskólapláss fyrir haustið 2024 þurfa að berast fyrir 15. apríl 2024 og er skilað inn á íbúagátt Hveragerðisbæjar. Í fyrstu úthlutun verður einungis úthlutað þeim sem sótt hafa um leikskólavist fyrir þann tíma og hafa lögheimili í Hveragerði.

Plássum er úthlutað í kennitöluröð, þar sem elstu börnin fá boð fyrst og svo framvegis.

Ekki er hægt að breyta innsendum umsóknum fyrr en að tímabilinu loknu.

Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið 2024 skiptist í tvennt:

  • Fyrst verður úthlutað þeim leikskólaplássum sem hægt verður að tryggja frá og með ágúst 2024 (á bilinu 12.-30. ágúst). Fyrri úthlutun fer fram fyrir 2. maí 2024.
  • Í seinni hluta úthlutunar er unnið eftir upplýsingum sem fram koma eftir að fyrri úthlutun hefur verið lokið. Þeim leikskólaplássum sem verður úthlutað í seinni úthlutun geta reiknað með að hefja leikskólagöngu í september-október 2024. Seinni úthlutun fer fram fyrir 15. maí.

Mikilvægt er að þeir foreldrar sem fá úthlutun leikskólaplássa bregðist við fljótt og örugglega svo hægt verði að vinna umsóknir áfram með skilvirkum hætti.


Síðast breytt: 5. apríl 2024
Getum við bætt efni síðunnar?