Fara í efni

Útboð - Finnmörk 1 - Leikskólinn Óskaland - viðbygging

Verkið felst í viðbyggingu við leikskólann, breytingum innandyra og lóðarframkvæmum. Verkið skal vinna samkvæmt verklýsingum og teikningum eftir því sem við á. Verk þetta hefur stuttan framkvæmdartíma þar sem rof á starfsemi skólans má einungis vera í sumarfrí og því þarf verktaki og undirverktakar hans að vera meðvitaðir frá upphafi um aðstæður og tímaramma verkefnis.

Helstu magntölur eru eftirfarandi:

  • Steypt viðbygging 85 m2
  • Breytingar á núverandi húsnæði um 50 m2
  • Hellulögð og malbikuð svæði, jarðvegsgrindur 1325 m2

Verklok eru 1. nóvember 2022

Útboðsgögn verða eingöngu birt á útboðsvef verksins: https://www.utbodsgatt.is/hveragerdi/staekkun_leikskola_2022

Bjóðendum ber að tryggja að þeir séu réttilega skráðir inn á útboðsvefinn vegna mögulegra samskipta á útboðstíma.

Tilboðum skal skila rafrænt undir vefslóð útboðsins eða á Skrifstofu Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20, 810 Hveragerði, eigi síðar en 13. apríl 2022, kl. 10:30 en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska

Verklok 1. nóvember 2022


Síðast breytt: 17. mars 2022
Getum við bætt efni síðunnar?