Fara í efni

Úrbætur á hundasvæðum

Á fundi bæjarstjórnar 18. júlí samþykkti meirihluti bæjarstjórnar að hundasvæði bæjarins verði gerð snyrtileg og skemmtilegri fyrir hunda að leik.

Tvö hundasvæði eru í austur hluta bæjarins og eru þau mikið nýtt af hundaeigendum. Mikilvægt er að hundarnir geti hlaupið frjálsir um í leik og notið sín í náttúrunni þar sem lausaganga hunda er ekki leyfileg í Hveragerði.

Bæjarstjórn samþykkti að hundasvæðið sem liggur næst þjóðveginum verði lagað og gert aðgengilegra fyrir notendur þess ásamt því að það verði gert skemmtilegra fyrir hunda með hentugum leiktækjum. Auk þess er umhverfisfulltrúa og umhverfisnefnd falið að finna hentugan stað fyrir nýtt smáhundasvæði undir Hamrinum sjá um frágang á því.


Síðast breytt: 20. júlí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?