Fara í efni

Uppsetning á nýjum ærslabelg

Á fundi bæjarstjórnar 7. júní sl. var samþykkt að setja upp nýjan ærslabelg í Hveragerði. Jafnframt var samþykkt að fá tillögur frá íbúum um staðsetningu á honum.

Auglýst var á heimasíðu Hveragerðisbæjar um tillögur og bárust alls 75 tillögur. Flestar tillögur eða 26 voru um sömu staðsetningu og gamli belgurinn var á við Dynskóga. Næst flestir völdu staðsetningu í Smágörðunum eða 24 tillögur. Aðrir staðir fengu færri atkvæði.

Bæjarráð samþykkti að taka tilboði frá Leiktæki & Sport ehf í nýjan ærslabelg. Belgurinn verður stækkaður frá því sem hann var eða sem nemur 70m2 og verður því 170m2 að stærð.

Samkvæmt meirihlutasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar lögðu flokkarnir mikla áherslu á fjölskylduvænt samfélag og að koma ærslabelgnum upp strax í sumar. Er því ánægjulegt að sjá það verða að veruleika og sjá aftur líflega leiki og hoppandi börn og ungmenni á ærslabelgnum í Dynskógum.

Umhverfisdeild verður falið að setja girðingu eða aðrar úrbætur í kring um belginn til að sporna við því að hjól komist upp á belginn sem varð þess valdandi að hann eyðilagðist.


Síðast breytt: 19. júlí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?